Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 05.02.2015, Blaðsíða 7

Fjarðarpósturinn - 05.02.2015, Blaðsíða 7
www.fjardarposturinn.is 7FJARÐARPÓSTURINN | FIMMTUDAGUR 5. FEBRÚAR 2015 BÓKASAFN HAFNARFJARÐAR KL. 19:00–24:00 Bókakaffi – Súfistinn Á fyrstu hæð bókasafnsins verður kaffi­ húsastemning í samstarfi við Súfistann. Ratleikur um bókasafnið Frábær skemmtun fyrir alla. Þrír heppnir hljóta vinninga í boði Góu, Gló og Eymundsson dregið úr réttum lausnum 10. febrúar. Dýrahjálp Íslands Fulltrúar frá félaginu kynna starfsemi sína. Hægt að skoða myndir af dýrum í heimilisleit og farsælar sögur af dýrum sem fundið hafa framtíðarheimili. Úr fjarlægð Sýning á málverkum eftir Ingu Maju. Sterkir litir og konur eru áberandi auk þess sem íslensk náttúra kemur við sögu. Töfraheimur Harry Potter Sýning á munum sem tengjast töfra hetj­ unni Harry Potter. Sjón er sögu ríkari. Ljósálfar og dökkálfar Barna­ og unglingadeildin verður yfir­ tekin af ljósálfum og dökkálfum. BYGGÐASAFN HAFNARFJARÐAR KL. 19:00–24:00 Byggðasafnið býður upp á ljúfa og lágstemmda upplifun í Sívertsens­húsi og Beggubúð þar sem sérfræðingar safnsins leiða gesti um sýningarnar í léttu og opnu spjalli.   Hús Bjarna Sívertsen og fjölskyldu Húsið er elsta hús Hafnarfjarðar, byggt á árunum 1803–1805, fyrir Bjarna Sívertsen, athafnamann. Húsið hefur verið gert upp í upprunalegri mynd og er þar sýnt hvernig yfirstéttarfjölskylda í Hafnarfirði bjó í byrjun 19. aldar.   Verslunarminjasýning í Beggubúð Í verslunarhúsinu Beggubúð sem byggt var árið 1906 er verslunarminjasýn­ ing. Þar er margt forvitnilegt á að líta, þar sem safnkosturinn er frá ýmsum tímabilum. HAFNARBORG KL. 20:00 Tímaflakk um 100 ár – Leiðsögn á pólsku Oprowadzanie po wystawie z Karoliną Bogusławską historykiem sztuki, godz 20:00. BÓKASAFN KL. 20:00 Harry Potter upplestur Upplestur á völdum kafla úr Harry Potter á fjölda tungumála, m.a. þýsku, frönsku, spænsku og pólsku. Íslenskum og enskum texta verður varpað á skjá svo allir geti fylgt lestrinum. HAFNARBORG KL. 20:45 Leiðsögn um sýninguna Neisti Ólöf K. Sigurðardóttir forstöðumaður Hafnarborgar leiðir gesti um sýningu á verkum Hönnu Davíðsson. BÓKASAFN KL. 21:00   Konubörn – Gaflaraleikhúsið Sýnt verður brot úr leikritinu Konubörn sem fjallar á gamansaman hátt um vandræðin sem fylgja því að vera hvorki barn né fullorðin, hvorki stelpa né kona. HAFNARBORG KL. 21:15 Framköllun – Svarthvít veröld Hekla Dögg Jóndóttir ræðir veið gesti safnsins um þá svart hvítu veröld sem hún hefur skapað í Hafnarborg. HAFNARBORG KL. 21:30 Hó hó ha ha ha – Hláturjóga Bættu á þig brosi á vör og kátum hlátri í hláturjóga með Sölva Avo Péturssyni hláturjógaleiðbeinanda. Athugið að frítt er á öll söfn í Hafnarfirði BÓKASAFN KL. 21:30 Bíó í bókasafni Þýska gamanmyndin Fack ju Göhte (2013) sem fjallar um fyrrum fanga sem fær vinnu í skóla sem byggður var yfir gamla þýfið hans. Þýskt tal, enskur texti. Athugið að myndin er bönnuð yngri en 12 