Morgunblaðið - 22.12.2014, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 22.12.2014, Blaðsíða 8
8 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. DESEMBER 2014 FA S TU S _E _5 5. 12 .1 4 Beittur í jólasteikinni Fastus ehf. • Síðumúli 16 • 108 Reykjavík Opið mán - fös 8.30 - 17.00 • Sími 580 3900 • www.fastus.is Alhliða stálhnífur • Hágæða damascus stál • Hnífsblað 20cm • Smíðað í Japan Kr. 15.808,- Síðumúla 11 - 108 Reykjavík Sími 568-6899 Póstfang: vfs@vfs.is Netsíða: www.vfs.is RMT200S Fjölnota tifvél sem sagar og pússar Festing: Stjarna Tifhraði: 10.000 - 20.000 Tif/mín. Hreyfing: 3,0° Fylgir: Taska og fylgihlutir. RB 5133 0018 18 12.900,- Tilboð ERT1400RV Fræsari Mótor: 1400W. Festing: 6mm., 1/4" og 8mm. Hraðar: 14000-31500 Sn/mín. Færsla: 55mm. RB 5133 0005 54 18.900,- Tilboð RCD1802LL Borar: Tré, járn og stein. Bit: Mínus, stjarna, Torx og toppar Fylgir: 2 x 1.5 Ah Lithium Rafhlöður, Hleðslutæki og Taska. RB 5133 0020 63 18 V. Hleðsluborvél með verkfæratösku 24.900,- Tilboð LLCDI18022 Hleðsluhöggborvél Patróna: 13mm. Átak 50 Nm. Hraðar: 0-400/1550 Sn/mín. Fylgir: 2 x 1.5 Ah 18V. Lithium Rafhlöður, Hleðslutæki og Taska. RB 5133 0019 31 28.900,- Tilboð R4SDL13C ER 4V Hleðsluskrúfjárn Bitahaldari: Segull með lás. Lýsing: LED Hraðar: 0-180 Sn/mín. Rafhl: 1.3 Ah Lithium Hleðslutæki og fylgihl. RB 5133 0019 61 5.990,- Tilboð Ekki datt íslenska landsliðið í handknattleik kvenna í lukku- pottinn í gær þegar dregið var í umspilsleikina fyrir heimsmeist- aramótið sem fram fara í vor. Vissulega voru andstæðingarnir sem komu til greina ekki árenni- legir flestir hverjir en að und- anskildum Evrópumeisturunum þá var landslið Svartfjallalands sennilega það lið sem íslensku landsliðskonurnar vildu helst forðast. Allt þarf að ganga upp hjá ís- lenska landsliðinu ef það á að eiga möguleika á að slá landslið Svartfjallalands úr keppni. Kost- urinn er þó að fyrri leikurinn fer fram á útivelli þannig að ef vel tekst til hjá íslenska liðinu er mögulegt að gera eitthvað úr síðari viðureigninni sem fram fer í Laugardalshöllinni annað hvort 13. eða 14. júní. Mikið vatn á eftir að renna til sjávar áður en að leikjunum kem- ur í júní og fullkomlega óþarft að mála skrattann á veginn, alltént svo löngu fyrirfram. Síðustu daga hef ég skemmt mér við að glugga í nýútkomna bók eftir fyrrverandi samstarfs- mann, Sigmund Ó. Steinarsson, þar sem hann ritar sögu íslenska landsliðsins í knattspyrnu karla og rúmlega það. Sagan er sögð frá því að danska liðið Akademisk Boldklub kom hingað til lands 1919 og mætti m.a. „fyrsta landsliði Ís- lands“, eins og segir í bókinni, og til dagsins í dag. Eftir fjóra sig- urleiki á íslenskum liðum voru Danirnir sendir í reiðtúr áður en þeir mættu „landsliðinu“ sem þeir biðu lægri hlut fyrir. Bókin er mikil að vöxtum, afar fróðleg og aðgengilega uppsett auk þess að vera lipurlega skrifuð eins og Sigmundi er einum lagið. Síðast en ekki síst prýðir bókina mikill fjöldi mynda. BAKVÖRÐUR Ívar Benediktsson iben@mbl.is Tvö Íslandsmet og þrjú aldurs- flokkamet féllu á öðru Jólamóti ÍR í Laugardalshöll á laugardaginn. Hæst bar ald- ursflokkamet Kristers Blæs Jónssonar, ÍR, í stangarstökki í 18-19 ára flokki og 20-22 ára flokki pilta. Krister Blær