Morgunblaðið - 29.12.2014, Blaðsíða 4
VIÐTAL
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
Nýliðar Tindastóls frá Sauðárkróki
sitja sem fastast í 2. sæti Dominos-
deildar karla í körfuknattleik að
fyrri umferð lokinni. Þegar taflan er
skoðuð í Morgunblaðinu má kannski
færa fyrir því rök að Stólarnir hafi
verð langnæstbestir á fyrri hluta
tímabilsins. Ríkjandi meistarar úr
KR eru með fullt hús stiga eftir ell-
efu umferðir sem er magnaður ár-
angur út af fyrir sig. Stólarnir hafa
tapað fyrir KR á útivelli en þar fyr-
ir utan hefur liðið einungis tapað
einu sinni.
Stólarnir eru með öflugan banda-
rískan leikmann eins og gengur og
gerist í deildinni, Myron Dempsey.
Þá eru þeir vel settir með tvo leik-
reynda menn sem eru af erlendu
bergi brotnir en með íslenskan rík-
isborgararétt. Þar er átt við Darrel
Lewis og Darrell Flake en sá síð-
arnefndi hefur reyndar lítið getað
beitt sér vegna meiðsla. Eru þessir
þrír leikmenn fín viðbót við kjarna
reyndra Skagfirðinga: Helga Rafns
Viggóssonar, Svavars Atla Birgis-
sonar og Helga Freys Margeirs-
sonar.
Þrír ungir heimamenn
spila mikið
Ekki hefur hins vegar farið mjög
mikið fyrir því í umræðunni að þrír
ungir heimamenn spila töluvert
mikið í Tindastólsliðinu. Leikstjórn-
andi liðsins er til að mynda einungis
18 ára gamall. Heitir hann Pétur
Rúnar Birgisson og hefur byrjað
inni á í öllum deildarleikjum liðsins
á tímabilinu. Enginn spilar fleiri
mínútur að meðaltali í liðinu en Pét-
ur og hefur hann gefið 6,5 stoðsend-
ingar að meðaltali í leik og skorar
að jafnaði 11,5 stig. Morgunblaðið
sló á þráðinn til Péturs og ræddi við
hann um velgengni Stólanna.
Velgengnin kemur ekki á óvart
„Við höfðum sett okkur það
markmið að vera alla vega á meðal
fjögurra efstu liðanna. Það hefur
gengið eftir hingað til. Það má því
alveg segja að ég hafi búist við því
að okkur myndi ganga vel. Við er-
um með fína blöndu af eldri og
yngri leikmönnum og ég skynjaði
fljótlega eftir að tímabilið hófst að
við værum samkeppnisfærir,“ sagði
Pétur og hann segir leikmenn ná
vel saman þó aldursmunurinn sé
tveir áratugir á yngsta og elsta leik-
manni liðsins.
„Mórallinn er mjög góður og
kannski furðugóður miðað við
hversu mikið aldursbil er á milli
manna. Allir ná vel saman og þetta
gæti ekki verið betra.“
Fékk tækifærið í fyrra
Pétur fékk sitt stóra tækifæri í
meistaraflokki síðasta vetur og lék
vel í 1. deildinni. Hann segir fall
Tindastóls úr úrvalsdeild vorið 2013
hafa verið hálfgerða blessun vegna
þess að ungu strákarnir fengu dýr-
mæta reynslu í 1. deild sem óvíst er
að þeir hefðu fengið í úrvalsdeild.
„Ég spilaði alla leikina í 1. deild-
inni á síðasta tímabili og var þá að-
al-leikstjórnandi liðsins. Ég þóttist
vita að ekki yrði breyting á því og í
sumar var mér sagt að ég yrði
áfram leikstjórnandi númer eitt. Við
vorum einmitt að ræða að það hafi
kannski bara verið gott fyrir okkur
að falla. Þá fengum við ungu púk-
arnir meiri tíma inni á vellinum og
meiri ábyrgð. Það reyndi meira á
okkur á síðasta tímabili og það er
að skila sér eins og er,“ benti Pétur
á.
