Fréttablaðið - 22.06.2015, Side 1
FRÉTTIR
Hendir engu
Hulda Björg Baldvinsdóttir vill helst ekki sjá á eftir nýtilegum hlutum í ruslið. Hún endur-nýtir gamlar flíkur og muni og gefur þeim nýtt líf.SÍÐA 2
BEITTUR
HNÍFUR
„Góður hnífur skiptir mestu máli og hann þarf að vera
beittur,“ segir Muggi.
MYND/GVA
ÞVOTTURMÁNUDAGUR 22. JÚNÍ 2015
Kynningarblað Ný
bók um skipulag og ræstingar,
algeng mistök við þvottinn,
yfirhalning á þvottahúsinu,
saga þvottalauganna í
Laugardal.
FASTEIGNIR.IS22. JÚNÍ 2015
25. TBL.
MEST LESNA
DAGBLAÐ Á ÍSLANDI*
*Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup apríl-júní 2014
Mánudagur
14
3 SÉRBLÖÐ Fasteignir | Þvottur
| Fólk
Sími: 512 5000
22. júní 2015
144. tölublað 15. árgangur
Læknar stjórna lyfjum
Ábyrgð á ávísunum lyfja liggur
hjá læknum og magnbundið verð
ávanabindandi lyfja hefur ekkert
með ofnotkun þeirra að gera. Þetta
segir dósent í lyfjafræði sem gagn-
rýnir landlækni. 12
Þrjú þúsund Breiðhyltingar í átaki
Tilraunaverkefnið Menntun núna
náði til þriggja þúsunda Breiðhylt-
inga. 4
SKOÐUN Guðmundur Andri
Thorsson skrifar um ástand-
ið í heilbrigðismálum. 15
MENNING Rétturinn til
letinnar eftir Paul Lafargue
komin út á íslensku. 20
LÍFIÐ Bjöllukórinn heldur
í utanlandsferð og kemur
fram í Carnegie Hall. 30
SPORT Dagný Brynjars-
dóttir klárar tímabilið með
Selfossliðinu. 26
Mismunað eftir íþróttagreinum
Hafnarfjarðarbær mismunar eftir
aldri, fjárhagsstöðu foreldra og þeirri
íþróttagrein sem börn velja þegar
kemur að niðurgreiðslu sveitarfélags-
ins til barna. 6
Landmark leiðir þig heim!
Sími 512 4900 landmark.is
Munndreifitöflur
250 mg
Pinex®
Smelt
Allt sem þú þarft ...
Höfuðborgarsvæðið, meðallestur á
tölublað 12–80 ára. Prentmiðlakönnun
Gallup, jan.– mar. 2015
YFIRBURÐIR
Fréttablaðsins staðfestir
63,3%
28,5%
FB
L
M
BL
VIÐSKIPTI Hluthafahópur, undir
forystu alþjóðlegu fjárfestinga-
sjóðanna CVC Capital Partners
og Temasek, hefur keypt meiri-
hluta í bandaríska lyfjafyrirtæk-
inu Alvogen. Kaupverðið er ekki
gefið upp, en samkvæmt heimild-
um Fréttablaðsins miðast heildar-
virði Alvogen í þessum viðskiptum
við 270 milljarða króna.
Alþjóðlegar höfuðstöðvar fyrir-
tækisins eru á Íslandi og Róbert
Wessman er forstjóri þess. Hann
verður áfram leiðandi hluthafi.
Á Íslandi starfa um 80 manns á
vegum Alvogen og það vinnur nú
að byggingu nýs Hátækniseturs í
Vatnsmýri.
Alvogen er í dag starfandi í 35
löndum og hjá fyrirtækinu starfa
um 2.300 starfsmenn. Róbert
Wessman sem verður áfram for-
stjóri fyrirtækisins segir það
mikla viðurkenningu að fá jafn
öfluga fjárfestingasjóði til liðs við
Alvogen.
„Þeir hafa trú á okkar fram-
tíðarsýn, þ.e. að byggja upp leið-
andi fyrirtæki í heiminum á okkar
sviði. Þessir sjóðir hafa skuld-
bundið sig til að styðja við fram-
tíðarvöxt Alvogen með þekkingu
sinni og fjármagni,“ segir Róbert.
Alvogen hefur ekki gefið út
rekstrartekjur sínar en sam-
kvæmt heimildum Fréttablaðs-
ins eru tekjur fyrirtækisins yfir
100 milljarðar króna á þessu ári
og rekstrarhagnaður um 30 millj-
arðar króna. Fjárfestingasjóð-
irnir CVC og Temasek eru í hópi
stærstu fjárfestingasjóða í heim-
inum í dag og nema heildarumsvif
þeirra um 290 milljörðum banda-
ríkjadala eða um 38 þúsund millj-
örðum íslenskra króna.
