Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1976, Page 56

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1976, Page 56
Tímarit Mdls og menningar — Móðir yðar var einstök, var ekki svo? ✓ — Eg er nú hræddur um það! Það var kvöld eitt fyrir fimm árum, að síminn hringdi. „Hver var það?“ spurði ég. „Fáráðlingur,“ svarar hún. Mað- ur hafði sagt við hana: „Ég skal drepa yður og son yðar líka.“ „Hvers vegna, maður minn?“ segir móðir mín. „Af því þið eruð Perónistar," segir röddin. Mamma: „Þar leggst nú lítið fyrir kappann að drepa son minn, hann er blindur og hvern dag úti á stjái. Þér skjótið hann, þegar yður hent- ar. Hvað mér viðkemur þá er ég þegar komin yfir nírætt og ræð yður því að haska yður að ljúka þessu af; sóið ekki tíma yðar í símtöl . . . líklega hrekk ég uppaf áður en til þessa kemur.“ Hún var fangelsuð í mánaðartíma, systir mín líka og bróðursonur. Það var á fyrra Perónsskeiðinu. Samtalið stendur í næstum tvær stundir og berst að hverju efninu á fætur öðru. Stundum er örðugt að fylgjast með honum; svo virðist, sem málhelti bagi hann (afasía?), menjar blóðeitrunarinnar forðum, kannski. Augljóst er að hugur hans er hraðskreiðari en tungan. „Þér eruð aldeilis lánsamur að búa hér.“ — Hvers vegna? spyr ég. — „Island er fremst heims- ins landa.“ Ég lagði ekki í að biðja hann um skýringu ... Ég geri samanburð á málsgrein eftir hann (El Sur-): „Fjöldi áranna hafði máð hann og fágað eins og vatnið meitlar steininn og kynslóðirnar spakmælið“ og annarri sem er með líkum dráttum: „I veggnum var hola líkt og í sölulúgum neðanjarðarbrautanna og hleðslum helgireitanna, sem eru svo máðar af peningum og kossum.“ — En þetta er fyrirtak; mér er heiður sýndur. — Engan veginn. Heiðurinn er mín megin ... Við töluðum um merkingu orðsins barokk, mismun verknaðarins að lesa eða skrifa. Hann hælir „Charles XII“ eftir Voltaire. Telur upp ýmsar alfræðibækur. Þar sem ég hélt, að hann væri farinn að þreytast, bjó ég mig tvisvar sinn- um til að standa á fætur, en hann hélt aftur af mér: raunar virtist hann njóta þessa spjalls á móðurmálinu. Og nú kemur hann með eftirlætishöfunda sína. — Ég var að hugsa um hversu mikla hamingju þessir rithöfundar hafa veitt mér. Þegar ég var strákur las ég „The New Arabian Nights“, „The 258
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.