Morgunblaðið - 29.12.2014, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 29.12.2014, Blaðsíða 2
ENGLAND Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Nú um hátíðirnar hefur verið talsvert fjallað um það að José Mourinho, knattspyrnustjórinn sig- ursæli, nái alltaf að fylgja því eftir með meist- aratitli um vorið þegar lið hans sé á toppnum um jólin. Hann er enn og aftur í þeirri stöðu, er með Chelsea í efsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar í árs- lok, en nokkuð ljóst er að lið hans þarf að spila enn betur eftir áramótin til þess að standa uppi sem enskur meistari í vor. Firnasterkt lið Manchester City andar ofan í hálsmál Lundúnaliðsmanna en er þó áfram þrem- ur stigum á eftir Chelsea. City glopraði nefnilega sigri úr höndum sér á heimavelli gegn Burnley í gær, þvert ofan í allar spár. Lærisveinar Manuels Pellegrini voru yfir í hálfleik, 2:0, David Silva og Fernandinho skoruðu, og þægilegur sigur blasti við. En George Boyd og Ashley Barnes skoruðu fyrir Burnley í seinni hálfleik, 2:2, og færðu nýlið- unum dýrmætt stig. Þeir komu í veg fyrir að City ynni tíunda leik sinn í röð sem hefði verið nýtt fé- lagsmet. Chelsea og Manchester City eru annars áber- andi bestu liðin í deildinni og staðan segir allt um það. Þau eru tíu og sjö stigum á undan Manchester United og magnað einvígi um meistaratitilinn virð- ist í uppsiglingu. Glæsileg mörk Tvö sérlega glæsileg mörk litu dagsins ljós í leikjum toppliðanna í gær. Eden Hazard skoraði magnað mark þegar hann jafnaði, 1:1, í Southampton í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Fékk sendingu frá Cesc Fabregas og plataði þrjá mótherja í vítateig Southampton. Snilldartilþrif hjá þessum snjalla Belga sem er sennilega besti leikmaður deildarinnar það sem af er tímabilinu. Fernandinho, sem ekki er vanur að skora mörk, smellti boltanum í þverslána og inn með gull- fallegu skoti í leiknum gegn Burnley. Fyrsta mark varnartengiliðsins á tímabilinu og að sögn tölfræð- inga í fyrsta sinn sem hann hittir markið í vetur. Töpuð stig hjá United Manchester United nýtti ekki góð færi í fyrri hálfleik gegn Tottenham á White Hart Lane og niðurstaðan þar varð markalaust jafntefli. United náði lítið að ógna í seinni hálfleik og þá var Totten- ham sterkari aðilinn. Ef þeir rauðklæddu láta sig dreyma um meistaratitilinn, voru þetta tvímæla- laust tvö töpuð stig, enda þótt liðið hafi leikið sinn níunda leik í röð án taps. Tottenham er ósigrað í fimm leikjum og heldur sér í seilingarfjarlægð frá Evrópusætunum. Louis van Gaal, knattspyrnustjóri United, stillti upp sama byrjunarliði og á öðrum degi jóla, og þetta var því í fyrsta skipti í síðustu 85 leikjum sem United er með óbreytt lið á milli leikja. Harðnandi slagur um Evrópusæti Slagurinn um sætin í Meistaradeildinni harðnar stöðugt en ekkert fimm efstu liða deildarinnar náði að vinna í gær. Southampton heldur fjórða sætinu en Arsenal náði sama stigafjölda og stakk sér upp í fimmta sætið með góðum útisigri á West Ham, 2:1. Santi Cazorla og Danny Welbeck komu Arsenal í 2:0 fyrir hlé en Cheikhou Kouyaté minnkaði mun- inn snemma í seinni hálfleik. Óhætt að segja að Arsenal