þríbætti árangur sinn og fór hæst yfir 5,03 metra. Krister er yngsti Íslendingurinn sem stekkur yfir 5 metra og er nú í fimmta sæti í greininni frá upphafi. Framfarir Kristers hafa verið mjög hraðar á þessu ári og til marks um það má geta þess að á sama móti fyrir réttu ári stökk hann yfir 3,80. Krister á ekki langt að sækja hæfileikana en faðir hans er Jón Arnar Magnússon, Íslands- methafi í tugþraut og fleiri grein- um, og einn fremsti íþróttamaður sinn samtíðar hér á landi. Kristinn Þór Kristinsson, HSK, bætti Íslandsmet karla í 600 m hlaupi, hljóp á 80,74 sekúndum og Aníta Hinriksdóttir ÍR bætti kvennametið í sömu grein og hljóp á 87,65 sekúndum. Það er jafnframt met í flokkum 18-19 ára og 20-22 ára. Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir ÍR bætti aldursflokkametið í 200 m hlaupi í flokki 13 ára stúlkna þegar hún hljóp á 26,09 sekúndum. Krister Blær yfir 5 metra Krister Blær Jónsson Ríkjandi meistarar í San Antonio Spurs í NBA-deildinni lentu í óvenjulegum aðstæðum á dögunum. Framlengja þurfti þrívegis til að knýja fram úrslit í tveimur leikjum í röð hjá liðinu. San Antonio tapaði þeim báðum þó báðir færu þeir fram á heimavelli liðsins í Texas. Fyrri leikurinn fór fram aðfara- nótt 18. desember og þá tapaði San Antonio fyrir Memphis Grizzlies 117:116. Aðfaranótt 20. desember fengu meistararnir Portland Trail Blazers í heimsókn og töpuðu 129:119. Síðast hafði það gerst árið 1951 að NBA-lið lenti í þremur framleng- ingum tvo leiki í röð. kris@mbl.is Framlengt þrívegis tvisvar í röð  Álag á NBA-meisturunum AFP Ströggl Meistararnir í San Antonio eru í ströggli í NBA-deildinni. Bjarki Már Elísson heldur áfram að hrella markverðina í þýsku 2. deild- inni í handknattleik. Hann skoraði níu mörk á laugardagskvöld þegar lið hans, Eisenach, vann Saarlouis, 39:30, á heimavelli. Eisenach komst þar með upp í 7. sæti deildarinnar með 23 stig að loknum 19 leikjum og er tíu stigum á eftir Leipzig sem trónir á toppnum. Þetta var fimmti sigurleikur Eisenach í röð í deild- inni. Bjarki Már hefur þar með skorað 75 mörk í síðustu sjö leikjum liðsins en þetta var fyrsti leikurinn af þess- um sjö þar sem hann skorar ekki yf- ir tíu mörk. Aðeins eitt af mörkum sínum skoraði Bjarki Már af víta- punktinum. Hannes Jón Jónsson skoraði eitt mark fyrir Eisenach sem var marki yfir að loknum fyrri hálfleik, 20:19. Fannar Þór Friðgeirsson skoraði fjögur mörk fyrir Grosswallstadt þegar liðið vann Dormagen á heima- velli, 33:29. Grosswallstadt færðist upp í 6. sæti með þessum sigri. Liðið hefur nú 24 stig. Rúnar Sigtryggsson og lærisvein- ar hans í EHV Aue fögnuðu einnig. Þeir unnu stóran sigur á Henstedt, 34:20, á útivelli. Aue situr í 10. sæti. Hörður Fannar Sigþórsson skor- aði tvö mörk fyrir Aue og Bjarki Már Gunnarsson eitt. Sigtryggur Rúnarsson lék með liðinu en náði ekki að skora. Sveinbjörn Pétursson stóð í marki Aue. Árni Þór Sig- tryggsson er fjarri góðu gamni eftir að hafa handarbrotnað. iben@mbl.is Bjarki Már heldur sínu striki í fimmta sigurleiknum í röð  Fannar og félagar komir í sjötta sæti  Stórsigur Aue Morgunblaðið/Ómar Góður Bjarki Már Elísson hefur skorað 75 mörk í 7 síðustu leikjum. – með morgunkaffinu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.