Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 19.03.2015, Blaðsíða 4

Fjarðarpósturinn - 19.03.2015, Blaðsíða 4
4 www.fjardarposturinn.is FJARÐARPÓSTURINN | FIMMTUDAGUR 19. MARS 2015 FJÖRÐUR Páll B. Guðmundsson löggiltur fasteignasali Ársæll Ó. sölufulltrúi 896 6076, as@remax.is Lækjargötu 34d, Hafnarfirði Vantar eignir á skrá Mikil eftirspurn! Frítt söluverðmat S: 698 83 84 Öll alhliða jarðvinna Snjómokstur | Lagnavinna Lóðarvinna og frágangur sími 698 384 gröfuverk@grofuverk.is Á hverju ári slasast fólkt og lamast. Við það umbyltist líf viðkomandi og hans nánustu og sá slasaði getur ekki lengur unnið. Hinn slasaði verður nánast tekjulaus fyrir utan þær örorkubætur sem í boði eru. Að auki veikist fólk af MND og MS og fleiri sjúk dóm um sem getur dregið fólk í hjólastól. Safna í styrktarsjóð Samtökin „Við stólum á þig“ voru stofnuð sl. haust til að hjálpa fólki sem lendir í hjólastól og eru að hefja sölu á tau­burðar­ pokum til að safna fé í öflugan styrktarsjóð. Pétur H. Sigur­ gunn arsson er hvatamaður að stofn un samtakanna segir að kerf ið bjóði ekki upp á neitt öryggis net fyrir fólk í þessari stöðu, því miður. „Það eina sem er í boði er svokallað sérþarfalán frá Íbúðalánasjóði sem er lán að hámarki 8 milljónir með veði í íbúðinni, verðtryggt og ber 4,2% vexti. Það er ekki upplífgandi verandi kominn á örorkubætur og standa frammi fyrir því að búa á meðferðarstofnun sem eftir er fjarri sínum nánustu ættingj­ um,“ segir Pétur. Allir vilja að sjálfsögðu geta búið áfram heima hjá sér með sinni fjölskyldu eftir svona áföll. Skilyrði til að geta búið áfram heima hjá sér er að íbúðin sé þannig úr garði gerð að fólk í hjólastólum geti farið um íbúðina hindrunarlaust. Sumir eiga þess ekki kost vegna þess að því fylgir mikill kostnaður að breyta íbúð svo að fólk í hjólastólum geti búið þar. Þröskulda þarf að fjarlægja, jafnvel breikka hurðir, setja lyftibúnað á efri skápa, breyta bað­ og salernisaðstöðu og jafnvel þarf að breyta aðgengi að húsi. Í samstarfi við fyrirtæki Á mánudaginn var verkefninu formlega hleypt af stokkunum er undirritaðir voru samningar við þrjú fyrirtæki sem kosta ákveðið magn af pokum til sölu og fá í stað merki sitt á pokana. Ætlunin er að sögn Péturs að fá íþrótta­ félög til að ganga í hús og selja innkaupatöskur ásamt rúllu af maísruslapokum. Ætlunin er að fá miklu fleiri fyrir tæki og bæjarfélög til sam­ starfs í þessu landsverkefni. Lágmarksmagn sem fyrirtæki þurfa að kosta eru 250 töskur. Ætlunin er að búið verði að safna styrktarfyrirtækjum fyrir 10. apríl nk. Þeir forsvarsmenn fyrirtækja og bæjarfélaga sem hafa áhuga á að taka þátt í verkefninu eru hvattir til að senda tölvupóst á vidstolum@vidstolum.is F.v.: Birna Katrín Ragnarsdóttir frá RB-rúmum, Pétur H. Sigurgunnarsson, Bergur Helgason frá Aðalskoðun, Sigfús Tómasson frá Rafgeymasölunni og Guðjón Sigurðsson frá MND félaginu. „Við stólum á þig!“ Stofna sjóð til að styrkja breytingar á húsnæði hjólastólsnotenda Tónlistarnemendur slógu í gegn með Ný dönsk Dagana 27. og 28. febrúar hélt hljómsveitin Ný dönsk tónleika í Bæjarbíó. Fyrir tónleikana sendi Jón Ólafsson hljómsveitarsjóri Tónlistarskóla Hafnar fjarðar fyrirspurn um hvort hugsanlegt væri að einhverjir nem endur skólans væru til í að leika eitt af lögum hljóm sveitarinnar. Peter Tompkins óbó­ og saxófón­ kennari brást vel við þessari fyrirspurn og útsetti fyrir sína nemendur lagið Á sama tíma að ári með Ný dönsk. Hópurinn stóð sig frábærlega á tónleikunum og hreinlega sló í gegn. Á Rótarýdeginum laugar­ daginn 28. febrúar léku þær Inga Steinunn Henningsdóttir, Katla Garðarsdóttir og Bergþóra Gests­ dóttir klarinettunemendur Ármanns Helgasonar nokkur lög í Húsi Bjarna riddara þar sem Rótarýklúbbur Hafnarfjarðar var með mjög áhugaverða dagskrá. Stúlkurnar léku mjög fallega og voru skólanum sínum til mikils sóma. Nemendur Peter Tompkins sem léku á tónleikum með Ný dönsk. Tríóið sem lék á Rótarýdeginum. Lj ós m .: S ig ur jó n P ét ur ss on Það var létt yfir nemendum í 5. bekk Víðistaðaskóla þegar þau komu öll á Hrafnistu til að fá súkkulaðiköku með rjóma. Var súkkulaðikakan borin fram sem þakklæti fyrir vikulegan lestur krakkanna fyrir heimilisfólk og eldri borgara í dagdvöl á Hrafnistu. Hafa börnin síðan í október sl. komið vikulega, einn bekkur í einu, og lesið upphátt. Með þessu slá börnin tvær flugur í einu, æfa sig í að lesa upphátt og gleðja eldri borgara. Þeir voru svo sannarlega glaðir þeir sem blaðamaður Fjarðarpóstsins náði í og dásömuðu börnin. Ekki aðeins fyrir yndislegan lestur heldur einnig fyrir hvað þau væru prúð og hjálpsöm. Þá voru dæmi um að börn hefðu lesið frumsamdar sögur og einn nemandinn tók gítarinn sinn með og spilaði fyrir sinn lestrarvin. Börnin sögðust hafa haft mjög gaman af lestrinum og sögðust hafa lesið ýmislegt, bæði ljóð og sögur. Þarna kvöddu börnin sinn lestrarvin og það var eftirsjá fyrir heimilisfólkið að sjá á eftir þessum hressu krökkum en vonandi verður áframhald á þessu skemmtilega samvinnu­ verkefni. Allir voru ánægðir, heimilisfólkið og krakkarnir. Það var ekki amalegt að fá súkkulaðiköku með rjóma í hádeginu. Lestur þakkaður með súkkulaðiköku 5. bekkingar í Víðistaðaskóla heilluðu heimilisfólk á Hrafnistu Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Lj ós m .: G uð ni G ís la so n

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.