Morgunblaðið - 22.12.2014, Side 4

Morgunblaðið - 22.12.2014, Side 4
4 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. DESEMBER 2014 Spánn Zaragoza – Unicaja Málaga .............. 82:76  Jón Arnór Stefánsson gerði 12 stig, átti þrjár stoðsendingar og tók tvö fráköst. Unnicaja er í fyrsta til öðru sæti deildar- innar ásamt Real Madrid með 20 stig, 10 sigra og tvö töp. Pólland Polkowice – Sleza Wrockae ............... 92:38  Helena Sverrisdóttir gerði 7 stig fyrir Polkowice, tók 6 fráköst og átti fjórar stoð- sendingar. Helena og félagar eru í fimmta sæti deildarinnar í Póllandi með 16 stig, hafa sigrað í átta leikjum og tapað fjórum. Wisla Krakow er í efsta sætið með 11 sigra í jafn mörgum leikjum. Þýskaland Crailsheim – Mitteldeutscher ............73:71  Hörður Axel Vilhjálmsson gerði 15 stig, tók tvö fráköst og átti fjórar stoðsendingar í liði Mitteldeutscher. NBA-deildin Leikið aðfaranótt sunnudags: Knicks - Suns ........................................ 90:99 New Orleans - Portland..................... 88:114 Dallas - San Antonio............................. 99:93 Charlotte - Utah ................................. 104:86 Houston - Atlanta ............................... 97:104 Denver - Indiana .................................. 76:73 LA Clippers - Milwaukee ................ 106:102 Leikið aðfaranótt laugardags: Orlando - Utah.................................... 94:101 Philadelphia - Charlotte .................... 91:109 Boston - Minnesota .............................114:98 Cleveland - Brooklyn ............................95:91 Detroit - Toronto ...............................100:110 Miami - Washington..........................103:105 Memphis - Chicago..............................97:103 San Antonio - Portland .....................119:129 Denver - LA Clippers .......................109:106 LA Lakers - Oklahoma .....................103:104 KÖRFUBOLTI HM 2015 Ívar Benediktsson iben@mbl.is „Nei, í alvörunni?,“ voru fyrstu við- brögð Karenar Knútsdóttur, fyrir- liða íslenska landsliðsins í hand- knattleik, þegar henni voru færð þau tíðindi að íslenska landsliðið hefði dregist gegn landsliði Svart- fjallalands í umspilsleikjum tveimur í vor um keppnisrétt á heimsmeist- aramótinu í handknattleik sem haldið verður í Danmörk frá 5. til 20. desember á næsta ári. Dregið var í hádeginu í gær í Búdapest. Leikirnir við Svartfell- inga fara fram helgina 6. og 7. júní og 13. og 14. júní. Kosturinn fyrir íslenska landsliðið er sá að það á síðari leikinn á heimavelli. „Við höfum unnið Svartfellinga einu sinni, á heimsmeistaramótinu í Brasilíu fyrir þremur árum,“ sagði Karen og vitnar til upphafsleiks Ís- lands og Svarfjallalands á HM í Brasilíu 2011, 22:21, þegar hún hafði aðeins jafnað sig á tíðind- unum. „En ári síðar töpuðum við með tíu marka mun fyrir þeim á EM 2012 í Serbíu. Það er ljóst að við verðum að ná tveimur draumaleikjum til þess að eiga möguleika,“ sagði Karen sem átti frábæra leiki með íslenska landsliðinu í forkeppninni gegn Ítal- íu og Makedóníu í lok nóvember og í byrjun desember. Vonaðist eftir Þjóðverjum „Það er kostur í stöðunni að síð- ari leikurinn verður á heimavelli okkar. En þetta verður afar erfitt fyrir það,“ segir Karen sem hafði vonast eftir að dragast gegn Þýska- landi en eins hefði pólska landsliðið getað verið bærilegur kostur. „En að lenda á móti einu af þremur til fjórum besti liðum Evrópu var nokkuð sem ég hafði gert mér vonir um að við næðum að sleppa við.