Morgunblaðið - 22.12.2014, Blaðsíða 7
ÍÞRÓTTIR 7
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. DESEMBER 2014
Belgía
Mouscron – Zulte-Waregem .................. 0:1
Ólafur Ingi Skúlason lék allan leikinn
með Waregem.
Oostende – Cercle Brugge .................... 2:0
Arnar Þór Viðarsson þjálfar Brugge.
Heimsbikar félagsliða
Úrslitaleikur:
Real Madrid – San Lorenzo .................... 2:0
Leikur um 3. sætið:
Cruz Azul – Auckland City ...................... 1:1
Auckalnd sigraði í vítaspyrnukeppni.
KNATTSPYRNA
LeBron James, leikmaður Cleveland Cavaliers, í NBA-
deildinni í körfuknattleik komst um helgina upp fyrir
Charles Barkley á listanum yfir stigahæstu leikmenn í
sögu deildarinnar. James er sem stendur í 23. sæti listans
en hann hefur skorað 23.776 stig í 865 leikjum sem gerir
27,5 stig að meðaltali.
Kobe Bryant hjá LA Lakers fór á dögunum upp fyrir
Michael Jordan á listanum og er nú í 3. sæti. Er hann efst-
ur á listanum yfir þá sem nú leika í deildinni.
Raunar eru sex leikmenn sem enn eru að spila fyrir of-
an James á listanum. Þjóðverjinn Dirk Nowitzki hjá Dall-
as Mavericks er í 9. sæti á listanum en hann gæti orðið
andstæðingur Íslendinga á EM-landsliða á næsta ári. Hann hefur skorað
27.270 stig. Kevin Garnett hjá Brooklyn Nets er í 14. sæti, Paul Pierce hjá
Washington Wizards er í 16. sæti, Tim Duncan hjá San Antonio Spurs er í 18.
sæti og Ray Allen, fyrrverandi samherji James hjá Miami Heat, er í 21. sæti.
Enginn þessara leikmanna kemst þó nálægt því að skora jafnmörg stig að
meðaltali í leik og James. Hann ætti því að geta klifrað upp listann á næstu
árum en James verður þrítugur í lok árs og hefur verið í deildinni frá árinu
2003. kris@mbl.is
Fór upp fyrir Barkley
LeBron
James
Íslenska U20-lið karla í íshokkí tapaði öllum fimm leikjum
sínum í B-riðli 2. deildar HM sem leikinn var á Spáni og
lauk á laugardaginn. Ísland féll því aftur niður í 3. deild
eftir þriggja ára veru í 2. deild.
Ísland byrjaði á því að tapa fyrir heimamönnum, 8:3.
Liðið tapaði 6:2 fyrir Belgíu, 6:3 fyrir Króatíu, 4:2 fyrir
Serbíu og loks 5:1 fyrir Ástralíu í lokaleiknum í gær.
Serbar urðu í 5. og næstneðsta sætinu með 5 stig.
Andri Helgason, Markús Darri Maack, Bjarki Reyr Jó-
hannesson og Elvar Snær Ólafsson voru markahæstir í
liði Íslands á mótinu með tvö mörk hver.
Hinn 14 ára gamli Sölvi Atlason lék á sínu fyrsta heims-
meistaramóti og setti þar með íslenskt met eftir því sem Morgunblaðið
kemst næst. Hann prófaði allar stöður fyrir utan markmannsstöðuna. Tim
Brithén landsliðsþjálfari sagði eftir mótið að Sölvi væri „næsti Emil Alen-
gård“, en Emil hefur um árabil verið besti leikmaður A-landsliðsins. Tim
sagði einnig að hluti leikmannahóps Íslands hefði farið til Spánar sem ferða-
menn, en færu núna heim sem hokkímenn. Tim sagði íslensku strákana hafa
lagt sig alla fram á mótinu og rúmlega það, en því miður hefði það einfaldlega
ekki dugað til. sindris@mbl.is
14 ára í U-20 ára
Andri
Helgason
Lionel Messi skoraði tvívegis
þegar Barcelona burstaði Cór-
doba 5:0 í spænska fótbolt-
anum á laugardaginn og Luis
Suárez skoraði sitt fyrsta mark
fyrir Barcelona í deildinni.
Pedro Rodriguez, Luis Suá-
rez og Gerard Piqué skoruðu
einnig en þrjú síðustu mörkin
komu á síðustu tíu mínútum
leiksins. Þar skoraði Messi
bæði mörk sín á síðustu mín-
útum leiksins og það síðara var sérlega glæsilegt.
