Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1976, Side 81

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1976, Side 81
eftir Davíð Stefánsson: Mamma er að reyna að sofna. Höfundur er kornung- ur, heilsuveill sagður. En lifi hann, kemur eitthvað stærra eftir hann en þetta, efni í „ekta“ lýrískt skáld. Hann er sonur Stefáns alþingismanns í Fagraskógi, ekki gáfumanns. En móðir Davíðs er systir Olafs heitins Davíðs- sonar — og sr. Valdimar Briem er móðurbróðir hennar". Þegar Sveinn Björnsson var orðinn sendiherra í Danmörku 1920 skrifaði Jón: „Vel valið að minni hyggju, úr því embættið var stofnað. Sveinn hefur fjármáladugnað og kjark föður síns og lipurleik Hallgríms biskups, móður- bróður síns, og kurteisi. Hann var ein- hver sá allra samvinnubesti maður, sem ég var með á þingi, og hélt þó virðingu sinni“. Hér verður staðar numið með þessar tilvitnanir, en víða mætti bera niður, enda er þarna margt úrvalsfólk. Baldur Sveinsson skrifaði Stephani G. í febrúar 1917: „Sjá! Eg er með yður alla daga. Þessi forn-fögru orð hafa hvarflað í hug mér afar oft alla þá stund síðan ég skrifaði þér síðast, en síðan er nú æva- langt. Mér hafa komið þau í hug nærri í hvert sinn, sem ég hef hugsað um þig, — en til þín hef ég hugsað nær daglega, held ég mér sé óhætt að segja, ef ekki á hverjum degi, og margoft er ég með þér tímunum saman. Skal ég nú að presta sið, „hugleiða þau orð, er vér höfum í dag valið oss til að leggja út af“. „Sjá! Eg er með yður alla daga". Það er ekki ég, sem segi þetta við þig, held- ur læt ég þig segja það við mig, og alla þína vini og afkomendur alna og óborna. Því að þetta er ykkar göfuga Umsagnir um bcekur fyrirheit skáldanna, að þið fáið að lifa „alla daga“ og vera með „oss“ hinum þögulu áheyrendum, sem fæddumst með bundna tungu. En minn skerf vil ég eiga af þeirri samveru, og ekki get ég kosið niðjum mínum annað betra í and- legum efnum en að þeir „gangi á veg- um“ þín“. Þetta verður varla betur sagt og því eru þessi orð tekin upp hér í stað þess að reyna að segja hið sama frá eigin brjósti. En mörgum hefur orðið það notadrjúgt að hafa skáldin með sér eins og hér er lýst. Með útgáfu þessara bréfa hefur Þjóðvinafélagið lokið skilum sínum við Stephan G. svo að íslendingar mega vel við una. Þessi bréf munu auðvelda mönnum kynnin við Stephan G., gera þau nánari og betri og mun flestum þykja því vænna um hann sem þeir kynnast honum betur. Meðan þau kynni haldast mun það eiga við sem Jakobína Johnson kvað að Stephani látnum: Þú munt til vor tala, táþmikill og vitur, þegar önn og angur um vorn huga situr. Þessar bréfabækur auka líkurnar á, að fleiri leiti þeirrar hugbótar og hafi hennar fyllri not og nautn Halldór Kristjánsson. YRKJUR Margt í kveðskap Þorsteins Valdimars- sonar er þvílíkur mál- og myndvefnað- ur, að merking kvæðanna liggur ekki í augum uppi við fyrsta lestur. Þetta fer í taugarnar á sumum lesendum hans, sem finnst lítið um merg, þegar 283
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.