Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 13.05.2015, Blaðsíða 2

Fjarðarpósturinn - 13.05.2015, Blaðsíða 2
2 www.fjardarposturinn.is FJARÐARPÓSTURINN | MIÐVIKUDAGUR 13. MAÍ 2015 Foreldrar ungra barna í Hafnarfirði eru óánægðir. Þeir eru óhressir með það hversu seint þeir fá pláss fyrir börn sín á leikskóla. Þeir eru líka óhressir með það hvað bæjaryfirvöld gefa loðin svör. Það er pólitísk ákvörðun hvort taka eigi börn inn á ákveðnum aldri eða ekki. Enginn á að velkjast í vafa um það enda eiga pólitískar stefnur að vera skýrar. Hins vegar er verra ef stjórnmálamenn gefa loðin svör. Loðin svör benda til vandræða, annað hvort að ákvörðun hefur ekki verið tekin eða það að menn sjá að sú ákvörðun sem tekin er fellur ekki í góðan jarðveg. Bæjarfulltrúar eru kosnir af bæjarbúum til að stjórna bænum – til að taka ákvarðanir. Stjórnmála­ maður sem á erfitt með að taka ákvarðanir er í raun enginn stjórnmálamaður. Í síðustu viku héldu foreldrar ungra barna í Hafnarfirði fund þar sem bæjarfulltrúum var boðið að koma og skýra mál sitt. Ef einhver þeirra hefur haldið að svona fundur væri eins og kurteisislegur framboðsfundur þá fór sá villu vegar. Foreldrarnir létu ekki bjóða sér eitthvað froðusnakk og óljós svör. Þeir létu í sér heyra, ekki síst við formann fræðsluráðs sem átti í vök að verjast á fundinum. Foreldrarnir voru einfaldlega ekki sáttir við svör formannsins og létu það óspart í ljós. Það er kannski ekki sú draumastaða að komast í meirihluta sem minnihlutafólk hefur séð fyrir sér – ekki síst þegar samstaða í bæjarstjórn er lítil sem engin. Deilt var um það hvort hagkvæmt væri að nýta ekki þau rými sem til væru á leikskólum bæjarins, þrátt fyrir lokun Bjarma. Þau rými vilja foreldrar að séu nýtt og telja dýrt að nýta þau ekki. Fasti kostnaðurinn sé sá sami og viðbótar breytilegur kostnaður lítill. Hins vegar koma tekjur með hverju barni sem bætist við. Reyndar var skondið að heyra það á þessum fundi að það fyrirkomulag sem var á síðasta kjörtímabili var gagnrýnt af núverandi meirihluta. Fulltrúi hins sama meirihluta sagði samt að unnið væri að koma á því formi sem hefði verið undanfarin ár! Vandræðagangurinn er jafn mikill á hinum endanum þar sem engar framkvæmdir eru hafnar við byggingu nýs hjúkrunarheimilis sem fyrir löngu átti að vera risið. Nú er verið að skoða aðra möguleika! Þarna er aftur komið að ákvarðanatökufælni. Það geta margar leiðir verið ámóta hagkvæmar – það verður hins vegar að velja eina. Það getur bæjarstjórn Hafnarfjarðar greinilega ekki gert og því er löng bið í að aldraðir íbúar Hafnarfjarðar fái að njóta þess að dvelja síðustu ævidagana í glæsilegu hjúkrunarheimili. Guðni Gíslason ritstjóri. leiðarinn Útgefandi: Keilir ehf. kt. 480307-0380 Fjarðarpósturinn, Bæjarhrauni 2, 220 Hafnarfirði Vinnsla: Hönnunarhúsið ehf. Ritstjóri: Guðni Gíslason Ábyrgðarmaður: Steingrímur Guðjónsson. Ritstjórn: 565 4513, 896 4613, ritstjorn@fjardarposturinn.is