Barcelona komst þar með upp fyrir Real Ma-
drid og í toppsæti deildarinnar með 41 stig en
Real, sem er með 39 stig, á tvo leiki til góða.
Alfreð Finnbogason lék í 81 mínútu með Real
Sociedad í jafntefli við Levante, 1:1 á útivelli.
Fimm marka
veisla hjá Barca
Lionel
Messi
Jón Arnór Stefánsson og fé-
lagar hans í Unicaja töpuðu
nokkuð óvænt í spænsku
deildinni í gær, en þá fór liðið
í heimsókn til Zaragoza, á
gamla heimavöllinn hans.
Byrjunin lofaði góðu hjá
Jóni Arnóri og félögum því
þeir voru yfir framan af leik
og 31:44 í hálfleik. Heima-
menn, sem leika jafnan vel á
sínum heimavelli, komu
tvíefldir til leiks eftir hlé og komust yfir 71:70
þegar þrjár mínútur voru eftir og unnu að lokum
82:76.
Jón Arnór kann greinilega vel við sig í Zara-
goza því hann gerði 12 stig í leiknum, tók tvö
fráköst og átti þrjár stoðsendingar. skuli@mbl.is
Jón Arnór tapaði
óvænt í Zaragoza
Jón Arnór
Stefánsson
Raheem Sterling, sóknarmað-
urinn skæði í liði Liverpool, er
gulldrengur ársins 2014 en
hann var kosinn besti ungi
leikmaðurinn í Evrópu.
Það er ítalska blaðið Tutto-
sport sem stendur fyrir valinu
eins og mörg undanfarin ár en
blaðamenn víðs vegar um Evr-
ópu taka þátt í því.
Sterling er aðeins annar
breski leikmaðurinn sem hlýt-
ur þessa viðurkenningu en sá fyrsti var Wayne
Rooney sem varð fyrir valinu fyrir tíu árum. Í
fyrra var Frakkinn Paul Pogba leikmaður Juven-
tus valinn gulldrengur ársins og Spánverjinn Isco
árið þar á undan.
gummih@mbl.is
Sterling bestur
ungra leikmanna
Raheem
Sterling
Real Madrid varð um helgina heims-
meistari félagsliða þegar liðið lagði
San Lorenzo frá Argentínu 2:0 í úr-
slitaleik í Marrakesh í Marokkó.
Sergio Ramos og Gareth Bale gerðu
mörk meistaranna.
Þetta er í sjöunda sinn á átta ár-
um sem evrópskt lið sigrar í þessari
keppni, en frá 2007 er Chelsea eina
liðið frá Evrópu sem hefur ekki tek-
ist að hampa heimsbikar félagsliða.
Carlo Ancelotti, stjóri Real, mætti
með sína sterkustu leikmenn í úr-
slitaleikinn og má þar nefna Cris-
tiano Ronaldo, Gareth Bale, James
Rodriguez og Karim Benzema.
Stjórinn var greinilega ákveðinn að
bæta við bikarasafnið í Madríd.
Eins og búist var við fyrir leikinn
voru Argentínumenn mikið í vörn og
það tók Real 37 mínútur að skora.
Benzema fór þá fyrir skyndisókn
Madrídinga sem lauk með skoti frá
Bale sem varið var í horn. Toni Kro-
os tók hornspyrnuna og Ramos
skallaði í netið.
Bale skoraði síðan annað mark
Real á 51. mínútu eftir flotta sókn
þar sem Kroos og Isco léku saman
upp völlinn og Isco sendi á Bale sem
skoraði undir Torrico markvörð.
Argentínska liðið náði varla að
skapa sér færi í leiknum og átti Iker
Casillas afskaplega náðugan dag í
marki Real, en þetta var 700. leikur
hans fyrir félagið og trúlega einn af
þeim rólegri hjá honum.
Þess má geta að þetta var 22. sig-
ur Real í röð í öllum mótum.
Í leiknum um þriðja sætið hafði
Auckland City frá Nýja-Sjálandi
betur á móti Cruz Azul frá Mexíkó.
Hvort lið gerði eitt mark og grípa
varð til vítaspyrnukeppni til að ná
fram úrslitum. Þar voru Nýsjálend-
ingar sterkari. skuli@mbl.is
AFP
Bestir Leikmenn Real Madrid fagna hér heimsmeistaratitli sínum eftir sigur á San Lorenzo.