Vinnusamur þjálfari
Þjálfari Stólanna er Bandaríkja-
maður, Israel Martin að nafni, og er
greinilega á réttri leið með liðið.
Pétur segir að þar sé á ferðinni fag-
maður í þjálfun. „Mér finnst hann
mjög fínn. Hann leggur mikla vinnu
í starfið og hefur greinilega gaman
af þessu. Hann hefur farið í nokkur
viðtölin og segir alltaf það sama: Að
hann sé hérna til að hjálpa okkur.
Hann gerir það og er til dæmis bú-
inn að leikgreina alla andstæðinga
frá a-ö þegar kemur að leikjum,“
útskýrði Pétur og hann er ánægður
með stemninguna í kringum liðið á
Króknum.
„Mér finnst frábært hve margir
mæta á leikina. Í fyrra brá mér eig-
inlega þegar ég sá hversu margir
mættu á leiki hjá okkur þó við hefð-
um dottið niður 1. deild. Nú hefur
mætingin aukist smám saman og
áhuginn einnig. Það kemur fyrir að
maður er stoppaður úti á götu þar
sem manni er óskað til hamingju og
fólk minnist á að gaman sé að sjá
okkur ungu strákana stíga fram.
Þetta eykur sjálfstraustið.“
Hugurinn leitar vestur
Pétur er menntaskólanemi og
segist eiga einn og hálfan vetur eft-
ir til stúdentsprófs. Hugurinn leitar
vestur um haf eins og algengt er
hjá efnilegum körfuboltamönnum.
Hann hefur hug á því að spila
körfubolta samhliða háskólanámi í
Bandaríkjunum ef færi gefst.
„Ég er að spá í að fara til Banda-
ríkjanna að loknu stúdentsprófi. Ég
mun væntanlega reyna að komast í
almennilegan skóla þar. Markmiðið
er að taka þar fjögur ár og ef vel
gengur í körfunni þá yrði stefnan
sett á atvinnumennsku í Evrópu í
framhaldinu. Þetta hefur verið
markmiðið hjá mér,“ sagði Pétur
Rúnar Birgisson, leikstjórnandi
Tindastóls, við Morgunblaðið.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Átján Pétur Rúnar Birgisson fékk mikið að spila með Tindastólsliðinu í 1. deildinni í fyrra og kom því vel undir-
búinn til leiks með því í úrvalsdeildinni í haust. Hann hefur spilað að meðaltali tæpar 32 mínútur í leik.
Okkur er óskað til
hamingju á götum úti
Nýliðar Tindastóls eru spútniklið Dominos-deildarinnar Leikstjórnandi liðs-
ins, Pétur Rúnar, er aðeins 18 ára gamall Spilar að meðaltali mest allra í liðinu
Eplið og eikin
» Faðir Péturs, Birgir Rafn
Rafnsson, var í Íslandsmeist-
araliði Tindastóls í 4. flokki
árið 1975. Þar var um að ræða
fyrstu Íslandsmeistara Tinda-
stóls í flokkaíþróttum.
» Feður tveggja annarra nú-
verandi leikmanna Tindastóls
voru einnig í því liði: Margeir
Friðriksson, faðir Helga Freys,
og Jóhann Ingólfsson, faðir
Friðriks H.
» Þá var móðurbróðir Helga
Rafns Viggóssonar fyrirliða,
Tómas Dagur Helgason, jafn-
framt í liðinu.
4 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. DESEMBER 2014
Þórir Hergeirs-son, þjálfari
nýkrýndra Evr-
ópumeistara Nor-
egs, er einn af
fimm þjálfurum
sem handball-
planet.com til-
nefnir í kosningu
sinni á handknatt-
leiksþjálfara ársins í kvennaflokki í
heiminum á árinu 2014. Kosningin
stendur yfir og hægt er að kjósa á
forsíðu vefjarins. Hinir fjórir sem
koma til greina eru Jorge Duenas,
þjálfari Spánar, Dragan Adzic, þjálf-
ari Svartfjallalands og Buducnost,
Ambros Martin, þjálfari Györ, og
Helle Thomsen, þjálfari sænska
landsliðsins og Midtjylland.
