Fréttablaðið - 08.04.2015, Page 15

Fréttablaðið - 08.04.2015, Page 15
MIÐVIKUDAGUR 8. apríl 2015 | SKOÐUN | 15 Hljóðfæraleikarar pakka hljóðfær- unum sínum ofan í kassana og svið- ið í Eldborg er autt. Sætin í salnum eru tóm. Tónleikunum hefur verið aflýst og tryggir áskrifendur og tón- leikagestir sitja heima. Stemningin í Hörpu, tónlistarhúsinu „that makes Iceland bigger“ eins og einn for- svarsmanna Disney sagði á dögun- um, er döpur. Ef ekki nást samningar við starfs- mannafélag Sinfóníuhljómsveit- ar Íslands fyrir 9. apríl stefnir í að þessi mynd sem hér er dregin upp verði að veruleika. Hljóðfæraleikar- ar hafa boðað verkfall á tónleikadegi milli kl. 19.00 og 23.00. Ef til þess kemur verður það, eftir því sem ég kemst næst, í fyrsta sinn í 65 ára sögu hljómsveitarinnar sem þeir fara í verkfall. Hingað til hefur verið litið svo á að verkfallsvopn hljóðfæraleikara sé bitlaust. Þetta er ekki sama beitta vopnið og læknar eiga og verkfall hljóðfæraleikara bitnar ekki á börnum og ungu fólki eins og þegar kenn- arar fara í verkfall. En þó deila megi um bitið geta áhrifin verið sterk. Sinfóníuhljóm- sveit Íslands var stofnuð 1950, sex árum eftir stofnun hins íslenska lýðveldis. Sama ár var Þjóðleikhúsið vígt. Ráðamenn þess tíma vildu að listir og menning mótuðu sjálfsmynd þjóð- arinnar. Á þessum 65 árum hefur Sinfóníu- hljómsveit Íslands orðið ein af grunnstoðum íslensks menningarlífs og vakið alþjóðlega athygli, nú síðast í ágúst með rómuðum tón- leikum hennar á hinni frægu tónlistarhátíð BBC Proms. Á síðasta ári sóttu 76.500 manns tónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands eða um fjórð- ungur landsmanna. Samkvæmt nýlegri Gal- lup könnun hafa 45% fólks á aldrinum 18-34 ára komið á tónleika Sinfóníuhljómsveitar- innar síðustu 2-3 ár og 96,3% tónleikagesta fara ánægð. Á síðasta starfsári lék hljóm- sveitin fyrir nær 21.500 gesti á skólatónleik- um og öðrum opnum tónleikum sem voru þáttur í fræðslustarfi hennar. Þessar tölur sýna að starfsemin snertir stóran hluta þjóð- arinnar. Landsliðið Nýlega var skólatónleikum Sinfóní- unnar sjónvarpað beint í kvikmynda- húsið Skjaldborg á Patreksfirði þar sem skólabörn á svæðinu fengu tæki- færi til að sjá og heyra hljómsveitina leika fyrir fullum Eldborgarsal af reykvískum grunnskólabörnum. Um var að ræða tilraun- arverkefni með Símanum en slíkar útsending- ar gætu orðið að föstum lið í starfsemi hljóm- sveitarinnar á næsta starfsári. Á leiðinni á tónleikana heyrðist einn ungra tónleikagesta spyrja vin sinn: „Hvað er eiginlega sinfón- íuhljómsveit?“ og vinurinn svaraði: „Það er svona landsliðið í hljóðfæraleik.