Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 13.05.2015, Blaðsíða 3

Fjarðarpósturinn - 13.05.2015, Blaðsíða 3
www.fjardarposturinn.is 3FJARÐARPÓSTURINN | MIÐVIKUDAGUR 13. MAÍ 2015 Komdu í bragðgóða skemmtun! Kíktu á matseðilinn á www.burgerinn.is © F ja rð ar pó st ur in n 20 15 -0 4 Flatahrauni 5a Hfj. • 555 7030 Opið alla daga kl. 11-22 Munið krakka matseðilinn ELBAKAÐAR PIZZUR FLOTTIR HAMBORGARAR TERIYAKI KJÚKLINGUR QUESADILLA GRILLAÐAR LAMBAKÓTILETTUR Hádegisverðartilboð alla daga vikunnar Borðað í sal eða sótt í lúgu Fasteignasalan Ás hefur fengið 12 íbúða blokk í einkasölu sem Ástak ehf. hefur byggt. Íbúðirnar sem teiknaðar eru af Gunnari Páli Kristinssyni arkitekt eru hin­ ar glæsilegustu. Eiríkur Svanur Sigfús son fasteignasali hjá Ás segir átta þeirra vera 116 m², fjögurra herbergja en fjórar eru þriggja herbergja og 92,4 m². Mikil lofthæð Greinilega er mikill metnaður lagður í þessar íbúðir, lofthæðin er meiri en venjulega, 265 cm og allar hurðir eru 90 cm breiðar og 210 cm háar. Vandaðar innrétt­ ingar frá Axis eru í íbúðunum og heimilistæki eru frá Gram. Baðherbergin eru sérstaklega vönduð og í stærri íbúðunum er fataherbergi út frá hjónaherbergi. Gluggar eru stórir og ekki eins í hverri íbúð og hverri íbúð fylgja stórar og breiðar svalir. Opið hús á sunnudaginn Ás fasteignasala verður með opið hús á sunnudaginn kl. 14­15. Húsið er að Klukkuvöllum 1, við hliðina á leikskólanum Hamravöllum. Norðan við húsið er ósnortið hraunið og útsýni mjög gott. Ásvallabrautin verður F.v.: Aron Freyr Eiríksson og Eiríkur Svanur Sigfússon frá Ás, Kristján Hilmarsson og Ingólfur Ásgeirsson húsasmíðameistarar hjá Ástaki og Jónas Hólmgeirsson hjá Ás. Glæsilegar íbúðir á Völlum í sölu hjá Ás Arkitektahannaðar íbúðir á flottum stað við Klukkuvelli þarna skammt frá svo aðkoma getur bæði verið um hana eða um Vellina. Íbúðirnar verða tilbúnar til afhendingar síðar í sumar en byggingaraðilinn, Ástak, er langt kominn með íbúðirnar og lóða­ vinna og ýmiss frágangur eftir. Ástak var stofnað árið 2000 og hefur getið sér gott orð á bygg­ ingarmarkaðnum, hefur byggt blokkir, einbýlishús og raðhús. Tréverk er allt vandað í íbúðunum. Útsýnið er ekki amalegt. Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Tökum höndum saman Hreinsunardagar 18.-20. maí Dagana 18. til og með 20. maí munu starfsmenn Þjónustu­ miðstöðvar Hafnarfjarðar fara um bæinn og hirða garðaúrgang sem settur hefur verið út fyrir lóðamörk. Segir Ingi Tómasson bæjarfulltrúi að við íbúar berum ábyrgð á hvernig okkar nær um­ hverfi lítur út, á sama hátt bera forsvarsmenn fyrirtækja ábyrgð á sínu nærumhverfi. Segir hann langflesta íbúa Hafnarfjarðar vera mjög meðvitaða um umhverfið, garðar séu snyrtilegir og fyrsti vorboðinn er þegar fólk fer út í garðinn og tekur til eftir veturinn. „Óskandi væri að hægt væri að segja það sama um fyrirtæki í Hafnarfirði, þó svo að mörg þeirra hafi metnað til að hafa snyrtilegt í kringum sig eru allt of mörg þar sem umgengni er slæm sem leiðir til neikvæðrar umræðu um iðnaðarhverfin, hefur áhrif á ásókn fyrirtækja í bæinn okkar og afleiðingin er lægra fasteignaverð í þessum hverfum, segir Ingi. Tökum höndum saman. „Ég hvet okkur íbúa jafnt sem fyrirtæki að taka höndum saman og taka vorið með trompi í umhverfismálum. Við íbúar getum lagt en meir að mörkum með því að útvíkka það svæði sem flokkast undir hefðbundna vorhreingerningu og einnig með því að þrýsta á fyrirtæki um betri umgengni þar sem henni er ábótavant. Einnig hvet ég forsvarsmenn fyrirtækja til að taka þátt í því með okkur íbúum að gera Hafnarfjörð að þeim bæ þar sem við getum borið höfuðið hátt hvar sem er í bænum og verið stolt af umhverfi okkar,“ segir Ingi Tómasson. Íbúar eru hvattir til að nýta sér þá þjónustu bæjarins að garða­ úrgangur verður hirtur dag ana 18. til 20. maí.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.