Danska handknattleikssambandiðsagði í gær Jan Pytlick, lands-
liðsþjálfara kvenna, upp störfum frá
og með 1. janúar. Í tilkynningu frá
sambandinu segir að eftir að farið
hafi verið rækilega yfir frammistöðu
danska liðsins í lokakeppni Evr-
ópumótsins í Króatíu og Ungverja-
landi fyrr í þessum mánuði hafi verið
ákveðið í samráði við Pytlick að slíta
samstarfinu tafarlaust. Hann hefur
stýrt liðinu frá 1997, með eins árs hléi
2005. Danir urðu tvívegis ólympíu-
meistarar undir stjórn Pytlicks, 2000
og 2004, og urðu Evrópumeistarar
2002. Liðið fékk bronsverðlaun á EM
í Serbíu 2013 en á nýloknu Evr-
ópumóti náðu Danir ekki að komast í
undanúrslitin.
Rúnar Kára-son fór fyrir
liði Hannover
Burgdorf þegar
liðið vann auð-
veldan sigur á Lu-
Friesenheim í
þýsku 1. deildinni
í handknattleik í
fyrradag, 27:19.
Rúnar var marka-
hæstur hjá Burgdorf í leiknum með
sex mörk, en liðið var þremur mörk-
um yfir í hálfleik, 12:9.
Alexander Petersson skoraðifimm mörk fyrir Rhein-Neckar
Löwen sem vann nauman útisigur á
Hamburg, 26:25, á laugardaginn. Lö-
wen er á ný tveimur stigum á eftir
Kiel á toppi deildarinnar og á leik til
góða.
Fyrsti stjóri tímabilsins í ensku úr-valsdeildinni var rekinn á laug-
ardaginn, en það var Neil Warnock,
knattspyrnustjóri Crystal Palace,
sem var látinn taka pokann sinn.
Hann tók við liðinu af Tony Pulis í
ágúst, tveimur dögum áður en keppni
hófst í deildinni. Keith Millen hljóp í
skarðið og stýrði liði Palace gegn
QPR í gær. Pulis var strax orðaður
við endurkomu og þá var Tim
Sherwood nefndur til sögunnar sem
mögulegur stjóri Palace.
Jón Arnór Stef-ánsson og
samherjar í Uni-
caja Málaga eru
áfram á toppnum í
spænsku 1. deild-
inni í körfuknatt-
leik eftir sigur á
Estudiantes,
66:62, í fyrra-
kvöld. Jón skoraði sex stig í leiknum.
Annað kvöld er sannkallaður stór-
leikur á dagskránni þegar Unicaja
fær meistarana í Real Madrid í heim-
sókn í toppslag.
Luka Modric, miðjumaður RealMadrid, hefur verið útnefndur
knattspyrnumaður ársins í Króatíu
og er þetta í fjórða skipti sem hann
hlýtur þessa viðurkenningu. Modric
var síðast kjörinn árið 2011 en Mario
Mandzukic hefur hreppt hnossið
undanfarin tvö ár.
Fólk sport@mbl.is
Þessir sex leikmenn hafa spilað
mest fyrir Tindastól það sem af
er tímabilinu:
Pétur Rúnar Birgisson, 31,51
mín. í leik, 11,5 stig og 6,5 stoð-
sendingar.
Darrel Lewis, 30,31 mín. í leik,
21,5 stig og 6,9 fráköst.
Myron Dempsey, 29,26 mín. í
leik, 23,1 stig og 11,1 fráköst.
Helgi Rafn Viggósson, 24,56
mín. í leik, 10,7 stig og 5,6 frá-
köst.
Ingvi Rafn Ingvarsson, 20,59
mín. í leik, 6,2 stig og 3,4 stoð-
sendingar.
Helgi Freyr Margeirsson, 19,08
mín. í leik, 7,8 stig og 2 stoð-
sendingar.
Næstu menn: Svavar Atli Birg-
isson, Viðar Ágústsson, Darrel
Flake og Finnbogi Bjarnason.
Þessir hafa spilað mest í vetur
NÝLIÐARNIR FRÁ SAUÐÁRKRÓKI: