Morgunblaðið - 22.12.2014, Page 1

Morgunblaðið - 22.12.2014, Page 1
MÁNUDAGUR 22. DESEMBER 2014 ÍÞRÓTTIR Handknattleikur Ágústs Þórs Jóhannssonar, landsliðsþjálfara, og leikmanna hans í kvennalandsliðinu í handknattleik bíður erfitt verkefni í umspilsleikjum HM í júní á næsta ári. Tvær viðureignir við Svartfellinga. 4 Íþróttir mbl.is EM 2014 Ívar Benediktsson iben@mbl.is „Sigurinn að þessu sinni er miklu meira afrek en sigur okkar á EM fyrir fjórum árum. Þá vorum við með mikið reyndari leikmenn sem reiknað var með að myndu berjast um verðlaun. Nú vorum við með óreyndara lið og áttum ekki fyr- irfram von á að vera í verðlauna- baráttu,“ sagði Þórir Hergeirsson, landsliðsþjálfari Noregs í hand- knattleik kvenna, þegar Morg- unblaðið náði tali af honum eftir verðlaunaafhendingu í lok Evr- ópumeistaramótsins í handknatt- leik kvenna í Búdapest. Norska landsliðið vann spænska landsliðið í úrslitaleik EM, 28:25. „Satt að segja þá átti ég ekki von á að við myndum vinna. Ég vissi að við gætum staðið í öllum liðum á góðum degi en að okkur lánaðist að vinna andstæðinga okk- ar í öllum leikjunum sem skiptu máli fór fram úr mínum björtustu vonum,“ sagði Þórir ennfremur en norska landsliðið vann sjö leiki af átta á mótinu. Eina tapið var gegn Ungverjalandi í leik sem skipti norska landsliðið engu máli þar sem það hafði þá þegar tryggt sér sæti í undanúrslitum mótsins. Þórir hefur stýrt norska lands- liðinu á sex stórmótum og unnið til verðlauna á fimm þeirra, þar af hlotið gull á þremur. Lítt reyndar í stóru hlutverki „Þetta mót var eitt ævintýri frá fyrsta degi til þess síðasta með marga leikmenn sem eru að feta sín fyrstu skref í stórum hlut- verkum eins og Silje Solberg, markvörður, Stine Oftedal, Vero- nica Kristiansen og Nora Mörk. Þetta eru framtíðarleikmenn. Við erum klárlega á undan áætl- un með þetta lið,“ segir Þórir sem hefur stýrt norska landsliðinu í fimm ár en hafði þar áður verið að- stoðarlandsliðsþjálfari í sjö ár. „Leikur liðsins var jafngóður út keppnina í gegn sem var einnig meira en ég bjóst við með svona nýjan hóp. Liðið þróaðist og þrosk- aðist einnig mjög vel út allt mótið. Trúin innan liðsins á sigur í næsta leik jókst eftir því sem á mótið leið og leikjunum fjölgaði. Já, það var margt sem kom mér skemmtilega á óvart,“ sagði Þórir sem tók sigr- inum af yfirvegun eins og venju- lega. „Það ríkir mikil baráttu- og sig- urhefð innan norska landsliðsins. Það er og hefur verið þekkt fyrir að gefast aldrei upp fyrr en flautað hefur verið til leiksloka. Sú stað- reynd kristallast í þessu liði sem hefur tekið miklum breytingum á síðustu árum. Síðan er gríðarlegur efniviður í mörgum leikmanna liðsins sem báru ábyrgð á leik liðsins í fyrsta sinn á stórmóti,“ segir Þórir sem hefur stokkað upp í landsliðs- hópnum eftir silfurverðlaunin á EM 2012. „Þær nýju hafa unnið af þol- inmæði síðustu ár, lært af eldri leikmönnum og voru tilbúnar að axla ábyrgð þegar þeirra tími var kominn.“ Fórum vel yfir málin Það blés ekki byrlega fyrir norska landsliðinu í fyrri hálfleik í úrslitaleiknum í gær en um skeið var það fimm mörkum undir. Þórir segir að hópurinn hafi farið vel yfir málin í hálfleik og tekist að berja í brestina í seinni hálfleik. „Fyrst og fremst tókst okkur að laga varn- arleikinn og fá markvörsluna í gang strax í síðari hálfleik. Eins voru leikmenn agaðri í sókn- arleiknum og tóku betri ákvarð- anir í skotunum. Við erum afar stolt af því sem við höfum unnið,“ sagði Þórir Hergeirsson, landsliðs- þjálfari Evrópumeistara Noregs í handknattleik kvenna. AFP Meistarar Þórir Hergeirsson, landsliðsþjálfari, neðst til vinstri, fagnar með leikmönnum sigri á 11. Evrópumeistaramóti kvenna í handknattleik í Búdapest. Eitt stórt ævintýri frá fyrsta degi fram til þess síðasta Þórir Hergeirsson » Fæddur 1964 og ólst upp á Selfossi og lék þar handbolta og stundaði þjálfun. » Var ráðinn aðstoðarþjálfari norska landsliðsins 2001 og aðalþjálfari 2009. » Norska landsliðið hefur unn- ið til verðlauna á fimm af sex mótum sem það hefur tekið þátt í síðan Þórir tók við sem þjálfari. Guðjón Valur Sigurðsson, landsliðs- fyrirliði í handbolta, bætti í gær skrautfjöður í hatt sinn þegar hann varð spænskur deildarbikarmeist- ari með Barcelona. Guðjón skoraði fimm mörk þegar Barcelona vann stórsigur á BM Grannollers í úr- slitaleiknum í gær 37:26. Barca vann Naturhouse La Rioja í undan- úrslitum á laugardag 35:25. Frakkinn Nikola Karabatic var valinn maður úrslitaleiksins en hann skoraði 7 mörk eins og Siar- hei Rutenka. Fyrirliðinn Victor Tomas var með 6 mörk. Keppnin er kölluð Copa Asobal og þar fá fjögur efstu liðin í deild- inni þátttökurétt þegar deildin er hálfnuð og útkljá bikarkeppnina á tveimur dögum. Keppnin hefur ver- ið haldin frá árinu 1991 og er þetta fjórða árið í röð sem Barcelona fagnar sigri. kris@mbl.is Bikar í höfn hjá Guðjóni Val á Spáni Klapp Guðjón Valur Sigurðsson hafði ástæðu til að fagna á Spáni. Morgunblaðið/Eva Björk 22. desember 1999 Eiður Smári Guðjohnsen er í sviðsljósinu hjá Bolton á Eng- landi eftir að hafa leikið stórt hlut- verk í sigrum liðs- ins gegn Cardiff og úrvalsdeildarliði Wimbledon. „Ég get alveg séð hann hjá einhverju af stóru liðunum í Evrópu í framtíð- inni,“ segir Guðni Bergsson, fyr- irliði Bolton, við Morgunblaðið. 22. desember 2002 Dagný Linda Kristjánsdóttir keppir fyrst íslenskra kvenna á heimsbikarmóti í bruni. Hún hafnar í 44. sæti af 65 kepp- endum á mótinu sem fram fer í Sviss. Á ÞESSUM DEGI

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.