Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 16.04.2015, Page 8

Fjarðarpósturinn - 16.04.2015, Page 8
8 www.fjardarposturinn.is FJARÐARPÓSTURINN | FIMMTUDAGUR 16. APRÍL 2015 Engan flottræfilshátt í málefnum aldraðra Þetta er fyrirsögn í blaðinu Hafnarfjörður/Garðabær um uppbyggingu á hjúkrunarheimili í Skarðshlíð, en verkefnið var tilbúið til framkvæmda sl. haust, en þar var unnið sam­ kvæmt samkomu lagi allra flokka og í maí 2014 skrifuðu fulltrúar í verkefnisstjórn undir kynningarbækling til kynningar á stöðu verk efnisins án ágreinings. Í verkefnisstjórn sátu full trúar allra flokka í bæjarstjórn auk fulltrúa frá FEBH og Öldunga ráði auk embættismanna bæj arins. Áfram átti að vera miðstöð öldrunarþjónustu á Sólvangi og horft til dagvistunar og hvíldar­ innlagna. Eftir kosningar ákveður nýr meirihluti að láta fara fram hagkvæmnisathugun á staðarvali milli staðsetningar á Völlum og við Sólvang og var Capasent fengið í verkið. En hvað skeður, það er handvalið hverjir eru kallaðir til og er athyglisvert að skoða hverjir eru kallaðir til og einkum þeir sem ekki eru kall­ aðir til. Það vekur sérstaka at ­ hygli að stjórnarformaður Hrafn­ istu og framkvæmdastjóri eru boðaðir til. Hvernig það kom til, þá klóra menn sér ennþá í höfðinu yfir. En öllum á að vera ljós erfið fjárhagsstaða allra sjálfs eignastofnanna í heil­ brigðis­ og íbúðarekstri og ekki er spurt um hæfi til að taka að sér rekstur eða uppbyggingu. En hver er flottræfilshátturinn? Er hann sá að heimilismaður búi við þau sjálfsögðu réttindi að vera einn í herbergi og hafa sér snyrtingu og smá afdrep fyrir sína nánustu í heimsókn? Er það flottræfilsháttur að form þjónustu taki mið af heimili og njóti aðhlynningar fagfólks? Er það flottræfilsháttur að þjónustan taki mið af einstakl ingunum en ekki af stofn analegu skipulagi? Erum við hrædd við að þjónusta taki breyting um að formi til en með áherslum á faglega þjónustu heilbrigðis kerfisins? Á þetta var lögð megináhersla við upp­ byggingu á hjúkr un arheimili í Skarðs hlíð. En staðan í dag er á ábyrgð Sjálfstæðisflokksins með dygg um stuðningi Bjartrar fram­ tíðar, sem lofuðu ákvörðun í lok sl. árs og ekki síðar en í janúar myndi ákvörðun liggja fyrir. En ekkert skeður. Nú hefur Félag eldri borgara í Hafnarfirði kúvent afstöðu sinni og er það með ólíkindum þar sem félagið stóð heils hugar að verkefninu og skil ég ekki að félags skapur eldri Hafnfirð inga skuli styðja drátt á svo brýnu hagsmuna máli í þjónustu við sjúka eldriborgara bæjar ins. En þessi drátt ur er þegar búinn að tefja verkefnið um tvö ár og ný staðsetning hugsanlega um 5 ár ef ekki sett verkefnið alveg út af borðinu. Er þetta að verja hags­ muni eldri borgara í Hafnarfirði? En ljóst er að hér er verið að kasta mörgum tugum milljóna út um gluggann. Höfum við efni á því? Höfundur er fulltrúi Öldungaráðs í verkefnisstjórn. Gylfi Ingvarsson Fjöldi kvenna mætti til leiks í Kaplakrika þ. 12. mars s.l. þegar Kvennakór Hafnarfjarðar hélt þar í fyrsta skipti glæsilegt konu­ kvöld. Borð svignuðu undan girni legum réttum og ótal happ­ drættisvinningar komust í hendur heppinna kvenna. Hafnfirsk fyrirtæki sáu sér leik á borði, notuðu tækifærið og kynntu þar vöru sína og hönnun og fjölmörg fyrirtæki gáfu happdrættis­ vinninga og aðrar gjafir. Kórinn er afar þakklátur þeim fyrirtækj­ um gerðu þetta skemmtilega kvöld að veruleika og kann þeim bestu þakkir fyrir góðan stuðn­ ing. Mesta athygli á konu­ kvöldinu vakti tískusýning þar sem kórkonur sjálfar sýndu vor­ línuna frá nokkrum verslunum í Firði og var það mál manna, í þessu tilviki