“ Það er margt líkt með hljóðfæraleikurum og afreksfólki í íþróttum. Þeir þurfa að keppa um stöður í hljómsveitinni. Þeir þurfa stöðugt að viðhalda færni sinni með þjálfun marga klukkutíma á dag. Allir atvinnutónlistarmenn hafa æft á hljóðfæri frá barnæsku. Vinna þeirra krefst ofurnákvæmni og mikillar ein- beitingar hvort sem er við æfingar eða á tón- leikum. Álagið á tónleikum er slíkt að blóð- þrýstingur hljóðfæraleikara mælist hærri en hjá flugumferðarstjórum, flugmönnum og læknum. Hljóðfæraleikarar hafa löngum þurft að berjast fyrir því að störf þeirra væru metin til launa. Ástríða þeirra og hæfileikar hafa verið nokkurs konar kaupauki fyrir samfélagið sem ekki hefur þurft að greiða list þeirra fullu verði. Eins og aðrir launamenn fara þeir fram á að menntun, álag og reynsla sé metin til launahækkana. Vonandi finnst farsæl lausn á kjaradeilunni fyrr en síðar. Því hvað gerist þegar tónlistin þagnar og hvernig hljómar þögnin í Eldborg? Hljómar þögnin í Eldborg? Verkalýðshreyfingin býr sig nú undir hörð átök í kjaramálum. Fyrstu verkföllin hafa verið boðuð. Kjarasamningar eru lausir og flest verkalýðsfélög hafa sett fram kröfur sínar um kjarabæt- ur. Starfsgreinasambandið fer fram á, að laun hækki á þremur árum í 300 þúsund krónur á mán- uði. Þetta er sú lágmarksupphæð, sem launþegar og allur almenn- ingur þurfa sér til framfærslu. Lægra en meðaltalsútgjöld Þetta er lægra en neyslukönnun Hagstofunnar segir að séu meðal- talsútgjöld einstaklinga til neyslu í land- inu, en þau nema 321 þúsund krónum á mánuði án skatta. Félag eldri borgara í Reykjavík hefur sett fram þá kröfu að lífeyrir aldraðra hækki í áföngum í sam- ræmi við neyslukönnun Hagstofunnar og verði 321 þúsund krónur á mánuði. ASÍ styðji kröfu lífeyrisþega Nú þegar Starfsgreinasambandið hefur sett fram kröfu um 300 þúsund króna laun á mánuði er eðlilegt, að aldraðir og öryrkjar setji fram hliðstæða kröfu, þ.e. að laun (lífeyrir) lífeyrisþega hækki í sömu upphæð og kaup launþega. Lands- samband eldri borgara hefur áður sett fram slíka kröfu og leitað stuðnings ASÍ við þá kröfugerð. Eldri borgarar vænta þess, að verkalýðshreyfingin taki kröfur lífeyrisþega upp í viðræðum við ríkis- stjórnina í tengslum við væntanlega kjaradeilu. ASÍ þarf að setja fram þá kröfu, að lífeyrir aldraðra og öryrkja hækki í nákvæmlega sömu upphæð og laun verkafólks munu hækka í. Það er eðlileg og réttmæt krafa og það er eðli- legt að verkalýðshreyfingin styðji aldr- aða og öryrkja í þessu efni. Hækki í takt við laun Í lögum segir, að við ákvörðun lífeyr- is aldraðra og öryrkja skuli taka mið af launaþróun en að lífeyrir skuli aldrei hækka minna en vísitala neysluverðs. Þetta lagaákvæði hefur verið þver- brotið. Lífeyrir aldraðra hefur hvergi nærri hækkað eins mikið og lægstu laun. Aldraðir og öryrkjar hafa orðið eftir í launaþróuninni. Lífeyrir iðulega verið frystur Lífeyrir aldraðra og öryrkja hefur iðulega verið frystur á sama tíma og lægstu laun hafa hækkað. Þetta er kallað kjaragliðn- un og aldraðir krefjast þess, að hún verði strax leiðrétt vegna krepputímans og líf- eyrir