„Vöxtur fyrirtækisins hefur
verið mikill undanfarin sex ár
og erlendir fjárfestingasjóðir og
önnur lyfjafyrirtæki fylgst náið
með Alvogen. Innkoma nýrra
hluthafa mun styðja enn frekar
við okkar framtíðarsýn og styðja
við framtíðarvöxt fyrirtækisins.
Þessir sjóðir sjá hversu góðum
árangri við höfum náð á skömmum
tíma, en það sem ræður þó mestu
um ákvörðun þeirra að fjárfesta í
Alvogen nú er trú þeirra á lykil-
stjórnendum félagsins og fram-
tíðarsýn okkar,“ útskýrir Róbert.
- kak
Fjárfestar kaupa í Alvogen
Hluthafahópur hefur keypt meirihluta í lyfjafyrirtækinu Alvogen. Heildarvirði fyrirtækisins metið 270 millj-
arðar króna. Um 80 manns vinna hjá fyrirtækinu sem vinnur nú að byggingu Hátækniseturs í Vatnsmýri.
Þessir sjóðir hafa
skuldbundið sig til að
styðja við framtíðarvöxt
Alvogen með þekkingu
sinni og fjármagni.
Róbert Wessman,
forstjóri Alvogen.
STAGE SIGLIR UM SUNDIN Seglskipið Georg Stage hýsir sextíu ungmenni sem læra sjómennsku með verklegum hætti. Birgitta Michaelsdóttir skráði sig til náms
eftir framhaldsskóla á Íslandi. „Við höfum komið við á Englandi og Írlandi, erum núna á Íslandi og munum koma við í Færeyjum, Orkneyjum, Kristiansand, Álaborg og
Kristjánsey,“ segir hún. Sjá síðu 2 FRÉTTABLAÐIÐ/ANDRI MARINÓ
LÖGREGLAN Úrskurðarnefnd jafn-
réttismála hefur úrskurðað að
innan ríkisráðuneytið hafi farið á
svig við jafnréttislög við skipun
þriggja karla í embætti aðstoðar-
yfirlögregluþjóna.
Það er mat úrskurðarnefnd-
arinnar að þau atriði sem lágu
til grundvallar við mat á hæfni
umsækjenda hafi hampað körl-
um innan lögreglunnar á höfuð-
borgarsvæðinu á kostnað kvenna.
Hæfnis nefndin mat stjórnunar-
stöður innan lögreglunnar til að
mynda hærra en sambærilega
reynslu annars staðar frá.
Fáar konur hafa gegnt stjórn-
unarstöðum innan lögreglunnar
á höfuðborgarsvæðinu og því var
ljóst að mun líklegra var að karl-
ar kæmu til greina í embættið.
Í ráðningarferlinu voru níu
spurningar lagðar fyrir umsækj-
endur. Vægi spurninganna var
fimmtíu prósent á móti öðrum
fimmtíu prósentum sem byggðu
á frammistöðu í sjálfu ráðningar-
viðtalinu.
Þegar niðurstöður voru teknar
saman og frammistaða umsækj-
enda metin var ákveðið að sleppa
gildi tveggja spurninga. Spurn-
ing um tungumálakunnáttu og
spurning um aðra starfsreynslu
en innan lögreglunnar fengu því
ekkert vægi.
Konan sem kærði ráðninguna,
Gná Guðjónsdóttir, hafði víðtæka
stjórnunarreynslu bæði innan
lögreglunnar á höfuðborgarsvæð-
inu og erlendis. Hún hafði meðal
annars gegnt stjórnunarstöðu við
friðar gæslu á vegum Sameinuðu
þjóðanna í Líberíu. Hún komst
ekki í lokaúrtak við ráðninguna.
- snæ / sjá síðu 10
Gengið var fram hjá hæfri lögreglukonu við ráðningu í yfirmannsstöðu:
Ráðuneytið braut jafnréttislög
Ég hafði
heyrt ráð-
herra segja
að hlutirnir
myndu breyt-
ast og konum
myndi fjölga.
Gná Guðjónsdóttir,
fyrrverandi lögreglukona.
1
5
-0
9
-2
0
1
5
0
9
:3
8
F
B
0
6
4
s
_
P
0
6
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
0
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
6
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
6
2
4
-1
F
E
8
1
6
2
4
-1
E
A
C
1
6
2
4
-1
D
7
0
1
6
2
4
-1
C
3
4
2
8
0
X
4
0
0
1
A
F
B
0
6
4
s
_
2
1
_
6
_
2
0
1
5
C
M
Y
K