Fjarðarpósturinn - 16.04.2015, Síða 2
2 www.fjardarposturinn.is FJARÐARPÓSTURINN | FIMMTUDAGUR 16. APRÍL 2015
Hinn sakleysislegi bæjarlækur
okkar Hafnfirðinga, Hamars
kots lækurinn hefur í einni svipan
orðið að stórhættulegum stað
þar sem slys var á stað þar sem
fæstir ef enginn taldi svo hættu
legan. Eflaust hafa fleiri en ég
hugsað um hættuna sem stafaði af sakleysislegu en
hyldjúpu lóninu ofan við stíflu en ekki haft hugmynd
um að fossinn neðan við stífluna gæti verið þessi
ógnvaldur sem hann reyndist vera. Átta ára dreng er
haldið sofandi í öndunarvél eftir að krafturinn í
vatnflaumnum hélt honum niðri en allt er gert til að
bjarga lífi hans. 12 ára bróður hans, sem ætlaði að
koma bróður sínum til bjargar, var naumlega bjargað
með endurlífgun. Það var fyrir snarræði 11 ára systur
þeirra sem hringdi eftir aðstoð og ósérhlífins ungs
vegfaranda, sem líka var hætt kominn við björg
unarstörf, sem öflugt lið björgunarfólks kom fljótt á
slysstað. Slysið skekur Hafnfirðinga sem eru slegnir
og margir biðja fyrir unga drengnum.
Ekkert skekur okkur meira en þegar hætta steðjar
að börnum okkar.
Iðnskólinn í Hafnarfirði er eini skólinn eftir á
landinu sem ber nafnið iðnskóli. Tækniskólinn ehf.
varð til við sameiningu ýmissa skóla, þ.m.t.
Iðnskólans í Reykjavík. Það vekur nokkra furðu að
að það skuli hafa verið Tækniskólinn ehf. sem óskaði
eftir sameiningunni og líklega er verið að tala um
innlimun í þeirra huga.
Sem betur fer hefur gildi iðnmenntunar verið meira
og meira ljós í hugum þingmanna og ráðherra en
alltof lengi hefur iðnmenntun verið sett skör lægra en
t.d. nám til stúdentsprófs. Með auknum áhuga á
hönnun og nýsköpum hefur mönnum orðið ljóst
mikilvægi þess að búa yfir vel menntuðum og
þjálfuðum iðnaðarmönnum. Samt hafa fulltrúar
iðnskóla verið fullir minnimáttarkenndar og ekki
ósjaldan hafa góðir iðnnemendur verið hvattir áfram
til tæknináms – út úr sinni iðngrein sem þeir voru svo
góðir í.
Í Hafnarfirði er gríðarlega öflugt safn iðnfyrirtækja,
ekki síst málmiðanarfyrirtækja sem byggja á því að
það útskrifist hæfir iðnaðarmenn. Kannski hefur
skort á framtíðarsýni í bænum og það ætti að vera
kappsmál Hafnfirðinga að tryggja að allir vissu t.d.
að bestu málmiðnaðarmennina væri að finna í
Hafnarfirði. Með góðu samstarfi atvinnulífs og
Iðnskólans í Hafnarfirði er engin þörf á sameiningu
við einkahlutafélag í Reykajvík.
Guðni Gíslason ritstjóri.
leiðarinn
Útgefandi: Keilir ehf. kt. 480307-0380
Fjarðarpósturinn, Bæjarhrauni 2, 220 Hafnarfirði
Vinnsla: Hönnunarhúsið ehf.
Ritstjóri: Guðni Gíslason
Ábyrgðarmaður: Steingrímur Guðjónsson.
Ritstjórn: 565 4513, 896 4613, ritstjorn@fjardarposturinn.is
Auglýsingar: 565 3066, auglysingar@fjardarposturinn.is
Prentun: Steinmark ehf. • Dreifing: Íslandspóstur
ISSN 1670-4169 Vefútgáfa: ISSN 1670-4193
www.fjardarposturinn.is
www.facebook.com/fjardarposturinn
Sunnudagur 19. apríl
Messa kl. 11
Félagar úr Barbörukórnum syngja.
Organisti er Guðmundur Sigurðsson.
Prestur er sr. Þórhildur Ólafs.
Sunnudagaskóli kl. 11
Leiðtogi sunnudagaskólans er Anna Elísa
Gunnarsdóttir, henni til aðstoðar er Margrét Heba.
Kaffi, kex og djús á eftir í Ljósbroti Strandbergs
safnaðarheimilis Hafnarfjarðarkirkju.
www.hafnarfjardarkirkja.is.
HAFNARFJARÐARKIRKJA
1914 - 2014
Sunnudagurinn 19. apríl
Sunnudagaskóli kl. 11
Notaleg, fræðandi og skemmtileg
samvera fyrir alla fjölskylduna.
Hljómsveitin leiðir sönginn.
