Morgunblaðið - 29.12.2014, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 29.12.2014, Blaðsíða 7
ÍÞRÓTTIR 7 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. DESEMBER 2014 VERTU GLÆSILEG UM ÁRAMÓTIN Pantaðu á curvy.is eða kíktu við í verslun okkar að Fákafeni 9 Í STRANDGÖTU Skúli Unnar Sveinsson skuli@mbl.is Fram varð í gær deildabikarmeist- ari kvenna í handknattleik þegar liðið lagði Stjörnuna 25:20 í úr- slitaleik í Íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði. Staðan í leikhléi var 14:9 fyrir Framara. Þetta er í tíunda sinn sem mót þetta fer fram og hafði Stjarnan sigrað þrívegis og Fram tvisvar þannig að nú standa liðin jöfn í þessari keppni, en Valur hefur sigrað fjórum sinnum. Stjörnustúlkur byrjuðu betur í gær og komust í 1:3 en þá lokuðu Framstúlkur vörninni gjörsamlega og fyrir aftan vörnina var Nadia Ayelen Bordon í stuði í markinu og varði 16 skot. Stalla hennar í hinu markinu, Florentina Stanciu, stóð henni ekki að baki og varði einnig 16 skot en þær áttu báðar flottan leik í gær. Fram skellti í lás Eftir að Fram skellti í lás gekk hvorki né rak hjá Stjörnunni sem skoraði ekki mark í tæpar tólf mínútur og slíkt gengur ekki í úr- slitaleik enda nýttu Framarar sér það vel og gerðu á þessum tíma sjö mörk, staðan orðin 8:3 þegar fyrri hálfleikur var hálfnaður. Jafnræði var síðan með liðunum fram í hálfleik en þá var staðan 14:9. Þessi munur hélst meira og minna út leikinn og jókst reyndar ef eitthvað var. Fram var komið með níu marka forystu þegar fimm mínútur voru til leiksloka, en Stjarnan gerði síðustu fjögur mörkin og lagaði stöðuna aðeins. Stjörnustúlkur mættu einfald- lega ofjörlum sínum á Strandgöt- unni að þessu sinni. Vörnin hjá Fram var gríðarlega sterk á löngum köflum í leiknum og í sókninni flaut boltinn vel enda er Sigurbjörg Jóhannsdóttir snjall leikstjórnandi. Flottur leikur Ástu Birnu Ásta Birna Gunnarsdóttir, sem var kosin besti leikmaðurinn í úr- slitaleiknum, átti flottan leik sem og Elísabet Gunnarsdóttir. Þegar Stjarnan reyndi að setja mann út til að trufla skyttur Fram opnaðist pláss á línunni fyrir hana og það nýtti Fram sér vel. Alltaf þegar hún fær knöttinn á línunni er stór- hætta. Hún er svo sterk að leik- menn Stjörnunnar réðu ekkert við hana, hún skoraði, eða fékk víta- kast og oftar en ekki var leik- maður Stjörnunnar rekinn af velli. Fleiri leikmenn Fram má nefna því Steinunn Björnsdóttir átti flottan leik, var sérlega sterk í vörninni og eins átti Hulda Dags- dóttir flotta spretti. Hjá Stjörnunni var Þórhildur Gunnarsdóttir sterk allan leikinn en aðrir leikmenn áttu ágætis kafla en gerðu þess á milli mörg mistök. Spenna í undanúrslitunum Í undanúrslitunum sem leikin voru á laugardaginn vann Stjarnan lið Gróttu 26:25 eftir að hafa verið 9:13 undir í hálfleik. Sólveig Lára Kjærnested var markahæst hjá Stjörnunni með 7 mörk, Helena Rut Örvarsdóttir gerði 6 og Hanna G. Stefánsdóttir 5. Hjá Gróttu var Laufey Ásta Guðmundsdóttir með 10 mörk og Karólína Bærhenz Lárudóttir fimm. Í hinum leiknum vann Fram fremur auðveldan 34:28 marka