Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 19.03.2015, Blaðsíða 2

Fjarðarpósturinn - 19.03.2015, Blaðsíða 2
2 www.fjardarposturinn.is FJARÐARPÓSTURINN | FIMMTUDAGUR 19. MARS 2015 Markaðsstofa Hafnarfjarðar er loks að verða að veruleika. Ekki skiptir umgjörðin miklu máli eða nafnið, heldur það að loksins skuli viðurkennt að það þurfi að beina augum að markaðssetningu fyrir Hafnarfjörð. Það eru ekki mörg ár síðan, þegar Pósturinn fór úr miðbænum og gamla pósthúsið stóð autt lengi. Þegar spurt var hvort ekki væri hægt að laða einhverja góða verslun í húsið voru svörin hjá Hafnar fjarðarbæ; „Við eigum ekki þetta húsnæði“. Sem betur fer hafa viðhorfin breyst og mikilvægt að hugað sé að hag fyrirtækja í bænum. Þó mikilvægt sé að laða ný fyrirtæki að bænum er ekki síður mikilvægt að hlúa að þeim sem fyrir er og með samstarfi fyrirtækja er hægt að kalla fram meiri samfélagsábyrgð og frumkvæði frá fyrirtækjum. Eitt af þeim málum sem komu upp í umræðu á umræðufundi um Markaðsstofu Hafnarfjarðar sl. þriðjudag voru umferðarmál. Var það allt frá umræðu um flækjustig við að fjölga stæðum á Dalshrauni um 10 upp í áhyggjur af flæði umferðar að 700 bílastæðum við Flugvelli. Það hefur ekki borið á mikilli pressu stjórnmálamanna í að fá mislæg gatnamót á Reykjanesbraut við Krýsuvíkurveg þrátt fyrir að þau séu mjög aðkallandi, bæði fyrir íbúa á Völlum og á Hvaleyrarholti og ekki síður fyrir iðnaðarsvæðið í Hellnahrauni og á Völlum. Slík mislæg gatnamót eru ekki á áætlun fyrr enn 2018­ 2020 en formaður skipulags­ og byggingarráðs vakti hjá mönnum vonir að hafist yrði handa við þau strax á næsta ári en sagði þó engin loforð hafa fengið. Upplýsti hann að fulltrúar bæjarins hafi fundað með innanríkisráðherra, Vegagerð og fl. þar sem þrýst hafi verið mjög á úrbætur. Reyndar nefndi hann úrbætur á Reykjanesbraut að Kaplakrika einnig án þess að skýra það nánar. Það er vonandi að árangur náist en því miður hafa kurteisislegar og hljóðlátar umræður um slík mál sjaldan gagnast mikið. Hávær þrýstingur á stjórnmálamenn virðist alltaf hafa virkað betur. Kannski það lærist líka með nýrri Markaðsstofu. Það er mikilvægt að gott aðgengi sé að fyrirtækjum eins og Icelandair en stór spurning er sett við það hvort kosta eigi umferðarmannvirki til að þjóna 700 bíla stæði á flottasta byggingarsvæði bæjarins fyrir atvinnustarfsemi. Það fást ekki miklir fasteignaskattar af bílastæðum! Guðni Gíslason ritstjóri. leiðarinn Útgefandi: Keilir ehf. kt. 480307-0380 Fjarðarpósturinn, Bæjarhrauni 2, 220 Hafnarfirði Vinnsla: Hönnunarhúsið ehf. Ritstjóri: Guðni Gíslason Ábyrgðarmaður: Steingrímur Guðjónsson. Ritstjórn: 565 4513, 896 4613, ritstjorn@fjardarposturinn.is Auglýsingar: 565 3066, auglysingar@fjardarposturinn.is Prentun: Steinmark ehf. • Dreifing: Íslandspóstur ISSN 1670-4169 Vefútgáfa: ISSN 1670-4193 www.fjardarposturinn.is www.facebook.com/fjardarposturinn Sunnudagurinn 22. mars Guðsþjónusta kl. 11 Félagar úr Barbörukórnum syngja. Organisti er Guðmundur Sigurðsson. Prestur er sr. Þórhildur Ólafs Sunnudagaskóli