Real Madrid besta liðið
Varð heimsmeistari félagsliða með 2:0 sigri á San Lorenzo Ramos og Bale
skoruðu fyrir Spánarmeistarana Vítakeppni í leiknum um þriðja sætið
Excelsior – Ajax ...................................... 0:2
Kolbeinn Sigþórsson lék ekki með Ajax
vegna meiðsla.
AZ Alkmaar – Utrecht............................ 0:3
Aron Jóhanns lék allan leikinn með AZ.
Cambuur – Zwolle.....................................2:1
Dordrecht – Groningen ............................1:1
PSV – Go Ahead Eagles ...........................5:0
Vitesse – Heracles.....................................3:0
NAC Breda - Feyenoord ..........................0:1
Excelsior – Ajax ........................................0:2
Twente – Willem II ...................................3:2
Staðan:
PSV 17 14 1 2 48:14 43
Ajax 17 12 3 2 43:17 39
Feyenoord 17 9 4 4 30:15 31
PEC Zwolle 17 9 2 6 31:21 29
Twente 17 7 7 3 31:21 28
AZ Alkmaar 17 8 4 5 26:25 28
Cambuur 17 7 5 5 27:25 26
Groningen 17 6 6 5 19:24 24
Utrecht 17 7 2 8 30:33 23
Vitesse 17 5 7 5 35:27 22
Heerenveen 17 5 7 5 21:21 22
Willem II 17 6 2 9 25:29 20
Excelsior 17 3 8 6 23:36 17
Den Haag 17 3 7 7 22:29 16
Heracles 17 5 1 11 27:36 16
G.A. Eagles 17 4 4 9 22:36 16
NAC Breda 17 3 4 10 16:37 13
Dordrecht 17 1 4 12 12:42 7
HOLLAND
Schalke – HSV...........................................0:0
Bayer Leverkusen – Frankfurt ...............1:1
Augsburg – Gladbach ...............................2:1
Werder Bremen – Dortmund ..................2:1
Stuttgart – Paderborn ..............................0:0
Wolfsburg – Köln ......................................2:1
Hertha Berlín – Hoffenheim....................0:5
Freiburg – Hannover................................2:2
Staðan:
Bayern M. 17 14 3 0 41:4 45
Wolfsburg 17 10 4 3 33:17 34
Leverkusen 17 7 7 3 28:20 28
Gladbach 17 7 6 4 25:16 27
Schalke 17 8 3 6 28:21 27
Augsburg 17 9 0 8 22:21 27
Hoffenheim 17 7 5 5 29:25 26
Hannover 17 7 3 7 21:26 24
E.Frankfurt 17 6 5 6 34:34 23
Paderborn 17 4 7 6 21:26 19
Köln 17 5 4 8 17:23 19
Mainz 17 3 9 5 19:23 18
Hertha Berlín 17 5 3 9 24:35 18
Hamburger SV 17 4 5 8 9:19 17
Stuttgart 17 4 5 8 20:32 17
W. Bremen 17 4 5 8 26:39 17
Dortmund 17 4 3 10 18:26 15
Freiburg 17 2 9 6 17:25 15
ÞÝSKALAND
Levante – Real Sociedad ........................1:1
Alfreð Finnbogason var í byrjunarliði
Sociedad og lék í 81 mínútu.
Barcelona – Cordoba ................................5:0
Eibar – Valencia ........................................0:1
Rayo Vallecano – Espanyol......................1:3
Villarreal – Deportivo ...............................3:0
Granada – Getafe ......................................1:1
Elche – Málaga..........................................1:2
Athletic Bilbao – Atletico Madrid............1:4
Staðan:
Real Madrid 15 13 0 2 55:13 39
Barcelona 16 12 2 2 41:7 38
A. Madrid 16 11 2 3 31:14 35
Valencia 16 9 4 3 29:13 31
Villarreal 16 9 3 4 27:14 30
Sevilla 15 9 3 3 25:17 30
Málaga 16 9 3 4 20:15 30
Celta Vigo 16 5 5 6 17:18 20
Eibar 16 5 5 6 19:22 20
Espanyol 16 5 5 6 20:24 20
A. Bilbao 16 5 4 7 14:20 19
Getafe 16 4 5 7 12:20 17
Rayo Vall. 16 5 2 9 17:31 17
Real Sociedad 16 3 6 7 17:22 15
Levante 16 3 6 7 12:30 15
Almería 16 3 4 9 13:24 13
La Coruna 16 3 4 9 13:27 13
Granada 16 2 7 7 10:26 13
Córdoba 16 1 8 7 11:27 11
Elche 16 2 4 10 13:32 10
SPÁNN