Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 19.03.2015, Blaðsíða 6

Fjarðarpósturinn - 19.03.2015, Blaðsíða 6
6 www.fjardarposturinn.is FJARÐARPÓSTURINN | FIMMTUDAGUR 19. MARS 2015 Alls voru íbúar Hafnarfjarðar 27.875 þann 1. janúar sl. og hafði þá fjölgað um 1,9% á einu ári. Á sama tíma fjölgaði Reyk­ víkingum um 0,5%, Kópa vogs­ búum fjölgaði um 2,8%, Garð­ bæingum um 1,9% og Mosfell­ ingum um 2,5%. Stærstu árgangarnir eru 4, 5 og 6 ára en 5 ára er stærsti árgang­ urinn, 484 Hafnfirðingar. Á eftir þeim koma svo 21 árs, 35, 24 og 42 ára þar sem allir árgangarnir eru yfir 430 manns. Aldursdreifing 0­9 ára 4.244 10­19 ára 3.984 20­29 ára 4.037 30­39 ára 3.947 40­49 ára 3.735 50­59 ára 3.545 60­69 ára 2.338 70­79 ára 1.279 80­100 ára 766 Heimild: Hagstofan. Ásvallabraut Samgöngubót eða umhverfisslys Á fundi Bæjarstjórnar Hafnar­ fjarðar 21. janúar sl var samþykkt að auglýsa nýtt deiliskipulag sem felur aðallega í sér breytta legu og forsendur fyrir stofnbraut sem kallast Ásvallabraut. Ég undir­ ritaður ásamt fjöl mörg­ um íbúum Áslands mót mæli þessu skipu­ lagi harð lega og teljum við í raun umhverfis­ og samgönguslys vera í uppsiglingu. Stofn­ braut in liggur allt of ná lægt íbúðarhúsum í Áslandi 3, sérstaklega við Brekku ás og Furuás með tilheyr­ andi hávaða, umhverfisraski, loft mengun og slysagildrum fyrir börn 10-15 þúsund bílar á sólarhring Í greinargerð VSÓ um fram­ kvæmdina er áætluð umferð um brautina árið 2025 talin vera um 10­15 þúsund bílar á sólarhring sem kallar á götuþversnið með fjórum akreinum. Þetta um ­ ferðar ferlíki er ekki í takt við kynn ingarbækling sem undir­ ritaður og fleiri landnemar hér í Áslandi 3 fengu í hendur fyrir 9 árum síðan. Þar stóð m.a „Svæð­ ið liggur í hlíðum Ásfjalls milli Kaldárselsvegar og fólkvangs. Fólkvangurinn gefur íbúum á þessu svæði einstaka möguleika til útivistar“ Það er einmitt þetta sem íbúar hverfisins hafa nýtt sér. Á sumrin hefur holtið og móinn verið notað sem áhyggju­ laust leiksvæði barnanna sem fela sig í lúpínum, tína ber, veiða fiðrildi og byggja kofa og full­ orðnir ganga, skokka og viðra hunda. Nú skal kljúfa þenn an möguleika til útivistar með stofnbraut sem beinir um ferð framtíðar byggingar svæða um fólkvanginn spölkorn frá byggðinni og inn á Kald ársselsveg og hringtorg við enda hans sem er nú þegar sprungið á álagstímum. Í deiluskipulaginu frá 2006 var reyndar teiknaður vegur en lítið úr honum gert og talað um að ofanbyggðavegur myndi taka mesta umferðarþungann. Samn­ ingar hafa ekki náðst við Garðabæ um legu ofanbyggðavegar og nú á að bregðast við lítilli eftirspurn eftir lóðum í Skarðshlíð og lokka fólk þangað með „bættum sam­ göng un“ á kostnað okkar og náttúr unnar. Umhverfisáhrif Í þrettánda kafla grein ar gerð­ arinnar er talað um um hverfis­ áhrif. Til teknir þættir eru metnir og vægi þeirra gefinn einkunn, já kvæð, nei­ kvæð eða hlutlaus. Áhrifin eru neikvæð á landslag og ásýnd en hlutlaus á útivist og lýðheilsu? (hvernig sem þeir fá það út!) Einu jákvæðu áhrifin eru á samgöngur þó líklegast gleym ist að taka inn í stóraukið álag á hringtorg og götur sem anna ekki núverandi umferð. Reyndar segir orðrétt í greinar­ gerðinni „Skipu lagssvæði Ás ­ valla brautar er 16 ha umfangs­ mikið umferðar mannvirki sem getur haft nei kvæð áhrif á ásýnd, útivistargildi og hljóðvist. Talið er að þrátt fyrir mótvægisaðgerðir eru líkur til að áhrif breytingar­ innar séu nokkuð neikvæð.