Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1951, Qupperneq 38

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1951, Qupperneq 38
244 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR Meðan elzt er við hvern rangan stafkrók, sem barn og unglingur skrifa eða kynnu að skrifa á blað, þróast óáreittir alls konar gallar hins mælta máls. Og þeir takmarkast ekki við talfærin ein. Röng föll og rangbyggðar setningar verða æ tíðari í mæltu máli. Hinum áskapaða hæfileika mannsins, að mæla mál sitt eðlilega af munni fram, auðnast nú æ sjaldnar að ná fullum þroska. Engin ræða þykir boðleg, nema hún sé lesin af blaði, en verði samt einhver fyrir því óhappi að þurfa að svara fyrir sig blaðalaust, er ræða hans oftast þannig, að áheyrendur blygð- ast sín fyrir að hlusta, likast því sem þeir vildu komast hjá að horfa á mann engjast á pínubekk. Ræðumaður strandar í rangt byrjaðri setn- ingu, byrjar á ný, en hnýtur um eigin tungu áður en hann hefur hnoð- að saman þremur setningum í málsgrein. Eftir því er samhengi ræð- unnar, — eins og vindmylla snerist í heila ræðumanns. Ofurseldir þessu böli eru fyrst og fremst hinir svokölluðu menntamenn, þraut- skólaðir í stafsetningu og afritun alls konar. En þeim var aldrei kennt að orða sína eigin hugsun í lýtalausri ræðu. Ræða, sem ekki var rituð á blað, er, samkvæmt ríkjandi skólahefð, engin ræða, en rituð ræða er góð og gild, hún á alltaf við. Því er það nú að verða lýzka, sem sjá má á umræðufundum menntamanna, að sá sem gagnrýna vill ræðu annars fundarmanns, dregur hreinlegt handrit upp úr vasa sínum og les. Mál hans er fínt og settlegt, og handritið auðvitað stafrétt, því að hann skrifaði gagnrýnina heima hjá sér, löngu áður en hin gagnrýnda ræða var flutt, jafnvel áður en hún var samin. Littera manet! Vivat ortho- graphia! Þannig er vanræksla í kennslu hins mælta máls að drepa alla lifandi orðsnilld. Því að mælskan hvílir á tungu manns, ekki á pennanum. Hún krefst annarrar tækni en ritlistin. Þegar við skrifum, höfum við venju- lega ótakmarkaðan tíma til að mynda setningar og málsgreinir. Við getum jafnvel byrjað, án þess að framhald og lok málsgreinarinnar séu okkur ljós. Takist okkur ekki að orða hugsun okkar svo að okkur líki, getum við strikað yfir og breytt á ýmsan veg. í mæltu máli er þessi að- ferð ónothæf og hættuleg. Henni beita þvogluræðumennirnir, sem engri setningu koma óbjagaðri út úr sér. í mæltu máli þarf hugsunin að sjá lengra fram. Ræðumanni þarf ávallt að vera ljóst, hvað hann ætli að segja næst og hvernig hann ætli að segja það. Rækt við mælt
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.