Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 13.05.2015, Blaðsíða 11

Fjarðarpósturinn - 13.05.2015, Blaðsíða 11
www.fjardarposturinn.is 11FJARÐARPÓSTURINN | MIÐVIKUDAGUR 13. MAÍ 2015 Ekki innantómt plagg Endurskoðun menningarstefnu Hafnarfjarðarbæjar Komið er að endurskoðun á núgildandi menningarstefnu Hafn arfjarðarbæjar og er óskað eftir þátttöku bæjarbúa í þeirri vinnu. Allir sem áhuga hafa á að koma að verkefninu eru hvattir til að senda inn ábendingar og hugmyndir. Núgildandi menn ingarstefna Hafnarfjarðar hefur að leiðarljósi að efla bæinn með metn aðar fullu lista­, menningar­ og mann lífi og skal hún taka mið af fjölbreytileika og menningarlegu uppeldi barna og unglinga. Þá er lögð áhersla á að allt menningar starf sé skipulagt með samstarf og þátttöku í huga og að jafnrétti íbúa sé í fyrirrúmi með aðgengi að þekkingu, upplýsingum, sögu og nýsköpun í listum og menn ingu. Í stuttu máli má segja að stefnu­ mótun í menningarmálum sveit­ ar félaga snúist um forgangsröðun og það hvernig listir og menn­ ingar starf er fjármagnað. Nor­ ræna módelið sem Peter Duelund setti fram 2003 skoðar þetta út frá stærra sjónarhorni og segir: „Hægt er að segja að menningar­ stefna snúist um það hvernig ólíkir hagsmunaðilar í sam félag­ inu, annars vegar almenningur og hinsvegar fólk í menningar geir­ anum, takast á um og endurspegla listir og menningu“. Mikið hefur verið rætt um menningarlífið sem eina af auðlindum hvers samfélags og engum dylst kraftur hinna skap­ andi greina á Íslandi. Öflugt menn ingarstarf þýðir aukin lífs­ gæði til bæjarbúa, menning er atvinnuskapandi og hefur í för með sér betra mannlíf og aukinn ferðamannastraum. Þá hefur markviss menningarstefna, með skýrum verkefnum og áherslum, einnig áhrif á alla ásýnd bæjarins. Hafnarfjörður er mikill menn­ ingarbær sem býr yfir langri sögu, menningarminjum og öflugum menningarstofnunum. Mikil gróska er í hönnun og listum í bænum og er listamanna­ þyrpingin við Fornubúðir og nýjasta viðbótin undir merkjum Ís húss Hafnarfjarðar svo sannar­ lega til marks um það. Hér er vinsælt og öflugt bókasafn með áherslu á fjölmenningu, eitt helsta listasafn landsins Hafnarborg og Byggðasafn sem er ríkt af hús­ eignum og munum sem varðveita sérkenni og sögu Hafnarfjarðar. Þá eru viðburðir á borð við Bjarta daga, Heimahátíðina, Víkinga­ hátíðina, Sjómannadaginn, 17. júní og Jólaþorpið ávallt kær­ komnir til að lífga upp á mannlífið og sem vettvangur fyrir listamenn og skapandi fólk. Í sameiningu getum við markað okkur stefnu til næstu ára í menningarlífi Hafnarfjarðar. Það Knattspyrna: 15. maí kl. 19.15, Ásvellir Haukar - Grindavík 1. deild karla 17. maí kl. 19.15, Hlíðarendi Valur ­ FH úrvalsdeild karla 18. maí kl. 19, Víkingsvöllur HK/Víkingur ­ FH bikarkeppni kvenna 19. maí kl. 19, Ólafsvík Víkingur Ó. ­ Haukar bikarkeppni karla 20. maí kl. 19.15, Kaplakriki FH - ÍA úrvalsdeild karla Handbolti úrslit: Karlar: Afturelding ­ Haukar: 24­27 Haukar ­ Afturelding: 21­16 Afturelding ­ Haukar: 22­23 Knattspyrna úrslit: Karlar: FH ­ Keflavík: 2­0 Víkingur Ó. ­ Haukar: 1­0 Konur: Haukar ­ Víkingur Ó.: 1­0 Haukar Íslands- meistarar Haukar eru Íslandsmeistarar í 10. sinn, sigruðu Aftureld­ ingu í þremur leikjum í röð, 23­22, 21­16 og 27­24. Íþróttirer ekki hægt að vega og meta allt menningarstarf enda svo samofið mannlífinu og menningu okkar. En ef við skoðum hvernig fjár­ munum er varið og hvernig við stöndum í samanburði við önnur sveitarfélög og setjum okkur skýr markmið verður menningar stefn­ an aldrei innantómt plagg. Ef þú lesandi góður vilt koma að þessari vinnu þá vinsamlega sendu okkur ábendingar og tillögur á netfang menningar­ og ferða málafulltrúa Marínar Hrafns dóttur, marin@ hafnarfjordur.is Höfundar eru í menningar- og ferðamálanefnd og Marín er menningar- og ferðamálafulltrúi. Helga Björg Arnardóttir Jón Grétar Þórsson Marín Hrafnsdóttir Unnur Lára Bryde Glæsilegar fullbúnar íbúðir Fjarðargötu 17 • sími 520 2600 • www.as.is Eiríkur Svanur Sigfússon, löggiltur fasteignasali Kári Halldórsson, löggiltur fasteignasali Fjórar 3ja herbergja, 92,4 m² Átta 4ra herbergja, 116 m² Lyfta – Sér inngangur af svölum Verð: 28,5 - 36,5 milljónir kr. Afhending sumar 2015 Klukkuvellir 1 Opið hús sunnudaginn 17. maí kl. 14-15 Fj ar ða rp ós tu rin n 20 15 © H ön nu na rh ús ið e hf .

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.