Fylgist með okkur á www.frikirkja.is
35 ár
Stolt að þjóna ykkur
Útfararskreytingar
kransar, altarisvendir,
kistuskreytingar,
hjörtu
Bæjarhrauni 26
Opið til kl. 21 öll kvöld
Símar 555 0202 og 555 3848
www.blomabudin.is
Sunnudaginn 19. apríl
Sunnudagaskóli kl. 11
Kirkjunni verður breytt í kaffihús
og barnakórinn flytur söngleik.
Gospelguðsþjónusta kl. 20
Þema: Hver er þessi maður?
Miðvikudagar
Starf eldri borgara
kl. 13.30-15.30
www.astjarnarkirkja.is
Víðistaðakirkja
Sunnudagur 19. apríl
Guðsþjónusta kl. 11
Ræðumaður: Karl Kristensen kirkjuvörður.
Tónlist: félagar úr kór Víðistaðakirkju
undir stjórn Helgu Þórdísar.
Kaffi eftir stundina.
www.vidistadakirkja.is
Um leikskóla og fjármál
Undanfarin ár hafa inn ritun
arreglur á leikskóla bæjarins kveð ið
á um að börn í Hafnarfirði geti byrjað
á leikskóla á því ári sem þau verða
tveggja ára. Sam kvæmt reglunum
eru börn því að komast
inn á aldursbilinu
1930 mán aða, eftir því
hven ær þau eru fædd á
árinu. Vegna fækkunar
barna á leikskólaaldri
hefur yngri börnum
verið veitt leikskóla
pláss eftir því sem
að stæður hafa leyft að
hausti þegar nýir hópar
barna eru jafnan teknir
inn í skólana. En síðastliðið vor, í
aðdraganda kosninga, var ekki beðið
fram á haust með slíka úthlutun
heldur bar svo við að foreldrum
barna sem fædd voru snemma árs,
var tilkynnt að börn þeirra kæmust
inn á hausti kom andi. Úthlutun
leikskólaplássa hefur því verið óskýr
og ógagnsæ síðastliðin ár, sem leitt
hefur til óánægju foreldra sem ekki
hafa fengið pláss fyrir börn sín og
spurt hefur verið: „Eftir hvaða
reglum er unnið?“ Í umræðum um
þessi mál í bæjarstjórn á sl. kjör
tímabili kom þetta skýrt í ljós, þ.e.
erfitt var að fá svör við því við hvaða
reglur væri miðað og hvers foreldrar
mættu vænta. Þess ber að geta
að allt að 8090 börn í for
gangshópi, fá leikskóla vist fyrr
en önnur börn.
Erfið fjárhagsstaða fyrsta
viðfangsefni nýs meirihluta
Í vinnu við fjárhagsáætl
unargerð fyrir árið 2015 blasti
við stórt verkefni á öllum svið
um bæjarins, þ.e. að reyna að
minnka fjárlagagatið sem við
var að etja. Þá var einsýnt að
erfitt yrði að auka þjónustu að svo
stöddu, eins og að lækka innritunar
aldur á leikskóla sem svo sannarlega
er for gangs verk efni. Við fram
lagningu árs reikn ings 2014 í
bæjarstjórn í gær, kom enn skýrar
fram en áður hve þröng fjárhagsstaða
bæjarins í rauninni er og alvar legri en
áætlanir höfðu gert ráð fyrir.
Væntingar eru um að heildar úttekt á
rekstri sveitar félags ins sem nú
stendur yfir og tillögur að úrbótum,
muni skapa svigrúm til að efla
þjónustu og bæta hag bæjarbúa. Það
er t.d. óásættanlegt að gjöld og álögur
séu hærri í Hafnarfirði en í
nágrannasveitar félögunum.
Markmið að lækka
innritunaraldur
Nú eru að störfum starfshópar,
ann ars vegar um endurskoðun skóla
stefnu Hafnarfjarðarbæjar og hins
vegar um breytingar á gjaldskrá
sveit arfélagsins. Gert er ráð fyrir að
fyrstu tillögur hóp anna líti dagsins
ljós í maí. Með al annars er verið að
leita leiða um hvernig hægt sé að
breyta innritunarreglum leikskóla
með það að markmiði að stíga fyrstu
skref í að lækka innritunaraldur
barna í leikskóla bæjarins og að regl
urnar séu gagnsæjar og skýr ar.
Mikil vægt er að ákvarðanir um slíkar
kostnaðarsamar breyt ingar verði
teknar að lokinni rekstrarúttektinni
sem fyrr var nefnd og að bæjarstjórn
verði samstiga í því að leikskólastigið
og þjónusta við barnafjölskyldur
verði efld eftir því sem svigrúm gefst.
Höfundur er formaður bæjarráðs
og fræðsluráðs.
Rósa
Guðbjartsdóttir
NÆSTA BLAÐ kemur út síðasta
vetrardag MIÐVIKUDAGINN 22. apríl