sig- ur á ÍBV en staðan í hálfleik var 19:15. Ásta Birna Gunnarsdóttir og Hulda Dagsdóttir gerðu 6 mörk hvor fyrir Fram og Ester Ósk- arsdóttir gerði 12 mörk fyrir ÍBV og Díana Dögg Magnúsdóttir fimm. Laufléttir Framarar  Fram vann Stjörnuna í úrslitaleik deildabikars kvenna  Fram og Stjarnan hafa bæði sigrað þrívegis  Varnarleikur Framara gerði gæfumuninn Morgunblaðið/Styrmir Kári Meistarar Sigurbjörg Jóhannsdóttir og Ásta Birna Gunnarsdóttir hefja deildabikarinn á loft í Strandgötunni í gær. Ég var svo heppinn þegar ég mætti í vinnuna í gær að vera sendur í Íþróttahúsið við Strand- götu í Hafnarfirði til að fylgjast með úrslitaleikjunum í deildabik- arkeppni kvenna og karla í hand- knattleik. Ég segi heppinn vegna þess að leikirnir voru báðir hin besta skemmtun, ekki síst karla- leikurinn og skemmti ég mér konunglega að horfa á þá og sá mest eftir því að hafa ekki líka kíkt inn á laugardaginn. Eins var mjög gaman að koma á Strandgötuna því það eru orðin nokkur árin síðan mað- ur hefur komið þar. Hér á árum áður var maður hins vegar fasta- gestur í þessu ágæta íþrótta- húsi, bæði til að skrifa um hand- bolta og körfubolta, en á sínum tíma var leikið mjög mikið þarna. Og eins fór maður ófáar ferð- irnar til að dæma í körfunni þar. Á þessum árum var alltaf tekið vel á móti manni á Strand- götunni, heitt á könnunni hjá húsverðinum og aldrei nein vandamál. Ég sá að það er búið að skipta um húsvörð, en við- mótið og þægilegt andrúmsloft hússins er enn til staðar. Um helgina var leikið í deildabikarnum tíunda árið í röð og hefur alltaf verið leikið í þessu ágæta íþróttahúsi við Strandgötuna. Einar Þorvarð- arson, framkvæmdastjóri Hand- knattleikssambandsins, sagði að á sínum tíma hefði verið ákveðið að spila þarna vegna þess að húsið átti mikla handboltasögu og andinn þar væri svo góður. Það var virkilega vel til fundið hjá Handknattleikssambandinu að láta spila deildabikarinn á Strandgötunni og eins að halda sig við það hús þó svo að nýrri, stærri og (sumir segja ) flottari hús séu til og sumir viti varla lengur hvar Íþróttahúsið við Strandgötu er. BAKVÖRÐUR Skúli Unnar Sveinsson skuli@mbl.is Strandgata, deildabikar kvenna, úr- slitaleikur, sunnudaginn 28. desem- ber 2014. Gangur leiksins: 1:3, 8:3, 9:6, 10:8, 14:9, 15:12, 18:13, 21:16, 25:20. Mörk Fram: Ásta Birna Gunn- arsdóttir 7, Elísabet Gunnarsdóttir 7, Sigurbjörg Jóhannsdóttir 4/1, Steinunn Björnsdóttir 3, Hulda Dagsdóttir 3, Hekla Rún Ámunda- dóttir 1. Varin skot: Nadia Ayelen Bordon 16, Hafdís Lilja Torfadóttir 1. Utan vallar: 6 mínútur Mörk Stjörnunnar: Þórhildur Gunn- arsdóttir 7/2, Sólveig Lára Kjærne- sted 3, Guðrún Erla Bjarnadóttir 2, Helena Rut Örvarsdóttir 2, Hanna Guðrún Stefánsdóttir 2, Sandra Sif Sigurjónsdóttir 1, Nataly Sæunn Valencia 1, Tinna Laxdal 1, Esther Viktoría Ragnarsdóttir 1. Varin skot: Florentina Stanciu 16, Ástríður Þóra Scheving 1. Utan vallar: 8 mínútur. Dómarar: Gísli Jóhannsson og Haf- steinn Ingibergsson. Áhorfendur: Um 250. Fram – Stjarnan 25:20

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.