hafi verið sigurvegari dagsins, enda eina liðið í hópi sjö efstu sem vann í gær. Lið West Ham, sem hefur komið geysilega á óvart í vetur, lenti á vegg um jólin og tapaði fyrir bæði Chelsea og Arsenal. Það sést væntanlega betur á næstu vikum hvort Hamrarnir hafi úthald í að berjast áfram um Evrópusætin, eða hvort þeir sígi niður í rólegheitin um miðja deildina. AFP Óvænt Leikmenn Burnley fagna Ashley Barnes fyrir framan vonsvikna stuðningsmenn Manchester City eftir að hann jafnaði metin í 2:2 á Ethiad- leikvanginum í gær. City missti af gullnu tækifæri til að saxa á forskot Chelsea á toppnum en Burnley fékk dýrmætt stig í fallbaráttunni. Staðan gefur fyrirheit  Mourinho með Chelsea á toppnum um áramót  Vinnur alltaf titil í þeirri stöðu  Ótrúleg endurkoma Burnley gegn City  Arsenal sigurvegari dagsins 2 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. DESEMBER 2014 Íþróttir Morgunblaðsins Hádegismóum 2, 110 Reykjavík, sími 5691100, netfang sport@mbl. is Útgefandi Árvakur hf. Umsjón Víðir Sigurðsson, vs@mbl. is Auglýsingar sími 5691111 netfang augl@mbl. is Bréfsími 5691110 Prentun Landsprent ehf. England Tottenham – Manch. Utd ........................ 0:0 Southampton – Chelsea ........................... 1:1 Aston Villa – Sunderland......................... 0:0 Hull – Leicester........................................ 0:1 Manchester City – Burnley..................... 2:2 QPR – Crystal Palace .............................. 0:0 Stoke – WBA ............................................ 2:0 West Ham – Arsenal ................................ 1:2 Newcastle – Everton................................ 3:2  Liverpool og Swansea mætast í kvöld. Staðan: Chelsea 19 14 4 1 41:14 46 Manch.City 19 13 4 2 41:17 43 Manch.Utd 19 10 6 3 33:19 36 Southampton 19 10 3 6 32:15 33 Arsenal 19 9 6 4 34:23 33 West Ham 19 9 4 6 30:23 31 Tottenham 19 9 4 6 24:24 31 Swansea 18 8 4 6 23:19 28 Newcastle 19 7 5 7 22:28 26 Liverpool 18 7 4 7 22:24 25 Stoke 19 7 4 8 21:23 25 Everton 19 5 6 8 29:31 21 Aston Villa 19 5 6 8 11:22 21 Sunderland 19 3 11 5 16:27 20 QPR 19 5 3 11 21:34 18 WBA 19 4 5 10 18:28 17 Hull 19 3 7 9 18:26 16 Crystal Palace 19 3 7 9 20:30 16 Burnley 19 3 7 9 14:29 16 Leicester 19 3 4 12 17:31 13 B-deild: Cardiff – Watford .................................... 2:4  Aron Einar Gunnarsson lék fyrstu 62 mínúturnar með Cardiff. Blackpool – Rotherham.......................... 1:1  Kári Árnason lék allan leikinn með Rot- herham. Huddersfield – Bolton ............................ 2:1  Eiður Smári Guðjohnsen lék fyrstu 80 mínúturnar með Bolton. Nottingham F. – Birmingham ................ 1:3 Blackburn – Middlesbrough ................... 0:0 Millwall – Bournemouth .......................... 0:2 Reading – Norwich................................... 2:1 Wolves – Brentford .................................. 