Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1976, Side 97

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1976, Side 97
upp, bæði á frummálinu og nokkrum öðrum málum. Marx nefndi verk sitt: Das Kapital. Kritik der politischen Okonomie. Samsvarandi heiti hefur það fengið á öðrum málum eða: Auðmagn- ið. Gagnrýni þjóðhagfrceðinnar. A þessu er ein undantekning og það er enska þýðingin sem gerð var undir handar- jaðri Engels og út kom 4 árum eftir lát Marx, þar er undirtitillinn: „Gagnrýn- in greining á kapítalískri framleiðslu". Þessu var strax breytt í Kerr-útgáfunni 1906 en Moskva heldur sig við Engels og það gerir Huberman líka. Auðvitað átti þessi sérstaka gerð ekkert erindi inní íslenskan texta, þaraðauki hlaðin tveim þýðingarvillum. OP getur gert miklu betur en þetta. Það sýnir hann í þeim hlutum bókar- innar þarsem frásagnargleði höfundar- ins er mest. Þar er þýðingin víða með miklum ágætum, fjörleg og safamikil einsog textinn hjá höfundi sjálfum. OP sýnir einnig að hann getur verið laginn við texta sem í raun og veru eru hið mesta torf. Honum hefur ugglaust runnið til rifja hve þýðingin var ófull- komin á ýmsum Marxtextum sem birt- ust í Úrvalsritunum hér um árið og Huberman vitnar í. Tekur hann sér fyrir hendur að bæta þar um betur sem ekki var vanþörf á og tekst það víða, þótt sumar af breytingum hans orki tvímælis. Umkvörtunarefnin við OP eiga því ekki rætur í getuleysi hans heldur agaleysi. Eftilvill hefur hann vantað handleiðslu og aðhald af hálfu útgefenda. Mér sýnist að OP hafi vissu- lega ýmislegt það til brunns að bera sem gæti gert hann að afbragðs þýðanda. Hann er gersamlega laus við þann hvimleiða nafnorðastíl sem yfirleitt einkennir unga menntamenn; hann Umsagnir um haekur knúsar ekki setningar hverja ofaní aðra; enskur stíll og orðafar sést að jafnaði ekki í gegnum þýðinguna. Nú vil ég taka vinnubrögðin við þýðinguna til nokkru nánari athugunar (ekki greiningar!) og læt þá marxíska hugmyndafræði að mestu liggja milli hluta. Fyrst eru álitamál í orðavali. Þarf samfélag endilega að „saman- standa af“ stéttum (11)? Er hægt að segja að „venjur hafi kraft“ (17)? Er ekki hæpið að tala um kirkjuna sem stétt (22)? Er ekki óþarfi að „herra“ kaupmanninn Aldersley (40)? Vald- misbeiting er kannske heldur óþjál (83). Af hverju er hið dauða orð burgeis endurvakið (103)? Var nauð- synlegt að nota orðið negri (159)? Fornfálegt þykir mér orðið kotún í ís- lensku (179). „Að steyta görn“ þótti strákslegt fyrir nokkrum áratugum, en á það við á prenti á okkar tímum (179)? Til hvers er tvöföldunin í „fá- tækum asnakjána" (180)? Ymsir segðu að tvöföld ástæða væri tilað varast „leiðandi Iærisvein" (202). Er rentan ekki búin að missa þegnrétt í málinu, einnig þótt talað sé um jarðarrentu (227)? Hér að framan sagði að enskan skini ekki í gegnum þýðinguna. A því eru þó undantekningar. Þýðandi hefur stund- um freistast tilað ávarpa lesendur með þú-þú þegar höfundur hefur sagt „you“ og á þá við þann ónafngreinda aðila sem heitir man á dönsku. Þetta breiðir sig yfir heilar og hálfar síður á einum fimm stöðum í bókinni og er til lýta. Ennþá hvimleiðara þykir mér þó að rek- ast á orðið bissness, stafsett svo. Bókin er öll útbíuð af þessu, einnig af sam- setningum eins og bissnesmaður og biss- nespólitík. Þetta er oftastnær „þýðing“ 299
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.