Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1951, Qupperneq 39

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1951, Qupperneq 39
MÓÐURMÁLSNÁM 245 mál, þó að ekki nái til mælskulistar, er því flestum greinum betri til þjálfunar skýrri hugsun. Þessi grein móðurmálskennslunnar er algerlega vanrækt. Svo sem skriflegt málfræðinám færist nú æ meir í vöxt, hverfur úr náminu hið mælta mál. „Leystu skriflega ...“ verkefni, sem þú lest prentuð á blað. Hljómandi tungan hljóðnar fyrir þöglu máli pennans. Hvert skólabarn ber móðurmálið sér á tungu, en viðfangsefni þess í móðurmálsnáminu eru — að lestrinum undanskildum — skriflegar beygingar, skrifleg greining og fullgreining, að ógleymdri stafsetningunni. Meðan tungu- tak barnsins stirðnar og eyrað sljóvgast á mun réttra hljóða og rangra, skekkist hryggur þess yfir afskriftum og fullgreiningu. Hér þarf að stinga við fótum. Hér er þörf afturhvarfs. íslenzkukehn- ararnir verða að snúa sér að þeim mikilvægu verkefnum, sem bíða þeirra. Stafsetningaræfingar og skrifleg fullgreining ná aldrei tilgangi sínum, meðan hljómfegurð, myndauðgi og skýrleiki mælts máls týnast og gleymast í skugga þeirra. Ef við viljum innræta æskunni málvöndun, bæði að hljómi, orðavali og byggingu, verðum við framar öllu að kenna henni að tala málið skýrt og hreint, opna eyra hennar fyrir hljómi og gerð hins mælta máls, kenna henni að þekkja og virða lög- mál málfræðinnar í hinum síkvika straumi þess. Hver unglingur, sem lýkur námi, á að kunna að orða hugsun sína viðstöðulaust, tala með eðlilegum hraða svo hreint mál og fagurt sem hann gæti ritað bezt, tala með eðlilegum áherzlum og hreinum raddblæ. Talandi kom hann til okkar í skólann, þá var mælt mál veigamesti þátturinn í þekkingu hans, þó að mál hans væri barnslegt. Sú gáfa má ekki veslast upp við skólagönguna. Talandi á unglingurinn að yfirgefa skólann, talandi á þann hátt, sem nú hæfir þroska hans og nauðsynlegt er til lífsbaráttu í lýðfrjálsu menningarþjóðfélagi nútímans. Til þessa skortir enn æði margt. Engrar fræðslu, engra æfinga hafa kennarar notið í þessu efni, enginn leiðarvísir um þetta er til handa þeim. Hann vantar í öllum æðri greinum móðurmálsins, nema málfræð- inni. Enginn leiðarvísir er til um það, hvorki handa nemendum né kennurum, hvernig semja skuli skólastíl, ritgerð né sendibréf. Við kennum börnum og unglingum að liða málið sundur í hina smæstu „parta ræðunnar“, látum þá greina það og fullgreina, eins og það heit- ir á skólamáli, en allt þetta erfiði miðar ekki að því að auðvelda þeim
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.