Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1976, Side 60

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1976, Side 60
Tímarit Aíáls og menningar trúarleg og kristileg þátttaka í henni? Er unnt að réttlæta manninn og gera hann, eins og hann í raun og veru er í umstangi sínu og reiki, skiljanlegan frá sjónarmiði trúarbragðanna? Er hægt að réttlæta og viðurkenna mannlegt böl, hið illa í sögunni, þjáningar alls fjöldans, frá trúarlegu sjónarmiði? I vissum skilningi er hér um að ræða mismunandi túlkun guðfræðilegra vandamála sem snerta eigindir Almætt- isins andspænis tilvist hins illa. Ekki aðeins „kvaldist" Dostoéfskí af hugs- unum um Guð alla ævi; allt líf sitt barðist hann við Drottin — og þessi innri trúarlega barátta lá til grundvall- ar andstæðukenndri andlegri þróun hans. Dostoéfskí skynjaði öll vandamál menningarinnar, ekki eins og áhorfandi álengdar, heldur bar hann þau innra með sér — drauma hennar og hugsjón- ir, örvun og gleði, réttlæti og rangindi. Hann hélt því ekki fram að kristni og menning væri í eðli sínu óskyldar. Þvert á móti var hann sannfærður um að þær mætti fyllilega sameina og sam- ríma. I verkum hans er hvergi að finna þann fjandskap við menninguna sem gætir í verkum Tolstojs. En Dostoéfskí vísaði veraldarhyggjunni á bug — að- skilnaði kirkju og menningar, róttækri einstaklingshyggju, sem hann kallaði „einangrun mannsins", og „guðlausri" menningu samtíðarinnar — af jafnvel enn meiri þunga. Veraldarhyggjan (secularism) var í augum hans dulbúið eða oftar þó opinskátt guðleysi. Meðan Dostoéfskí aðhylltist sósíal- isma féllst hann „af ástríðuhita", að því er hann segir í Dagbókum rithöf- undar, á kenningar þeirrar stefnu, en einnig þá skildi hann ekki á milli „ákafrar" trúar sinnar á sigur réttlætis á jörðu og trúar sinnar á Krist. Hann varð mjög snemma viðskila við Bél- inskí, sem hann hafði þó áður fylgt „af ákafa" og viðurkenndi það síðar, vegna þess að Bélinski hafði „lastað" Krist. Það eru engar ýkjur að segja að sósíalismi Dostoéfskís hafi verið tengd- ur trúarleit hans. Sannleikurinn er sá að á síðari árum hugsaði hann alger- lega í mótsetningum: jákvæðum við- horfum samsvöruðu skarpar og afdrátt- arlausar afneitanir. En þrótturinn og upphafningin í hugsun hans voru slík að hjá þessu varð ekki komizt. Þeir rússneskir höfundar eru afar fáir sem hafa orðið svo mjög sem hann fyrir andstæðusveiflum hugmynda og hug- sjóna. En mótsetningarnar í huga Dostoéfskís áttu rætur sínar í trúar- kennd hans, og þær verða ekki rétti- lega metnar nema í ljósi hennar. Hvað sem öðru líður leiddi holl- usta Dostoéfskís á yngri árum við sósíalismann trúarvitund hans beint að grundvallarvandamálum menningarinn- ar. I þessu felst lykillinn að því sem ég hef nefnt „kristna eðlishyggju" hans — trú hans á gæzku mannsins og mann- eðlisins. A síðustu árum sínum skrifaði Dostoéfskí í Ðagbœkur rithöfundar, árið 1877: „Æðsta fegurð mannsins . . . og æðsti hreinleiki hans verða til einskis, eru mannkyninu gagnslaus ... aðeins vegna þess að það hefur vantað snilld til að stjórna auðlegð þessara Guðsgjafa." Þessi orð lýsa greinilega öðru skauti mótsetninganna í söguskoð- un Dostoéfskís — trú á „eðlið" og dul- inn „heilagleika" þess, um leið og það er viðurkennt að „hæfileika" vanti til að „stýra" þesari hjúpuðu auðlegð til frjórra verka. Að þessu verður aftur vikið síðar þegar gerð verður skipuleg grein fyrir heimspekilegri afstöðu 262
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.