Morgunblaðið - 29.12.2014, Blaðsíða 1
HANDBOLTI
Skúli Unnar Sveinsson
skuli@mbl.is
„Það gerist ekki mikið skemmtilegra en þetta,“
sagði Ómar Ingi Magnússon, leikmaður Vals, eftir
að liðið tryggði sér sigur í deildabikarkeppni
Handknattleikssambands Íslands, FÍ-bikarnum, í
gær. Liðið lagði þá Aftureldingu 34:33 eftir tví-
framlengdan leik og vítakeppni, nokkuð sem er
ekki algengt í handboltanum.
Ómar Ingi átti flottan leik, bæði í gær, þar sem
hann gerði 7 mörk og eins á laugardaginn þegar
hann skoraði átta mörk fyrir Val þegar liðið lagði
FH í undanúrslitunum, einnig í tvíframlengdum
leik. Það má því með sanni segja að Valur hafi
unnið vel fyrir sigrinum því í stað þess að leika
hefðbundnar 120 mínútur í þessum tveimur leikj-
um þurfti liðið að leika 160 mínútur og fara í eina
vítakeppni.
„Það er virkilega gaman að þessu og sér-
staklega er þetta skemmtilegt fyrir áhorfendur.
Við hefðum samt átt að klára þetta eftir að við
komumst sjö mörkum yfir í seinni hálfleik, en þá
slöppuðum við eitthvað af og þeir náðu að jafna.
Þetta tekur dálítið í að spila svona tvo hörku-
leiki tvo daga í röð og ekki ólíklegt að maður finni
aðeins fyrir þessu á morgun,“ sagði þessi öflugi
leikmaður.
Slapp allt saman fyrir horn
Hann var ekkert nema hlédrægnin þegar
minnst var á ágætan leik hjá honum. „Já, þetta
gekk ágætlega hjá mér, en ég var samt dálítið
lengi í gang. En þetta slapp allt saman fyrir
horn.“
Það var ekki að sjá á leik Ómars Inga í gær að
hann væri á sínu fyrsta ári í efstu deild og væri að-
eins sautján ára gamall. Hann gekk til liðs við
Valsmenn fyrir þetta tímabil en hann er frá Sel-
fossi og lék handbolta með félaginu upp yngri
flokkana og er reyndar í þriðja flokki ennþá.
Hann var valinn efnilegasti leikmaður 1. deild-
arinnar í fyrra þegar hann lék með Selfyssingum
og er síðan að blómstra hjá Valsmönnum í vetur.
Ómar Ingi er ekki fyrsti góði leikmaðurinn sem
kemur frá Selfossi og það er í rauninni merkilegt
hversu öflugum leikmönnum Selfyssingar hafa
skilað í gegnum tíðina, en þar á bæ er haldið mjög
vel utan um barna- og unglingastarfið og síðan
tekur Íþróttaakademían við þegar framhalds-
skólaaldri er náð.
Fundið formúlu sem virkar vel
Einar Guðmundsson hefur lengi haft yfirum-
sjón með barna- og unglingastarfinu og Sebastian
Alexandersson hefur verið með Akademíuna í níu
ár. „Einar hefur skýra sýn á hvernig þetta á að
vera og við erum mjög sammála um það og virð-
umst hafa fundið formúlu sem virkar vel. Við
sjáum um að skaffa verkfærin, en síðan eru það
krakkarnir sem sjá um vinnuna. Krakkarnir hér
eru gríðarlega vinnusamir, duglegir og metn-
aðargjarnir og það hefur mikið að segja,“ segir
Sebastian, spurður um þá fjölmörgu sterku leik-
menn sem komið hafa frá Selfossi.
Um Ómar Inga sagði Sebastian meðal annars:
„Fyrir það fyrsta er hann með mikla náttúrulega
hæfileika sem hann hefur þróað mjög vel með sér.