kl. 11 í Hásölum Strandbergs safnaðarheimilis Hafnarfjarðarkirkju. Miðvikudagur 25. mars Morgunmessa kl. 8.15 Organisti er Guðmundur Sigurðsson. Prestur er sr. Þórhildur Ólafs Morgunverður í Odda. Athugið að þetta er síðasta morgunmessa vetrarins. www.hafnarfjardarkirkja.is. HAFNARFJARÐARKIRKJA 1914 - 2014 Sunnudagurinn 22. mars Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11 Skemmtileg samvera fyrir alla fjölskylduna. Hljómsveitin síkáta leiðir sönginn að vanda. Allir velkomnir. Fylgist með okkur á www.frikirkja.is 35 ár Stolt að þjóna ykkur Útfararskreytingar kransar, altarisvendir, kistuskreytingar, hjörtu Bæjarhrauni 26 Opið til kl. 21 öll kvöld Símar 555 0202 og 555 3848 www.blomabudin.is Sunnudaginn 22. mars Messa kl. 11 Gídeonmenn kynna starf samtakanna. Sunnudagsskóli á sama tíma. Þar er gulur dagur í aðdraganda páska. Aðalsafnaðarfundur að messu lokinni. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf Miðvikudagur 25. mars kl. 13.30-15.30 Starf eldri borgara Sr. Halldór Reynisson kynnir Nýja dögun, samtök um sorg og sorgarviðbrögð. www.astjarnarkirkja.is Víðistaðakirkja Sunnudaginn 22. mars Fermingarmessa kl. 10.30 Kór Víðistaðakirkju syngur undir stjórn Helgu Þórdísar. Halldór Reynisson þjónar. www.vidistadakirkja.is Actavis verður Allergan Sameining hefur gengið í garð Sameining Actavis og bandaríska frumlyfjafyrirtækisins Allergan sem tilkynnt var í Kauphöllinni í New York í nóvember er gengin eftir. Verður Actavis eitt af 10 stærstu alþjóðlegu lyfjafyrirtækjum í heimi með áætlaðar tekjur yfir 23 milljarða dala á þessu ári. Hrukkulyfið Botox er þekktasta lyf Allergan. Actavis keypti Allergan og er kaupverðið metið á 70,5 milljarða dala. Actavis stefnir á að taka upp nafn Allergan sem nýtt alþjóðlegt heiti samsteypunnar en höfðustöðvar Actavis eru í Dublin á Írlandi þar sem þetta var tilkynnt á þriðjudaginn. Vilja bætta nýtingu neysluvatns Fulltrúi Hafnarfjarðarbæjar í stýrihópi um vatnsvernd fyrir höfuðborgarsvæðið, Sigurður Haraldsson, lagði fram eftirfarandi bókun f.h. Hafnarfjarðarbæjar á fundi hópsins með framkvæmdastjórn vatnsverndar. „Á höfuðborgarsvæðinu verði þess vandlega gætt að íbúar, iðnaður og þjónusta búi við heilnæmt vatn og hagkvæma neysluvatnsöflun. Þá verði markvisst stefnt að því að vatnsöflun verði án utanaðkomandi orku eins og frekast er mögulegt. Vatnsöflun verði eins sjálfbær og kostur er. Fjárfestingar í vatnsbólum, aðveitum og miðlunarmannvirkjum á höfuðborgarsvæði verði nýttar áfram eins og mögulegt er og gerðar áætlanir um miðlun neysluvatns á milli sveitarfélaga ef hættuástand skapast. Verndun vatnsbóla og neysluvatns auð­ lindarinnar verði sameiginlegt viðfangsefni og verndun hennar og nýting markviss. Stefnt verði að bættri nýtingu og meðferð neysluvatns innan höfuð borgar­ svæðis ásamt aukinni samvinnu í rekstri vatnsveitna á höfuðborgarsvæði.“ Stýrihópurinn vinnur að endurskoðun á vatnsvernd fyrir höfuðborgarsvæðið og hefur samþykkt nýjar tillögur til sveitarstjórna.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.