Fréttablaðið - 22.06.2015, Side 44

Fréttablaðið - 22.06.2015, Side 44
KYNNING − AUGLÝSINGÞvottur MÁNUDAGUR 22. JÚNÍ 20156 Á vef Leiðbeiningastöðvar heimilanna er að finna ýmis góð og gagnleg ráð. Til dæmis um sveppamyndun í heimilistækjum. Þar segir að sveppamyndun sé æði algeng í þvottavélum til að mynda og lýsi sér helst í vondri lykt úr þvottinum, þá er sveppurinn iðu- lega sýnilegur berum augum, til dæmis í sápuhólfinu. Sveppur- inn þrífst í raka og hugsanlegt að mýkingarefni og þvottaefni með ensímum auki líkur á sveppamyndun. Gefin eru góð ráð til að losna við þennan vágest úr þvottavélum: ● Byrjað er á að skoða hvort dökkgrátt slím (gulleitt í byrjun) er í sápuhólfi vélarinnar. ● Ef svo er þá er best að byrja á að þrífa hólfið, taka það í sundur ef hægt er. ● Best er að nota óblandað Rodalon, sem sett er í skál/fat og nota bursta við verkið (flöskubursta) og fara vel í öll horn hólfs- ins. Einnig er hægt að setja efnið í úðabrúsa, úða vel í hólfið og skrúbba síðan. Gæta skal þess að nota gúmmíhanska við verk- ið. ● Taka þarf síu eða sigti á sama hátt. Nauðsynlegt er að þrífa einnig gúmmíhring og gler í hurð vel. Helst með óblönduðu efninu. ● Áhrifaríkast er að setja Rodalon í sápuhólf og tromlu, stilla á 40°C og láta vélina taka inn á sig vatn í smástund, slökkva síðan á henni og láta standa í henni yfir nótt. Kveikja á henni aftur og láta klára prógrammið.Ath! Vélin á að vera tóm. ● Fyrirbyggjandi að- gerð er að þvo af og til á hæstu stillingu (80° eða 90°, suðuþvott) því sveppamynd- un lifir ekki af slíkan hita. En athuga ber að sápuhólfið hitn- ar ekki svo mikið þannig að sveppa- myndunin getur tekið sig upp þar aftur og smitað áfram og þannig verður til vítahringur. ● Góð regla er að að þurrka sápuhólf, gúmmíhring og gler eftir notkun og skilja vélina eftir opna á milli þvotta. Sveppamyndun í þvottavélum 40.000 fréttaþyrstir notendur Smelltu þér á Fréttablaðsappið og lestu blaðið hvar sem er og hvenær sem er. Fáðu Fréttablaðið ókeypis í spjaldtölvuna og snjallsímann með Fréttablaðsappinu. Nálgastu appið á visir.is/fbl eða beint í gegnum: Þvottalaugarnar í Laugardal voru heitar laugar sem hús-mæður og vinnukonur not- aðu til þvotta frá því að þéttbýli myndaðist í Reykjavík á seinni hluta 18. aldar og fram á 20. öld. Á þessum tíma bjuggu flestir Reyk- víkingar á svæðinu kringum Tjörnina í miðborg Reykjavíkur og þurftu því konurnar að ganga um 3 km leið að laugunum, yfir- leitt með þungar byrðar á bakinu. Að sögn Steinunnar Guðmund- ardóttur, safnfræðslufulltrúa á Þjóðminjasafni Íslands, var notk- un þeirra orðin nokkuð almenn í upphafi 19. aldar en mjög dró úr notkuninni 1930 þegar Lauga- veitan var virkjuð en það markaði upphaf hitaveitu í Reykjavík. „Það voru fyrst og fremst íbúar Reykjavíkur sem nýttu sér laug- arnar. Á þessum tíma var viðvar- andi vatnsskortur í Reykjavík og bæði þurfti að sækja vatn í brunna til drykkjar og til að þvo þvott. Það bætti örlítið lífsgæði á þess- um tíma að hafa heitu laugarnar.