“ Þetta er vond skyndilausn sem leysir engan vanda og skilur eftir sig sviðna jörð. Tenging við Skarðshlíð og Velli frá Áslandi er ekki nauð synleg á næstu árum og þegar hennar verður þörf er hægt að leggja þannig sunnan við hesthúsin eftir að nauð syn­ legar úrbætur á þröngum og illa upplýstum Kald ársselsvegi hafa átt sér stað. Setjum mikilvægari verkefni í forgang Ég og aðrir íbúar hér sættum okkur ekki við þetta deiliskipulag og höfum ekki sagt okkar síðasta orð. Við teljum mun meiri þörf á allsherjar átaki í viðgerð gatna um allan bæ sem eru á mörgum stöðum í hræðilegu ástandi og að bætt verði við tengingu frá Valla­ svæði yfir á Reykjanesbraut til að leysa úr umferðarvanda þar. Íbúar Valla verða ekki bætt ari með að bíða í biðröðum í Ás ­ land inu. Einn ig viljum við að bæjar stjórnin girði sig í brók og gangi frá samningum um nauð­ synlegar úrbætur í Áslandsskóla sem mun stytta skóladag barn­ anna okkar og minnka álag á göturnar og minnka loftmengun. Í dag þarf nefnilega að keyra öll börn í rútum í íþróttir og sund því að sú aðstaða bíður tilbúinn á teikni borðinu meðan bæjar­ stjórnin vill fresta framkvæmd­ um. Höfundur er íbúi við Furuás. Ásgeir Stefánsson 1,9% fjölgun í Hafnarfirði Fjölgaði um 518 í Hafnarfirði á síðasta ári Karlalið Hauka í körfuknattleik hefur átt mjög gott tímabil og endaði í 3. sæti deildarinnar í ár. Er þetta besti árangur liðsins í 12 ár og náði liðið að sigra öll liðin í deildinni, að minnsta kosti einu sinni, og þarf að leita ansi langt aftur til að finna sambærilegan árangur. Markmið liðisins í vetur var að enda í fjórum efstu sætum deild­ arinnar og tryggja heima vallar­ rétt í úrslitakeppninni. Það náðist í jafnri deild og enduðu Haukar jafnir af stigum og Njarðvík. En Haukar áttu betra innbyrðis stigaskor á Njarðvíkinga og enduðu þeir því ofar á töflunni. Ungt lið Haukar eru með ungt lið, flestir eru á aldrinum 17­23 ára, strákar sem uppaldir eru hjá félaginu. Þeir stigu sín fyrstu skref í úrslitakeppninni 2011 þegar liðið tapaði 1­2 fyrir Snæfell og voru svo komnir í leiðtogahlutverk fyrra þegar liðið var slegið út af Njarðvík 0­3 í afar jöfnum leikjum í 8 liða úrslitum. Heimaleikur við Keflavík á morgun á Ásvöllum Framundan er úrslitakeppnin þar sem Haukaliðið spilar á móti Keflavík en lokaleikur liðsins í deildinni var einmitt gegn þeim þar sem Haukar sigruðu nokkuð örugglega. Keflavík endaði í 6. sæti deildarinnar og hafa Haukar því heimavallarréttinn gegn þeim í 8 liða úrslitum. Leikar hefjast á Ásvöllum á morgun, föstudag kl. 19.15 og það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki fer áfram í undanúrslit. Sigri Haukar í viðureigninni við Keflavík mætir liðið líklega Tindastól, sigri þeir Þór Þ. sem verður að teljast líklegt. KR sem ætti ekki að klúðra sinni viðureign við Grindavík mætir þá annað hvort Njarðvík eða Stjörnunni en liðin sem komast í undanúrslit raðast eftir núverandi stöðu í deildinni. Hafnfirðingar eru hvattir til að mæta og sýna Haukaliðinu stuðn ing í viðureigninni gegn Keflavík og það er alveg hægt að lofa skemmtilegum körfubolta. Haukur Óskarsson einbeittur. Besti árangur Hauka í 12 ár Karlalið Hauka endaði í 3. sæti úrvalsdeildarinnar í körfubolta Lj ós m .: A xe l F in nu r Aðalfundur Félags eldri borgara í Hafnarfirði verður haldinn fimmtudaginn 26. mars kl. 14 í Hraunseli, Flatahrauni 3. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf, önnur mál. Frítt kaffi og meðlæti og væntanlega tónlist og söngur. Stjórn FEBH Sólvangur Fá ekki að fjölga rýmum Velferðarráðuneytið hefur með bréfi dags. 24. janúar sl. svarað bréfi Hafnarfjarðarbæjar dags. 12. maí 2014 þar sem óskað er eftir fjölgun dag­ dvalarrýma um tvö rými í dagdvölinni sem rekin er að Sólvangi. Þar sem ekki er gert ráð fyrir fjárveitingum til fjölgunar dagdvalarrýma í fjárlögum ársins 2015 telur Velferðar­ ráðuneytið ekki unnt að verða við beiðni um ný dagdvalarrými. Eflaust hefur hin langa töf á afgreiðslu erindisins orðið til þess að slík fjölgun var ekki einu sinni til umræðu við fjárlagagerð. Ráðuneytið baðst velvirð­ ingar á síðbúnu svari. Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Nú er rétti tíminn fyrir trjáklippingar! Áður en trén vakna úr vetrardvala Fellum einnig stór tré og fjarlægjum úr görðum Gerum föst tilboð Áratuga reynsla og fagmennska Grænu karlarnir ehf. Kristján Bjarnason garðyrkjufræðingur s. 8482418

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.