hækkaður um 20% áður en yfirstand- andi kjaradeila leysist. Síðan þarf að gæta þess við lausn kjaradeilunnar og fram- vegis, að lífeyrir hækki ávallt jafnmikið og lægstu laun. Krefjast leiðréttingar strax Kaupmáttur launa verkafólks jókst um 5,8% árið 2014. Lífeyrir aldraðra og öryrkja hækkaði hins vegar aðeins um 3% um síðustu áramót. Hér hefur því enn átt sér stað kjaragliðnun. Eldri borgarar krefjast þess, að þetta verði strax leið- rétt og lífeyrir aldraðra hækkaður strax vegna þessarar kjaragliðnunar. Nóg er ranglætið fyrir. Lífeyrir aldraðra hækki í 300 þúsund kr. á mánuðiKJARAMÁL Arna Kristín Einarsdóttir framkvæmdastjóri Sinfóníuhljóm- sveitar Íslands ➜ Hljóðfæraleikarar hafa boðað verkfall á tónleikadegi milli 19.00 og 23.00. Ef til þess kemur verður það, eftir því sem ég kemst næst, í fyrsta sinn í 65 ára sögu hljómsveitarinnar sem þeir fara í verkfall. ➜ Lífeyrir aldraðra og öryrkja hefur iðulega verið frystur á sama tíma og lægstu laun hafa hækkað. Þetta er kallað kjaragliðnun og aldraðir krefjast þess, að hún verði strax leiðrétt vegna kreppu- tímans og lífeyrir hækkaður um 20% áður en yfi rstandandi kjaradeila leysist. Síðan þarf að gæta þess við lausn kjara- deilunnar og framvegis, að lífeyrir hækki ávallt jafnmikið og lægstu laun. KJÖR ALDRAÐRA Björgvin Guðmundsson formaður kjara- nefndar Félags eldri borgara í Reykjavík CRÉATIVE TECHNOLOGIE Citroën Nemo er með lægsta verðmiðann á markaðnum. Gerðu samanburð og veldu hagkvæman og lipran sendibíl sem uppfyllir allar þínar kröfur. Nemo er með sparneytinni dísilvél og er vel búinn staðalbúnaði. Hliðarhurðir beggja vegna auðvelda hleðslu og hægt er að flytja lengri hluti með því að fella niður skilrúmið. Kauptu hagkvæman Citroën Nemo, við aðstoðum þig með fjármögnun. CITROËN NEMO ER HAGKVÆMASTI KOSTURINN citroen.is Nýir og notaðir bílar: Söludeildir eru opnar alla virka daga kl. 9-17 og laugardaga kl. 12-16. Brimborg Reykjavík: Bíldshöfða 8, sími 515 7040 I Brimborg Akureyri: Tryggvabraut 5, sími 515 7050 Brimborg og Citroën áskilja sér rétt til að breyta verði og búnaði án fyrirvara. Útbúnaður getur verið frábrugðinn mynd í auglýsingu. • LÆGSTA VERÐIÐ • HLIÐARHURÐIR BEGGJA VEGNA • FELLANLEGT SKILRÚM• SPARNEYTINN • CITROËN NEMO VAN 1,3 DÍSIL 6 HURÐA VERÐ FRÁ: 2.056.452 KR. ÁN VSK VERÐ FRÁ: 2.550.000 KR. MEÐ VSK HAGKVÆMASTI KOSTURINN Brimborg er stærst í sölu atvinnubíla á Íslandi. Veldu traust umboð með einstöku þjónustuframboði fyrir bíla- og tækjaflota. Liggurðu á skoðunum þínum? Það er algjör óþarfi . Sendu greinina þína á greinar@visir.is og við komum henni á framfæri hið snarasta. 15 -0 9 -2 0 1 5 1 0 :2 3 F B 0 4 8 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 6 3 8 -4 1 6 C 1 6 3 8 -4 0 3 0 1 6 3 8 -3 E F 4 1 6 3 8 -3 D B 8 2 8 0 X 4 0 0 4 A F B 0 4 8 s _ 7 _ 4 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.