“ Svartfellingar hafa um nokkuð langt skeið átt eitt allra besta kvennalandslið heims. Það varð Evrópumeistari fyrir tveimur árum og hafnaði í 4. sæti á Evrópumeist- aramótinu sem lauk í Búdapest í gær eftir að hafa tapað fyrir Svíum í viðureigninni um bronsið. Margir leikmanna landsliðs Svartfjallalands leika saman með einu sterkasta félagsliði Evrópu, Buducnost. „Segja má að stór hluti liðsins æfi saman nánast alla daga vikunnar,“ sagði Karen. Verðum að leika vel ytra „Það er krafa á Svartfellingum að þeir vinni alla leiki og það kemur vart fyrir að þær misstígi sig í und- ankeppni. Okkar möguleiki felst í að ná góðum leik ytra í fyrri leiknum. Þá getum við gert eitthvað í heima- leiknum. Það má segja að allt gangi upp hjá okkur í tveimur leikjum í röð. Það er langt í leikina og því getur eitt og annað gerst á þeim tíma. Við verðum vonandi allar heilar heilsu og klárar í slaginn. Síðan þurfum við að ná að draga eitthvað óvænt upp úr pokahorninu. Við gefumst ekki upp fyrirfram þótt ekki verði ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur. Við verðum að hafa trú á okkar getu. Þá getur ýmislegt gerst,“ segir Karen Knúts- dóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins í handknattleik kvenna. Eftirfarandi þjóðir drógust sam- an: Frakkland - Slóvenía Þýskaland - Rússland Serbía - Rúmenía Holland - Tékkland Úkraína - Pólland Svartfjallaland - Ísland Austurríki - Ungverjaland Króatía - Svíþjóð Noregur/Spánn - Slóvakía Morgunblaðið/Kristinn Grimmar Karen Knútsdóttir og stöllur hennar í íslenska landsliðinu verða að mæta grimmar, einbeittar og fullar sjálfstrausts í leikina við Svartfellinga um farseðilinn á HM til þess að eiga möguleika. „Nei, í alvörunni?“  Fyrirliði íslenska landsliðsins segir liðið verða að ná „algjörum“ draumaleikj- um gegn Svartfellingum í umspili fyrir HM  Seinni leikur á heimavelli er kostur Reist hefur3,4 metra há stytta af knattspyrnu- manninum Cris- tiano Ronaldo í heimabæ hans, Funchal á Ma- deira. Ronaldo var viðstaddur vígslu styttunnar um helgina ásamt ungum syni sínum.    Snorri Steinn Guðjónsson, lands-liðsmaður í handknattleik, tók þátt í góðgerðarleik í Montpellier í Frakklandi á laugardaginn. Þar mættust úrvalslið útlenskra hand- boltamanna sem leika í Frakklandi og heimamanna en handbolta- áhugamenn völdu liðin í netkosn- ingu. Snorri Steinn var eini íslenski handboltamaðurinn sem var valinn.    Sænski lands-liðsmark- vörðurinn í hand- knattleik, Johan Sjöstrand, yf- irgefur þýska meistaraliðið Kiel eftir keppnistímabilið næsta vor og gengur til liðs við Melsungen. Danski landsliðsmarkvörðurinn Niklas Landin tekur stöðu Sjöstr- and í marki Kiel. Landin, sem er markvörður Rhein-Neckar Löwen, skrifaði í haust undir samning við Kiel í haust.    