Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 05.02.2015, Blaðsíða 4

Fjarðarpósturinn - 05.02.2015, Blaðsíða 4
4 www.fjardarposturinn.is FJARÐARPÓSTURINN | FIMMTUDAGUR 5. FEBRÚAR 2015 Mennta­ og menningarmála­ ráðherra hefur að tillögu leik­ listarráðs úthlutað styrkjum til atvinnuleikhópa árið 2015. Alls bárust 86 umsóknir frá 80 aðilum, þar af bárust tvær um ­ sóknir um samstarfssamning. Úthlutað var 75,5 milljónum króna til 13 verkefna og eins samstarfs samnings við Gaflara­ leikhúsið til tveggja ára með 10 milljón króna framlagi hvort ár. Leikhópurinn sem stendur að Gaflaraleikhúsinu í Hafnarfirði áætlar að vinna að fjórum verk­ efnum fyrir börn og unglinga auk fullorðna. Þessi verkefni eru: Einar Ben, söguleikhús, Biblían á 60 mínútum, Bakarofninn, þar sem matargerð er lyst og Þankagangur. Hafnarfjarðarbær hefur staðfest mótframlag til þessara verkefna en áður samþykkt fram lög bæjarins nýtast til þessa verkefnis. Segir Lárus Vilhjálmsson leikhússtjóri þennan samning mjög mikilvægan fyrir starfsemi leikhússins sem hefur verið að eflast undanfarin ár bæði með leik sýningum og leiklistar nám­ skeiðum sem hafa notið mikilla vinsælda. Leitaðu: „Fjarðarpósturinn“ Doktor í lyfjarannsóknum Eva Sverrisdóttir varði doktors ritgerð sína „Population Pharmacokinetic­Pharmaco­ dynamic Modelling of Morp­ hine­Induced Analgesia“ við Kaupmannahafnarháskóla 28. janúar sl. Doktorsverkefnið var unnið í samvinnu Kaupmanna­ hafnarháskóla og háskólans í Adelaide í Ástralíu og var Eva þar í sex mánuði við rannsóknir meðan á verkefninu stóð. Rann­ sóknin fjallaði um áhrif og skammta stærðir morfíns í verkja meðferð. Eva mun starfa áfram hjá Lyfjafræðideild Kaup­ mannahafnarháskóla við rann­ sóknir og kennslu. Eva er dóttir Sverris Alberts­ sonar og Hólmfríðar Magnús­ dóttur. Hún ólst upp fyrstu árin á Tjarnarbraut í Hafnarfirði og hóf skólagöngu í Lækjarskóla en var síðan í Hvaleyrarskóla. Eva fluttist með fjölskyldu sinni til Danmerkur 1999. Hún lauk B. Sc. í „Medicine with Industrial Specialisation“ 2009 og M.Sc. í sömu grein við Álaborgarháskóla 2011. Eva á fimm systkini, Magnús Þór Magnússon, sem stundar nám í hugbúnaðarþróun í Rand­ ers í Danmörku, Ara Sverrisson, verkfræðing hjá Svanehøj AS., Elsu Sverrisdóttur, doktorsnema í lífefnaverkfræði, Albert Sverr­ is son, laganema og Ernu Sverris dóttur, laganema, öll í Ála borg ar háskóla. Dr. Eva Sverrisdóttir. Áætlanir um hjúkrunarheimili í uppnámi Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar samþykkti sl. föstudag að fela bæjarstjóra að hefja viðræður við Hrafnistu um aðkomu þeirra að byggingu og rekstri þeirra 60 hjúkrunarrýma sem leysa eiga af hólmi eldri hjúkr­ unarrými á Sólvangi. Þar með er komin enn ein hraðahindrunin í þessa áratugalöngu vegferð okkar Hafnfirðinga og bar­ áttu fyrir bættum aðbúnaði aldraðra í bænum. Forsagan Forsaga málsins er löng og á köflum erfið. Bæjaryfirvöld í Hafnarfirði hafa lengi þrýst á ríkið um að ráðast í umbætur á aðstæðum þeirra sem búa á Sól­ vangi og byggingu nýs hjúkrun­ ar heimilis sem uppfylli nútíma­ kröfur. Eftir hrun réðst síðasta ríkisstjórn til átaks í uppbyggingu hjúkrunarheimila og var ætlunin með því að leggja af elstu hjúkrunarheimili landsins og lyfta aðbúnaði og aðstæðum þeirra sem búa á hjúkrunar heim­ ilum hér á landi inn í nútímann. Sveitarstjórnum voru boðin mjög hagstæð lán til að hefja framkvæmdir og ríkið skuldbatt sig á móti til að leigja fasteign­ irnar til næstu 40 ára. Hafnar­ fjörður var eitt af þeim sveitar­ félögum sem bauðst þátttaka í þessu verkefni og var ætlunin að með því yrði loks hægt að bæta aðbúnað þeirra sem í dag búa við úreltan húsnæðiskost á Sólvangi. Þverpólitísk sátt rofin Verkefnið fór af stað árið 2010 en tafðist vegna þess að útboðsferli byggingarinnar var kært. Nú eru tafirnar á borði nýs meirihluta Bjartar