Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 16.04.2015, Page 4

Fjarðarpósturinn - 16.04.2015, Page 4
4 www.fjardarposturinn.is FJARÐARPÓSTURINN | FIMMTUDAGUR 16. APRÍL 2015 Kvennakór Hafnarfjarðar fagnar tuttugu ára starfsafmæli á þessu ári og heldur tvenna tónleika nú á vordögum til þess að minnast þessara tímamóta. Fyrri tónleikarnir verða í Ham­ arssal Flensborgarskólans sunnu daginn 26. apríl kl. 16 en hinir síðari verða í Fella­ og Hóla kirkju 2. maí kl. 15. Kvennakór Hafnarfjarðar var formlega stofnaður 26. apríl árið 1995. Kórinn hefur vaxið og dafnað síðustu tvo áratugi og hefur starf hans verið einstaklega gjöfult og skemmtilegt. Tæplega fimmtíu konur starfa með kórn­ um í dag og er stjórnandi hans Erna Guðmundsdóttir. Á af mælis tónleikunum mun kórinn líta yfir farinn veg, dusta rykið af gömlum nótum og rifja upp fjölmörg falleg lög frá liðnum árum, lög sem hafa öðlast sérstakan sess í hjörtum kór­ kvenna á tuttugu ára starfsævi kórsins. Einnig verður frumflutt lag sem Þóra Marteinsdóttir samdi sérstaklega fyrir Kvenna­ kór Hafnarfjarðar í tilefni afmælisins við ljóð eftir Örn Árnason. Ekkert hefur verið til sparað til að gera þessa hátíðartónleika sem glæsilegasta og hefur kórinn fengið til liðs við sig tvo hafnfirska listamenn, þau Mar­ gréti Eir og Pál Rósinkranz sem nýverið gáfu saman út geisla­ diskinn If I needed you. Antonía Hevesi leikur á píanó á tón­ leikunum, bassaleikari er Jón Rafnsson og flautuleikari er Kristrún Helga Björnsdóttir. Á afmælistónleikunum mun Kvennakór Hafnarfjarðar vígja glæsilega, nýja kórkjóla sem hannaðir voru af Snædísi Guð­ mundsdóttur hjá Dís íslensk hönn un. Tónleikagestum verður boðið að þiggja afmæliskaffi og konfekt í tónleikahléi. Miðar verða seldir í forsölu á 2500 kr. hjá kórkonum en við inn ganginn á 3000 kr. Frítt er fyrir börn 12 ára og yngri. Umhverfisvænn ferðamáti er lykilatriði í umhverfis­ og sam­ göngustefnu sem Valitor fylgir. Hefur fyrirtækið í því skyni keypt þrjá rafknúna bíla af gerðinni Volkswagen e­Golf sem verða notaðir til að þjónusta við­ skiptavini félagsins. „Rafknúnar bifreiðar eru sérlega áhugaverður framtíðarkostur hér á landi vegna aðgangs að vistvænni, ódýrri raforku og gjaldeyrissparnaðar fyrir þjóðarbúið“, segir í tilkynningu frá Valitor. Grænn reitur við Dalshraun Höfuðstöðvar Valitor við Dalshraun í Hafnarfirði eru sér­ hann aður grænn reitur með hleðslustöðvum fyrir rafbíla fyrir tæksins og rafknúna bíla starfs manna. Náttúruleg loftræst­ ing er í bílakjallara sem er ásamt hæðum hússins búinn sérstakri ljósastýringu er dregur úr orku­ notkun. Höfuðstöðvarnar eru í svokallaðri grænni leigu sem tekur m.a. til endurvinnslu og sorp mála, innkaupa á rekstrar­ og byggingarvörum og notkunar rafmagns og hitaveitu. Lögð er áhersla á einfaldar lausnir sem lágmarka orkunotkun, eru sjálf­ bærar og krefjast sjaldnar endur­ nýjunar. Hvatt til vistvæns ferðamáta Valitor býður starfsfólki sínu samgöngusamning sem stuðlar að vistvænum, hagkvæmum og heilsusamlegum ferðamáta. Þann ig eru starfsmenn hvattir til að leggja bensín­ og dísilknúnum bifreiðum sínum en ferðast þeirra í stað til og frá vinnu á hjóli eða með því að nýta almenn ingssamgöngur. Sjálfstæðisflokkurinn í Hafnarfirði hafnarfjordur.xd.is Ólöf Nordal innanríkisráðherra verður gestur okkar í laugardagskaffinu, þann 18. apríl nk. kl. 10-12. Heitt á könnunni. Allir velkomnir að Norðurbakka 1a Laugardagskaffi „Vor í lofti“ tónleikar Hanna Dóra Sturludóttir og Camerarctica „Vor í lofti“ er yfirskrift söng­ og kammertónleika á Björtum dögum í Hafnarfirði síðasta vetr­ ardag. Tónleikarnir eru haldnir í Hafnarborg og hefjast þeir kl. 20. Fram koma Hanna Dóra Sturlu­ dóttir söngkona ásamt félögum úr Camerarctica, þeim Ármanni Helgasyni, klarinettuleikara, Hildigunni Halldórsdóttur fiðlu­ leikara, Hávarði Tryggvasyni kontrabassaleikara og Ingunni Hildi Hauksdóttur píanóleikara. Dagskráin samanstendur af ljóðum og textum sem bera vor og sumar í lofti eða vetrarkveðju. Miðsala er við innganginn. Helm ingsafsláttur fyrir nem­ endur, eldri borgara og öryrkja. Hildigunnur, Ingunn Hildur, Hanna Dóra og Ármann. Innritun fyrir skólaárið 2015-2016 Forskóli Innritun fyrir nemendur fædda 2008. Suzukinám Getum bætt við nokkrum nemendum í fiðlu-, selló- og píanónám fædda 2010. Söngnám Á næsta skólaári verður hægt að stunda bæði almennt söngnám og rytmískt söngnám. Nemendum gefst nú tækifæri á 3ja mánaða söngnámi til reynslu og til að kanna hvort það henti þeim. Innritun fer fram á hafnarfjordur.is – íbúagátt – mínar síður – umsóknir – tónlistarskóli dagana 30. apríl til 10. maí. Skólastjóri Vistvænn bílafloti Valitor Frá vinstri: Viðskiptastjórarnir Daði Már Steinþórsson, Sigrún Jónsdóttir, Jón Helgi Guðnason, Sigurhans Vignir, framkvæmdastjóri fyrirtæjasviðs og Guðný Ósk Sigurgeirsdóttir viðskiptastjóri. 20 ára afmælistónleikar Kvennakórsins

x

Fjarðarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.