Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.2012, Blaðsíða 26

Ægir - 01.04.2012, Blaðsíða 26
26 F R É T T I R Björgvinsbeltið sem Björgvin Sigurjónsson, skipstjóri í Vest- mannaeyjum, fann upp fyrir bráðum 25 árum, er nú að koma á markað í endurnýjaðri mynd og mun um sjómanna- dagshelgina hefjast formlegt samstarf við Slysavarnafélagið Landsbjörgu um sölu þess hér á landi og erlendis. Tekjur af sölu beltisins hjá Landsbjörgu munu renna í bátasjóð félags- ins sem stendur að rekstri og kaupum á björgunarbátum Landsbjargar hringinn í kring- um landið. Því má segja að út- gerðir fái margfaldan ávinning af kaupum af beltinu, auki ör- yggi áhafna og efli um leið út- gerð hinna mikilvægu björgun- arskipa Landsbjargar. Reynsl- an hefur svo sannarlega sýnt að Björgvinsbeltið hefur bjarg- að mannslífum og nýtist ekki síður til björgunar í ám og vötnum en á sjó. Fram- kvæmdastjóri Landsbjargar segir að félagið muni einnig vinna að markaðssetningu á Björgvinsbeltinu í gegnum systursamtök félagsins í Skandinavíu og Bretlandi. Til stuðnings björgunarskipunum Á sjómannadaginn í Vest- mannaeyjum mun Björgvin Sigurjónsson afhenda Bjarna Sighvatssyni, fyrrverandi út- gerðarmanni í Vestmannaeyj- um, fyrsta beltið af nýrri gerð og með því hefst formlega markaðsátak Landsbjargar hér á landi. „Við munum kynna þetta fyrir útgerðum, innan okkar raða, hjá lögreglu, aðilum sem hafa með vötn og ár að gera og á öðrum þeim stöð- um þar sem þetta belti kemur að notum. Við hjá Lands- björgu höfum mikla trú á þessu samstarfi um Björgvins- beltið og að útgerðarmenn og sjómenn taki okkur vel þegar menn sjá ávinninginn sem felst í að kaupa af okkur belti. Björgunarbátarnir hring- inn í kringum landið eru mjög mikilvægir fyrir öryggi sjómanna og ekki þarf að fjölyrða um hversu mikið ör- yggistæki beltin sjálf eru um borð í skipum og bátum,“ segir Guðmundur Örn Jó- hannsson, framkvæmdastjóri Slysavarnafélagsins Lands- bjargar. Björvinsbeltið í uppfærði mynd á markað: Björgvinsbeltið selt í þágu björgunarbáta Landsbjargar Björgvin Sigurjónsson sýnir nýja beltið. Útfærslan sú sama og fyrirtæpum 25 árum þegar hann fann beltið upp en ný efni gera það sýnilegra í sjó, ljós er komið í beltið og fleira. Sem fyrr er miðað við að beltið beri tvo menn og því er það í senn björgunartæki fyrir þann sem fer í sjó og öryggistæki fyrir björgunarmanninn sjálfan.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.