Fréttablaðið - 08.04.2015, Side 17

Fréttablaðið - 08.04.2015, Side 17
www.visir.is Sími: 512 5000 | Miðvikudagur 8. apríl 2015 | 14. tölublað | 11. árgangur V I Ð ELSKUM A Ð P R E N TA ! Vel menntuð stétt Um helmingur starfsmanna ferðaskrifstofa og ann- arra þeirra sem sjá um skipulagningu ferða er há- skólamenntaður. Einungis ein starfsgrein, það er fjármála- og vátryggingastarfsemi, hefur á að skipa hlutfallslega fleiri háskólamenntuðum starfsmönnum. Þetta sýna tölur Hagstofu Íslands sem Böðvar Þórisson kynnti á aðal- fundi Samtaka ferðaþjónustunnar á dögunum. Grímur Sæmundsen, for- maður stjórnar Samtaka ferðaþjónustunnar, segir að hátt hlutfall háskólamenntaðra starfsmanna í þessari grein megi sennilega rekja til þess að með vexti greinarinnar hafi fólki með markaðsmenntun fjölgað mjög. ➜ SÍÐA 4 Til starfa á þjóðarsjúkrahúsinu „Þetta er þjóðarsjúkrahúsið okkar og skiptir okkur því öll máli,“ segir Guðný Helga Herbertsdóttir, ný- ráðinn deildarstjóri samskiptadeild- ar Landspítalans. „Maður hefur auð- vitað fylgst vel með því sem er að gerast þar. Ég sá það þó betur í þessu umsóknarferli hvað það eru ótrú- lega flottir hlutir unnir þarna,“ segir Guðný Helga. Hún bendir á að Land- spítalinn gegni að auki mikilvægu hlutverki sem mennta- og vísindastofnun og þar sé gerður mikill fjöldi rannsókna sem eru birtar í erlendum vísinda- ritum en Íslendingar heyri ekki mikið um. „Það er einn þáttur sem ég vil breyta,“ segir hún. ➜ SÍÐA 8 Kauphallardagar í fi mmta sinn Arion banki stendur fyrir Kauphallardögum í fimmta sinn. Nú munu 15 fyrir tæki taka þátt, en skipulagning hefur verið í höndum Greiningardeild- ar bankans. Stefán Broddi Guðjónsson hjá Grein- ingardeild Arion segir að í fyrstu hafi hugmyndin verið að styðja við endurreisn hlutabréfaviðskipta í Kauphöll Íslands og auka umfjöllun um skráðu fé- lögin. Þegar Kauphallardagarnir voru fyrst haldn- ir mátti telja þau fyrirtæki sem þátt tóku á fingr- um annarrar handar. „Síðan hefur Kauphallardög- um vaxið fiskur um hrygg og félögum fjölgað og umfjöllun um markaðinn orðin meiri,“ segir Stefán Broddi. ➜ SÍÐA 2 NEYTENDUR ORÐNIR KRÖFU- HARÐARI ➜ Voru með 30 milljónir í árstekjur af aukavinnu ➜ Öðruvísi hugsun á markaði eftir að sam- félagsmiðlarnir urðu til ➜ Horfi r björtum augum á framtíð auglýsingamark- aðarins. SÍÐUR 6 OG 7 15 -0 9 -2 0 1 5 1 0 :2 3 F B 0 4 8 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 6 3 8 -D 5 8 C 1 6 3 8 -D 4 5 0 1 6 3 8 -D 3 1 4 1 6 3 8 -D 1 D 8 2 8 0 X 4 0 0 6 A F B 0 4 8 s _ 7 _ 4 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.