Auglýsingar: 565 3066, auglysingar@fjardarposturinn.is Prentun: Steinmark ehf. • Dreifing: Íslandspóstur ISSN 1670-4169 Vefútgáfa: ISSN 1670-4193 www.fjardarposturinn.is www.facebook.com/fjardarposturinn Sunnudagurinn 17. maí Kvöldvaka kl. 20 Kynning á fermingarstarfi næsta vetrar. Börn fædd árið 2002 og foreldrar/ forráðamenn velkomin. Skráning í fermingarstarf næsta vetrar fer fram í lok kvöldvökunnar. Fylgist með okkur á www.frikirkja.is 35 ár Stolt að þjóna ykkur Útfararskreytingar kransar, altarisvendir, kistuskreytingar, hjörtu Bæjarhrauni 26 Opið til kl. 21 öll kvöld Símar 555 0202 og 555 3848 www.blomabudin.is Sunnudaginn 17. maí Vorhátíð kl. 11 Hún hefst með fjölskylduguðsþjónustu í kirkjunni. Barnakór Ástjarnarkirkju syngur. Hoppukastalar og pylsur á grillinu á eftir. Öll börn úr barnadeildum kirkjunnar eru sérstaklega velkomin. www.astjarnarkirkja.is Uppstigningardagur 14. maí Sameiginleg guðsþjónusta Hafnarfjarðar- og Víðistaðasókna fyrir eldri borgara verður uppstigningardag 14. maí kl. 14 í Hafnarfjarðarkirkju. Sr. Þórhallur Heimisson predikar Sr. Jón Helgi Þórarinsson, sr. Þórhildur Ólafs og sr. Halldór Reynisson þjóna fyrir altari Kirkjukór Stóru Kopperbergskirkju í Svíþjóð og Gaflarakórinn syngja Kristjana Þ. Ásgeirsdóttir stjórnar Gaflarakórnum Guðmundur Sigurðsson leikur á orgelið Hátíðarkaffi og söngdagskrá í Hásölum að guðsþjónustu lokinni Rútuferð frá Víðistaðakirkju kl. 13:15 frá Hrafnistu kl. 13:25 frá Hjallabraut 33 kl. 13:35 og frá Sólvangi kl. 13:45. Sunnudagurinn 17. maí Guðsþjónusta kl. 11 Prestar kirkjunnar kynna fermingarstarf næsta vetrar fyrir væntanlegum fermingarbörnum og foreldrum. Organisti kirkjunnar leiðir söng ásamt með félögum úr Barbörukórnum. www.hafnarfjardarkirkja.is. Íslandsmót unglingaliða í badminton fór fram í Íþróttahúsinu við Strandgötu fyrir skömmu. Keppt var í fjórum flokkum U11A, U11B, U13 og U15. Sextán lið tóku þátt í mótinu þar af fimm frá Badmintonfélagi Hafnarfjarðar. Best gekk hjá Hafnfirðingum í U11A flokknum en þar sigraði lið BH og var því krýnt Íslandsmeistari að keppni lokinni. Í öðru sæti var lið Samherja í Eyjafjarðarsveit og í þriðja sæti var lið TBR. Í Íslands­ meistaraliði BH voru þau Gabríel Ingi Helgason, Kristrún Ríkey Ólafsdóttir, Úlfheiður Linnet og Kristian Óskar Sveinbjörnsson. Mótið um helgina var fyrsta Íslandsmeistaramót unglingaliða í badminton sem haldið hefur verið og stóðu Badmintonfélag Hafnar­ fjarðar og Badmintonsamband Íslands saman að mótshaldinu. Liðakeppni í badminton er þekkt í eldri flokkum hérlendis og einnig keppa landslið Íslands reglulega í slíkum mótum. Mótið þótti heppn­ ast vel og verður sennilega árlegur viðburður hér eftir. BH-unglingar Íslandsmeistarar Gabríel Ingi, Kristrún Ríkey, Úlfheiður og Kristian Óskar. Örugg – á meðan ævintýrapersónur sprella. Lj ós m .: G uð ni G ís la so n

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.