2:1 Staðan: Bournemouth 24 14 6 4 54:25 48 Ipswich 23 12 8 3 38:22 44 Middlesbro 24 12 7 5 38:17 43 Derby 23 12 6 5 44:23 42 Watford 24 12 5 7 43:26 41 Brentford 24 12 4 8 40:35 40 Norwich 24 10 7 7 44:29 37 Wolves 24 10 7 7 28:33 37 Blackburn 24 9 8 7 35:33 35 Nottingham F. 24 7 10 7 33:33 31 Charlton 23 6 13 4 24:25 31 Cardiff 24 8 7 9 32:35 31 Sheffield Wed. 23 7 10 6 17:21 31 Birmingham 24 8 7 9 27:37 31 Bolton 24 8 5 11 26:31 29 Reading 24 8 5 11 30:40 29 Fulham 23 8 4 11 35:41 28 Huddersfield 24 7 7 10 31:42 28 Rotherham 24 5 11 8 21:30 26 Leeds 23 6 6 11 25:34 24 Millwall 24 5 8 11 24:40 23 Wigan 23 4 8 11 24:30 20 Brighton 23 3 11 9 24:32 20 Blackpool 24 2 8 14 18:41 14 Ítalía B-deild: Livorno – Pescara ................................... 1:2  Birkir Bjarnason lék allan leikinn með Pescara sem er komið í 11. sæti af 22 liðum í deildinni eftir slæma byrjun á tímabilinu. Belgía Cercle Brugge – Waasl.Beveren ........... 1:0  Arnar Þór Viðarsson þjálfar Cercle Brugge sem vann mikilvægan sigur í botn- baráttu deildarinnar. Liðin eru nú bæði með 20 stig en Lierse er neðst með 14 stig. KNATTSPYRNA Ásynjur unnu yfirburðasigur á SR, 13:0, þegar liðin mættust á Íslands- móti kvenna í íshokkí á Akureyri á laugardaginn. Staðan var 6:0 strax að loknum fyrsta leikhluta og eftir- leikurinn því auðveldur fyrir Akur- eyrarliðið. Ásynjur eru með 20 stig á toppi deildarinnar, Björninn er með 16 stig, Ynjur 6 en SR er enn án stiga þegar sjö umferðum er lokið. Silvía Björgvinsdóttir og Kol- brún Garðarsdóttir skoruðu 3 mörk hvor fyrir Ásynjur, Katrín Ryan og Birna Baldursdóttir 2 hvor og þær Guðrún Blöndal, Eva Karvelsdóttir og Ragnhildur Kjartansdóttir sitt markið hver. vs@mbl.is Þrettán marka sigur Ásynjanna Umdeild atvik settu svip sinn á nokkra af leikjunum í ensku úrvals- deildinni í knattspyrnu í gær. José Mourinho knattspyrnustjóri og Cesc Fabregas voru æfir af reiði þegar brotið virtist á Fabregas í vítateig Southampton, en Fabregas fékk gula spjaldið fyrir meintan leik- araskap. Mourinho fullyrti eftir leik að Sam Allardyce, stjóri West Ham, hefði hleypt af stað áróðri um að leikmenn Chelsea stunduðu leikaraskap í víta- teig mótherjanna og þetta væri farið að hafa áhrif á dómarana. „Það er komin í gang einhver herferð gegn okkur,“ sagði Mourinho á frétta- mannafundi eftir leikinn. Allardyce var sjálfum ekki skemmt þegar mark var dæmt af Alex Song snemma í leik West Ham gegn Arsenal. Samherji í rangstöðu, sem snerti ekki boltann, var talinn hafa byrgt markverði Arsenal sýn. „Það er tóm vitleysa. Í 99 prósentum svona tilfella er dæmt mark,“ sagði Allardyce. Þá virtist fyrra mark Burnley, sem George Boyd skoraði, í hinu óvænta jafntefli sem liðið náði gegn Manchester City, 2:2, vera rang- stöðumark. vs@mbl.is AFP Svekktur José Mourinho. Herferð komin í gang gegn okkur  Umdeild atvik í ensku úrvalsdeildinni Bjarki Már El- ísson átti enn einn stórleikinn fyrir Eisenach í gær þegar liðið vann Nordhorn á útivelli, 29:23, í þýsku B- deildinni í hand- knattleik. Bjarki skoraði 10 mörk í leiknum og hef- ur nú gert 83 mörk í síðustu átta leikjum liðsins, eða ríflega tíu að meðaltali í leik. Hann hefur nú skorað samtals 138 mörk í deildinni í vetur. Eisenach hefur smám sam- an þokast nær efstu liðum deild- arinnar og er nú komið í sjötta sæt- ið, sex stigum á eftir þremur þeim efstu en þrjú lið fara upp. vs@mbl.is Bjarki með 83 í 8 leikjum Bjarki Már Elísson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.