framtíðar og Sjálfstæðisflokks. Á árunum 2012­2013 var unnið að því í breiðri samvinnu m.a. með fulltrúum eldri borgara, að hanna og teikna nýtt heimili sem átti samkvæmt framkvæmd­ ar áætlun að taka til starfa í kringum næstu áramót. Sáttin í því verkefni var rofin vorið 2014 þegar Sjálfstæðisflokkurinn ákvað að snúa við fyrri stefnu sinni og stilla málinu upp sem pólitísku átakamáli. Í stað þess að vinna að heilum hug að þeim hugmyndum sem samstaða hafði náðst um og fólust meðal annars í að koma upp miðstöð öldrunar­ þjónustu á Sólvangi samhliða byggingu nýs hjúkrunarheimilis á einni hæð á fallegum stað við Hádegisskarð, lagðist núverandi forysta flokksins gegn þeim áformum og lofaði kjósendum að nýtt hjúkrunarheimili skyldi rísa á Sólvangssvæðinu. Nú hefur flokkurinn kastað þeirri hugmynd frá sér og vill semja við Hrafnistu um að byggja við það heimili, sem þó er fyrir eitt það stærsta á landinu. Hugmyndin um að byggja við Hrafnistu er ekki ný af nálinni. Sá kostur hefur ítrekað verið skoðaður en aldrei talist fýsi­ legur, a.m.k. ekki í tengslum við umrætt verkefni. Fyrst og fremst vegna þess að Hrafnista er nú þegar eitt stærsta öldrunarheimili landsins og því myndi meira og minna öll þjónusta við þennan aldurshóp enda á mjög af ­ mörkuðu svæði ef hugmyndin gengi eftir. Sú leið sem sátt hafði ríkt um var að byggja upp nýtt hjúkrunarheimili á nýjum stað með nýja hugmyndafræði að leiðarljósi. Hönnun nýs hjúkrunarheimilis er lokið. Hægt er að kynna sér teikningar og hugmyndafræðina á vef bæjarins. Verklegar fram­ kvæmdir ættu að vera komnar vel á veg og útboð einstakra verkþátta að mestu lokið. Þetta nýja útspil meirihlutans gerir lítið annað en að tefja það mikil­ væga mál og skapa óvissu um framtíð þess. Höfundar eru aðal- og vara- menn fjölskylduráðs af S-lista Ómar Ásbjörn Óskarsson Bára Friðriksdóttir Munntóbak, nei takk!! Jón Jónsson heimsækir grunnskólana Jón Ragnar Jónsson, tónlistar­ maður og knattspyrnumaður hefur nú í janúar sem leið heim­ sótt grunnskóla Hafnar fjarðar með átakið: Munntóbak, nei takk!! Hann fór í þetta verkefni á vegum Krabbameinsfélags Hafn ­ ar fjarðar í góðri samvinnu við forvarnarfulltrúa Hafnar fjarðar­ bæjar, Geir Bjarnason. Jón Ragn­ ar fer í alla 8. bekki, spjallar við krakkana, ræðir um heil brigðan lífstíl, talar gegn munn tóbaks­ notkun og segir frá knatt spyrnu­ og tónlistarferli sínum. Hann er hress, einlægur og opinn og nær vel til krakkanna og ekki spillir fyrir að hann tekur fram gítarinn í grípandi lagi gegn munntóbaki!! Jón Ragnar er sjálf ur góð fyrirmynd fyrir börn in, lifir heilbrigðu lífi og hefur frá mörgu að segja sem heillar krakkana. Almennt lifa krakkar í 8. bekk heilbrigðu og flottu lífi sem kemur fram í rannsóknum hjá Rannsóknum og greiningu. Því telja Krabbameinsfélag Hafnar­ fjarðar og forvarnarfulltrúi Hafn­ ar fjarðar, mikilvægt að jákvæðar og uppbyggilegar forvarnir styrki börnin í að velja áfram heilbriðgan lífsstíl. „Segjum nei takk við munntóbaki!!,“ segir Anna Borg Harðardóttir, for­ mað ur Krabbameinsfélags Hafn­ arfjarðar. Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Suðurbæjarlaug Ásvallalaug Sundhöll Lækjarskólalaug Aðsókn alls: Fullorðnir 164.532 65.820 14.437 244.789 Börn 23.604 46.559 1.321 71.484 Baðstofa 3.266 2.674 5.940 Skólasund 26.994 63.308 27.445 29.808 147.555 Sundfélag 11.060 50.608 4.764 66.432 Sundmót 7.540 7.540 Aðsókn í sund alls: 229.456 233.835 50.641 29.808 626.937 Aðsókn á dag 646 659 231 Heilsurækt 60.000 60.000 áhorfendur/salur 15.740 15.740 Aðsókn á sundstaði í Hafnarfirði 2014 Í tölum fullorðinna í Suðurbæjarlaug eru allir sem sækja heilsurækt óháð hvort þeir fari í sund eða ekki. Fjölgun er á milli ára í sund. Gaflaraleikhúsið fær samning við ráðherra Fær viðbótar 10 milljónir kr. næstu tvö ár

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.