Hann hefur mikla yfirsýn yfir leikinn og alveg ein-
stakan leikskilning.“ »6
Sautján ára Selfyssingur
Ómar Ingi lék gríðarlega vel þegar Valsmenn urðu deildameistarar Barna-
og unglingastarfið á Selfossi skilar miklum fjölda góðra handboltamanna
MÁNUDAGUR 29. DESEMBER 2014
ÍÞRÓTTIR
Pétur Rúnar Birgisson Átján ára leikstjórnandi hefur spilað mest allra hjá nýliðum Tindastóls sem hafa
komið skemmtilega á óvart. Fékk dýrmæta reynslu í 1. deildinni. Kannski bara gott að falla 2013. 4
Íþróttir
mbl.is
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Deildabikarinn Framkonur urðu í gær deildabikarmeistarar í handknattleik í þriðja skipti með því að sigra Stjörnuna í úrslitaleik, 25:20, í íþróttahúsinu
við Strandgötu í Hafnarfirði. Sigurbjörg Jóhannsdóttir og Ásta Birna Gunnarsdóttir tóku við bikarnum og leiddist það alls ekki. »7
Gylfi Þór Sig-
urðsson er í liði
ársins í ensku úr-
valsdeildinni í
knattspyrnu hjá
bandarísku sjón-
varpsstöðinni
NBC sem hefur
valið liðið nú
þegar deildin er
svo til hálfnuð.
Gylfi hefur átt
frábæru gengi að fagna með Swan-
sea á leiktíðinni en hann hefur
skorað 3 mörk í deildinni og hefur
átt 8 stoðsendingar, næstflestar
allra leikmanna deildarinnar.
Meðal fleiri leikmanna sem eru í
liði ársins fyrir fyrri hluta keppn-
istímabilsins eru Sergio Agüero
(Manchester City), Alexis Sanchez
(Arsenal) og Diego Costa (Chelsea).
Gylfi og félagar hans í Swansea
verða næst í eldlínunni í ensku úr-
valsdeildinni í kvöld þegar liðið
sækir Liverpool heim á Anfield.
Það er síðasti leikur ársins í deild-
inni og Swansea myndi ljúka árinu í
7. sæti með sigri. gummih@mbl.is
Gylfi Þór
valinn í lið árs-
ins hjá NBC
Gylfi Þór
Sigurðsson
29. desember 1962
Hástökkvarinn Jón Þ. Ólafsson
stekkur yfir 2,11 metra á Jóla-
móti ÍR sem haldið
er í ÍR-húsinu við
Túngötu og setur
nýtt Íslandsmet
innanhúss í grein-
inni. Þetta er jafn-
framt Norður-
landamet, besti
árangur í Evrópu á árinu og sá
næstbesti í heiminum. Hann bæt-
ir eigið Íslandsmet um þrjá senti-
metra og heldur því næstu 25 ár-
in. Jón jafnar líka Íslandsmet
Vilhjálms Einarssonar í hástökki
án atrennu þar sem hann stekk-
ur 1,75 metra.
29. desember 1981
Íslenska karlalandsliðið í hand-
knattleik burstar Dani, 32:21, í
vináttulandsleik á Akranesi. Sig-
urður Sveinsson skorar 7 mörk,
Þorbergur Aðalsteinsson og
Kristján Arason 6 hvor og leik-
urinn er sagður einn sá besti sem
íslenskt landslið hefur spilað frá
upphafi.
29. desember 2004
Ísland sigrar Pólland, 116:114, í
framlengdum vináttulandsleik
karla í körfuknattleik sem fram
fer í Borgarnesi. Staðan er 98:98
eftir venjulegan leiktíma, þar
sem Teitur Örlygsson jafnar úr
tveimur vítaskotum í blálokin.
Magnús Matthíasson skorar 31
stig fyrir íslenska liðið og Guð-
mundur Bragason 20.
Á ÞESSUM DEGI