Þrír leikmenn norska landsliðs-ins og tveir úr danska lands- liðinu voru valdir í úrvalslið Evr- ópumeistaramótsins í handknattleik í gær. Norðmennirnir þrír eru Silja Solberg, markvörður, örvhenta skyttan Nora Mörk og línumað- urinn Heidi Löke. Maria Fisker, frá Danmörku, þótti skara fram úr í vinstra horninu og landa hennar, Kristina Kristiansen, var besti leik- stjórnandinn. Besta hægri handar skyttan var valin Cristina Neagu frá Rúmeníu og besti hægri horna- maðurinn þótti vera Carmen Mart- ín. Svíinn Sabina Jacobsen var besti varnarmaðurinn. Besti leik- maður mótsins var valin Isabelle Gullden frá Svíþjóð. Fólk sport@mbl.is Sænski markvörðurinn Mattias And- ersson hjá Flensburg reyndist læri- sveinum Alfreðs Gíslasonar í meist- araliðinu THW Kiel erfiður í viður- eign nágrannaliðanna í þýsku 1. deildinni í handknattleik um helgina. Andersson lokaði markinu á köflum í síðari hálfleik og var öðrum fremur maðurinn á bak við sigur Evrópu- meistaranna á þýsku meisturunum, 26:22, í Campushalle í Flensburg. Við tapið féll Kiel af toppi deildinnar nið- ur í annað sætið. Liðið hefur 32 stig eftir 19 leiki eins og Rhein-Neckar Löwen, sem ekki lék um helgina, en Löwen-liðið hefur hagstæðari marka- tölu. „Andersson vann leikinn fyrir okk- ur,“ sagði Ljubomir Vranjes, þjálfari Flensburg, í leikslok um frammi- stöðu landa síns í markinu en And- ersson varði 26 skot. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Andersson, sem er fyrrverandi leikmaður Kiel, reynist sínu gamla félagi erfiður. Hann fór einnig á kostum í vor þegar liðin mættust í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. „Andersson varði meðal annars 10 skot frá mínum mönnum í opnum færum,“ sagði Alfreð Gíslason, þjálf- ari Kiel, sem var þungur á brún í samtali við þýska fjölmiðla eftir leik- inn. „Við höfum ekki leikið nægilega vel í tveimur síðustu leikjum. Því er mikilvægast fyrir okkur að snúa þró- uninni við í næstu leikjum. Það eru mikilvægir leikir framundan,“ sagði Alfreð ennfremur. Aron Pálmarsson skoraði fimm af mörkum Kiel að þessu sinni og virðist vera kominn á gott ról eftir að hafa glímt við erfið meiðsli vikum saman í haust og í vetur. Lið Flensburg varð fyrir miklu áfalli í leiknum þegar örvhenta skytt- an Holger Glandorf meiddist. Óttast er að hann verði nokkrar vikur frá keppni. Magdeburg heldur áfram að gera það gott undir stjórn Geirs Sveins- sonar en hann tók við þjálfun liðsins fyrir þetta keppnistímabil. Magde- burg situr í fjórða sæti þýsku 1. deild- arinnar með 27 stig. Um helgina vann Magdeburg öruggan sigur á Sigur- bergi Sveinssyni og félögum í HC Er- langen, 28:19, á útivelli. Sigurbergur skoraði ekki mark í leiknum. Ekki gengur eins vel hjá Degi Sig- urðssyni og lærisveinum hans í Füchse Berlín. Þeir töpuðu á útivelli fyrir Bergsicher á gamla heimavelli Dags í Wuppertal, 30:25. Arnór Þór Gunnarsson skoraði sex af mörkum Bergischer og Björgvin Páll Gúst- avsson stóð hluta leiksins í marki liðs- ins. Rúnar Kárason skoraði eitt mark þegar Hannover Burgdorf vann þjálfaralaust lið HSV Hamburg, 30:26, á heimavelli. Ólafur Andrés Guðmundsson lék ekki með Burgdorf vegna meiðsla. Gunnar Steinn Jónsson skoraði í tvígang fyrir Gummersbach en það dugði liðinu skammt sem tapaði á heimavelli, 32:26, fyrir Melsungen. Staðan í þýsku 1. deildinni er á blaðsíðu tvö. iben@mbl.is Andersson var erfiður  Kiel tapaði þriðja leiknum í þýsku 1. deildinni um helgina  Magdeburg á góðu róli hjá Geir Sveinssyni  Dagur tapaði á gamla heimavellinum Morgunblaðið/hag Öflugur Mattias Andersson undirstrikaði enn og aftur um helgina hversu góður markvörður hann er. Hann varði 26 skot í leiknum við Kiel.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.