kvenna, að það hefði verið skemmtileg tilbreyt­ ing að sjá „venjulegar“ konur sýna fatnað á tískusýningu.Vilborg Stefánsdóttir, ein kórkvenna sýnir föt. Konukvöld Kvennakórs Hafnarfjarðar Framtíðarnotkun Víðistaðatúns Hér í Hafnarfirði er gríðarlega fallegur grænn reitur sem því miður er alltaf lítið notaður. Ef við horfum til annarra sveitar­ félaga þá getum við nefnt svæði eins og Kjarna skóg hjá Ak ­ ur eyri, Hljóm skála­ garðinn í Reykja vík, Skóg rækt ina á Akra­ nesi sem svæði sem hafa verið nýtt frábærlega vel til að skapa skemmti legt svæði fyr ir fjöl­ skyldur og einstakl­ inga til að koma og njóta. Okkar græni reitur heitir Víði staðatún og er því miður ekki búið að nýta alla þá burði sem svæðið hefur til þess að laða að fólk. Síðastliðið haust var samþykkt tillaga formanns Íþrótta­ og tómstundanefndar þess eðlis að settur yrði á laggirnar starfshópur sem hefði það að markmiði að skoða það með hvaða hætti bæjaryfirvöld og bæjarbúar sjá Víðistaðatún fyrir sér í fram­ tíðinni, hvaða notkunar mögu­ leik ar séu í boði. Við ætlum að halda opinn íbúafund mánudaginn 20. apríl n.k. í Skátaheimilinu í Hafnarfirði kl. 19.30. Viljum við hvetja alla Hafnfirðinga sem skoðun hafa á framtíðarnotkun Víðistaðatúns til að mæta og láta sínar skoðanir í ljós, svo að við sem skipum starfshópinn getum unnið úr þeim hugmyndum. Einnig vilj­ um við minna á vefsvæðið betrihafnarfjordur.is til þess að koma hugmyndum sínum á framfæri. Við sjáum fyrir okk ur svæði þar sem fjölskyldur og ein staklingar geta kom ið saman og grillað jafnvel á tilbúnum grillum, leik ið sér á leiksvæð­ inu og notið sólar­ innar sem svo sann­ ar lega skín á Víðistaðatúninu þeg­ ar hún lætur á sér kræla. Hlökkum til að heyra frá ykkur og vonumst til að sjá sem flesta. Matthías Freyr er fulltrúi Bjartrar framtíðar í starfs­ hópi um Víðistaðatún, Kristín er fulltrúi Sjálfstæðisflokks og Júlíus Andri Þórðarson fulltrúi Vinstri grænna. Kristín Thoroddsen Matthías Freyr Matthíasson Júlíus Andri Þórðarson Hvítt vorveður Lj ós m .: G ís li Á gú st G uð m un ds so n Hlauparar leituðu skjóls í vorhríðinni við Lækinn. HS Veitur hf óska eftir að ráða birgðavörð til starfa á starfsstöð sína í Hafnarfirði Sótt er um starfið á heimasíðu HS Veitna, www.hsveitur.is. Nánari upplýsingar varðandi starfið veitir Petra Lind Einarsdóttir mannauðsstjóri. Umsóknarfrestur er til og með 24. apríl 2015. HS Veitur hf varð til 1. desember 2008 þegar Hitaveitu Suðurnesja hf var skipt í HS Veitur hf og HS Orku hf. HS Veitur hf annast raforkudreifingu á Suðurnesjum, í Hafnarfirði, í hluta Garðabæjar, í Vestmannaeyjum og í Árborg. HS Veitur hf annast hitaveiturekstur á Suðurnesjum og í Vestmannaeyjum. Annast vatnsveiturekstur að stórum hluta á Suðurnesjum og í Vestmanneyjum. Starfsstöðvar HS Veitna hf eru fjórar þ.e. í Reykjanesbæ, í Hafnarfirði, í Vestmannaeyjum og í Árborg. Hjá HS Veitum hf starfa 84 starfsmenn en auk þess eru ákveðnir starfsþættir keyptir af HS Orku hf. Helstu þættir starfsins eru: - Almenn birgðavarsla svo sem vörumóttaka, varsla birgða, afgreiðsla af lager og talningar. - Umsjón með lagersvæðum. - Viðhald tækja og áhalda sem tilheyra birgða- geymslum HS. - Lagfæring á ýmsum búnaði rafmagnsdeildar og umsjón með húsnæði HS Veitna að Bæjarhrauni 14. - Önnur verkefni. Hæfniskröfur: - Sveinspróf í iðngrein æskileg eða reynsla sem nýtist í starfi. - Reynsla af birgðavörslu. - Tölvufærni. - Samskiptahæfni og frumkvæði. - Sjálfstæði í starfi og hæfni til að vinna undir álagi. HS VEITUR HF www.hsveitur.is

x

Fjarðarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.