Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.2012, Blaðsíða 30

Ægir - 01.04.2012, Blaðsíða 30
30 Æ G I S V I Ð T A L I Ð Óhætt er að segja að drag- nótabáturinn Steinunn SH 167 frá Ólafsvík hafi fiskað firnavel í Breiðafirðinum nú á útmánuðum og eru skipverjar komnir í frí þar til nýtt fisk- veiðiár hefst. Það er til marks um veiðina að í síðustu túrun- um hjá Steinunni var aflinn allt upp í rösk 60 tonn í róðri og stærstu köstin yfir 20 tonn. Brynjar Kristmundsson, skipstjóri, er ánægður með vertíðina en hann hefur verið skipstjóri og einn eigenda á Steinunni frá 1982. Hann þekkir því vel til á miðunum í gegnum árin og segir fisk- gengdina hafa jafnt og þétt aukist síðustu árin. „Og ég er ekki í vafa um að okkur væri alveg óhætt að veiða meira af þorskinum,“ segir skipstjór- inn. „Jú, þessi vertíð var með besta móti miðað við undan- farin ár. Fiskiríið hefur verið sérstaklega jafnt og gott alveg frá því í janúar. Og núna síð- ustu vikurnar í apríl og byrj- un maí var mokveiði. Við höfum upplifað góða veiði á vormánuðunum síðustu árin en aldrei eins og núna,“ segir Brynjar en frá áramótum og fram á vor róa þeir á Stein- unni á miðin í sunnanverðum Breiðafirði og vestur fyrir Snæfellsnes. Á haustmánuð- unum færa þeir sig hins veg- ar á Vestfjarðamið og landa þá í Bolungarvík. „Reynslan hefur verið sú að á haustmánuðunum gefur betur á miðunum fyrir Vest- fjörðum en hér í Breiðafirðin- um. Gangurinn virðist mér að sé alltaf svipaður í þessu frá ári til árs. Þorskurinn virðist ganga út úr Breiðafirðinum þegar kemur fram á vorið og sumarið en birtist síðan aftur þegar kemur fram undir ára- mót. Fiskurinn heldur sig síð- an hér á vetrarmánuðunum og fram á vorið þannig að sá tími er sá besti hér á slóðinni. Við lögum okkur því að þess- um göngum og færum okkur með bátinn vestur á haustin þegar rýrari afli er hér heima,“ bætir Brynjar við. Fertugt skip Steinunn SH 167 er 240 tonna stálbátur, smíðaður árið 1970 í Garðabæ og hét þá Arnfirð- ingur II GK. Báturinn varð gerður í fyrstu út frá Grinda- vík en sá tími var stuttur því hann strandaði í árslok 1971 í innsiglingunni í Grindavík. Á flot fór hann þó aftur en var í kjölfarið seldur til aðila í Garðabæ og fékk þá nafnið Ingibjörg. Árið 1973 var bát- urinn seldur til útgerðarinnar Stakkholts í Ólafsvík og fékk þá nafnið Steinunn SH. Nú- verandi eigendur eignuðust Brynjar Kristmundsson skipstjóri fékk veglega tertu í vor frá Fiskmarkaði Íslands í Ólafsvík enda metafli hjá áhöfninni á Steinunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.