“ Að hennar sögn voru það helst vinnukonur og fátækar húsmæð- ur sem sóttu í laugarnar en á þessum tíma höfðu einhver betri heimili borgarinnar þvottaað- stöðu. „Þetta var mikið ferðalag hjá konunum og þvottur tók oft allan daginn. Nær allar þeirra gengu fram og til baka og báru þungan þvott á bakinu auk verk- færa, sápu og nestis svo eitthvað sé upptalið. Þetta var auð vitað fyrir tíma gatnakerfis og götu- lýsinga og þær gengu þetta oft í myrkri og alls kyns veðri.“ Þvotturinn var mjög líkamlega erfið vinna, að sögn Steinunnar. „Fyrst þurfti að þvo allan þvott- inn í höndunum eftir að hafa borið hann langar leiðir á bakinu. Þegar búið var að þvo þurfti að vinda þvottinn sem var ekki síður erfitt verk. Það var oft snúið að þurrka þvottinn í miklum raka eða vot- viðri þannig að stundum þurfti að bera blautan þvottinn til baka sem varð auðvitað miklu þyngri fyrir vikið. Seinna voru byggð þvotta- hús við laugarnar og snúrur sett- ar upp sem auðvelduðu þurrkinn en ef sólin skein og þurrt var lögðu þær þvottinn yfir grasið.“ Mikil vinnuharka Þetta vinnuf yrirkomulag var nokkuð gagnrýnt enda þótti vinnuharkan mikil. „Vinnukon- urnar voru einfaldlega bundnar því sem húsbændur þeirra sögðu. Eftir aldamótin átti að ráðast í ýmsar úrbætur sem hefðu létt þeim störfin. Meðal annars var rætt um að koma á vagnferðum þar sem þvotturinn sjálfur yrði ferjaður á meðan þær gengju sömu leið. Þetta kostaði hins vegar allt pening og komst aldrei almennilega á koppinn þannig að húsbændurnir kusu frekar að láta vinnukonurnar bera þvottinn áfram á bakinu.“ Ek ki var mikið hugað að öryggis málum á þessum tíma og urðu reglulega alvarlega slys þegar konurnar brenndu sig illa eða jafnvel dauðaslys þegar þær duttu ofan í uppsprettuna. Eins og fyrr segir minnkaði að- sókn í þvottalaugarnar með til- komu hitaveitunnar en lagðist þó ekki af strax. „Notkun þeirra tók aftur kipp í báðum heimsstyrjöld- unum. Í þeirri fyrri var skortur á kolum í landinu og þá voru laug- arnar nýttar í meira mæli en áður. Í seinni heimsstyrjöldinni þurfti að þvo mikinn þvott af hermönn- um sem dvöldu hér og þá voru þær aftur nýttar mikið. Árin kringum seinni heimsstyrjöldina voru þó síðustu árin sem þvottalaugarnar voru nýttar í miklum mæli.“ Í Laugardal er í dag hægt að skoða ummerki frá tímum þvotta- lauganna og kynnast þessari merku sögu á fræðsluskiltum sem þar standa. Vinnuharka og langur gangur Þvottalaugarnar í Laugardal í Reykjavík voru nýttar fram á 20. öld. Þar þvoðu vinnukonur og húsmæður þvott við oft erfiðar og afar hættulegar aðstæður. Þungan þvottinn og annan búnað þurfti að bera langar leiðir og oft í myrkri, kulda og vondum veðrum. Þvottalaugarnar um aldamótin 1900. Húsið sem sést á myndinni reisti Thorvaldsensfélagið árið 1877. MYND/ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS-SIGFÚS EYMUNDSSON 1 5 -0 9 -2 0 1 5 0 9 :3 8 F B 0 6 4 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 6 2 5 -C D 7 8 1 6 2 5 -C C 3 C 1 6 2 5 -C B 0 0 1 6 2 5 -C 9 C 4 2 8 0 X 4 0 0 6 A F B 0 6 4 s _ 2 1 _ 6 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.