ára. HAFNARBORG–GLÓ kl. 22:00 Lifandi djasstónlist á Gló Bræðurnir Óskar og Ómar Guðjóns­ synir leika ljúfa djasstóna á Safnanótt á Gló. BÓKASAFN KL. 22:00   Ósk og Brynja – Tónleikar Dúett sem samanstendur af vinkonunum Ósk og Brynju. Tónlist þeirra einkennist af rólegum folk/accoustic áhrifum. Safnanæturleikur Svaraðu einni laufléttri spurningu og fáðu stimpil frá þeim söfnum sem þú heimsækir á Safnanótt. Þeir sem svara þremur spurningum og safna þremur stimplum geta skilað þátt­ tökumiða til miðnættis í þar til gerða kassa á söfnunum. 1. verðlaun: ferð fyrir tvo til London og aðgangur að Tate Modern 2.–3. verðlaun: Menningarkort Reykjavíkur 4. verðlaun: er frönskunámskeið á vegum Alliance Française. Verið velkomin á söfnin á Safnanótt Safnanæturstrætó ekur milli allra safna á höfuðborgarsvæðinu frá kl. 19 til 24 og er ókeypis. Vagninn stöðvar við verslunarmiðstöðina Fjörð í Hafnarfirði. Nánari upplýsingar og tímatafla á www.vetrarhatid.is Dagskrá Safnanætur í Hafnarfirði Föstudaginn 6. febrúar 2015 Opið til miðnættis SaFnanótt Hafnarborg Strandgata 34 220 Hafnarfjörður www.hafnarborg.is Ásvöllum 2 221 Hafnarfirði Sími: 512 4050 www.hafnarfjordur.is Bókasafn Hafnarfjarðar Strandgata 1 220 Hafnarfjörður www.bokasafnhafnarfjardar.is Byggðasafn Hafnarfjarðar Vesturgata 8 220 Hafnarfjörður www.hafnarfjordur.is/byggdasafn HAFNARBORG KL. 19:00–24:00 Framköllun – Hekla Dögg Jónsdóttir Sýningasal Hafnarborgar hefur verið umbreytt í bíósal, upptöku­ og vinnslu rými af Heklu Dögg Jónsdóttur myndlistarmanni. Hekla hefur fengið til liðs við sig fjölda listamanna sem hafa tekið upp stutt myndskeið á 16 mm filmu og er afraksturinn sýndur í bíóinu. Neisti – Hanna Davíðsson Í Sverrissal stendur yfir sýning á málverkum og teikningum eftir Hönnu Davíðsson, konu sem bjó og starfaði í Hafnarfirði við upphaf 20. aldar þegar íslenskar konur hlutu kosningarétt árið 1915. Verkin sýna viðfangsefni úr næsta nágrenni listakonunnar einkum blóm, fólk og umhverfið í Hafnarfirði. HAFNARBORG KL. 19:00–21:00 Portrettsmiðja – Hver erum við? Opin listsmiðja þar sem börn og full­ orðnir geta spreytt sig á því að teikna og lita portrettmyndir. BÓKASAFN KL. 19:00 Þýsk-íslenska tengslanetið Þýsk­íslenska tengslanetið kynnir áhugaverða starfsemi sína. BÓKASAFN KL. 19:30 Bíó í bókasafni Franska myndin Les Choristes (2004) sem fjallar um nýjan kennara í ströngum heimavistarskóla fyrir drengi en hann breytir lífi þeirra með því að kynna þá fyrir tónlist. Franskt tal, íslenskur texti. Myndin er leyfð öllum aldurshópum. HAFNARBORG KL. 20:00–22:00 Á bak við tjöldin Gestum er boðið að skoða þau undur sem leynast í geymslum safnsins í fylgd starfsmanna. Sundlauganótt í Ásvallalaug Laugardaginn 7. febrúar Kl. 18:00–24:00 Í tilefni af vetrarhátíð verður Sundlauganótt haldin í Ásvalla- laug. tónlist og frábær stemning. Frír aðgangur. Sundlauganótt Laugardaginn 7. febrúar Opið til miðnættis

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.