Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1951, Page 85

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1951, Page 85
ANNÁLL ERLENDRA TÍÐINDA 1951 291 þríþætta félagi" hers, iðnaðar og ríkisstjórnar, að þetta félag yrði til frambúðar, en ekki stundarsamvinna. Með þessum orðum túlkaði Charles Wilson innsta eðli og lífsþarfir liins bandaríska auðvaldsþjóðfélags og kom upp um samhengið milli markaðsþarfa þess og styrjaldarreksturs. Hið bandaríska framleiðslubákn, sem styrjöldin skilaði af sér, varð þegar að stríðinu loknu slíkt viðfangsefni, að ekki var hægt að leysa það á „heilbrigðum", friðsamlegum grundvelli auðvaldsskipulagsins. Þetta er staðreynd, sem öll fjármálablöð í Wall Street eru á einu máli um. Blaðið National Business kemst svo að orði í lok marzmánaðar síðastl.: „Hernaðarhugar- farið, það er áhrifamesta keyrið á athafnasemi í iðnaðinum. Þetta hugarfar getur breytzt örskjótt. Óttinn við styrjöld víkur fyrir óttanum við frið. Ef óttinn við frið nær því marki, að hann valdi niðurskurði á herútgjöldunum, þá er við búið, að mikil hætta rísi í atvinnuhögum Bandaríkjanna. Uppgangstímarnir munu sennilega fara veg allrar veraldar í kreppu.“ Við sama tón kveður í öðru bandarísku fjármála- blaði, National City Banks Letter, er það skrifar í byrjun ársins, að atvinnulíf Banda- ríkjanna „fari með hverjum mánuði sem líður inn á þá braut að gera vígbúnaðinn að mikilvægasta fyrirtæki sínu og geri alla borgaralega starfsemi og sérhverja Hfs- tilverumynd friðartíma að undirtyllu vígbúnaðarins." Fyrir nokkru birtist háðmynd í bandarísku blaði af þriflegum kapitalista, er huggar grátandi konu með þessum orðum: „Einhver verður að fóma. Ef styrjöld skellur á missið þér son, ef friður verður missi ég fé.“ Betur verður vandamál hins borgaralega heims ekki orðað. Tilvera borgaralegs þjóðfélags er orðin með þeim hætti, að friðurinn er því blátt áfram lífshættulegur. Og svo einföld er barátta sú orðin, sem háð er í þjóðfélagi auðvaldsins, að það má orða hana sem baráttu á milli þeirra, er eiga það á hættu að missa sonu sína, og hinna, sem eiga það á hættu að missa fé sitt. Ég sagði hér að framan, að fljótt á litið mætti álíta, að draumur Bandaríkjanna um heimsvöld væri á raunhæfum grundvelli reistur. En þegar betur er að gáð og reynsla síðustu ára er könnuð, þá virðast hinir bandarísku heimsvaldadraumar vera jafn fáfengilegir og draumar annarra stórvelda, sem áður fyrr hafa keppt að sama marki. Þrátt fyrir hávaða sinn og vopnaglamur, þrátt fyrir stundarsigra á sviði al- þjóðastjórnmála, finna Bandaríkin það æ betur, að mótspyrnan gegn heimsvaldasókn þeirra færist í aukana með hverjum mánuði sem líður. Friðardúfa hins vinnandi og hugsandi mannkyns er kannski ekki vígalegur fugl, en þó hefur hún þegar þreytt langt flug án þess að ránfuglar háloftsins hafi þorað að ráða á hana. Og flugi henn- ar er ekki lokið. Þessi dúfa er mesti heillafugl og gifta hennar verður því meiri sem flug hennar verður lengra. Það hafa Bandaríkin mátt merkja af ýmsum viðburðum, er gerzt hafa þessa vor- og sumarmánuði. Eosningar á Ítalíu Á vormánuðunum maí—júní fóru fram kosningar í tveimur vestrænum lýðræðis- löndum, Ítalíu og Frakklandi. Áður en gengið var til kosninga hafði þó í báðum
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.