Fréttablaðið - 22.06.2015, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 22.06.2015, Blaðsíða 44
KYNNING − AUGLÝSINGÞvottur MÁNUDAGUR 22. JÚNÍ 20156 Á vef Leiðbeiningastöðvar heimilanna er að finna ýmis góð og gagnleg ráð. Til dæmis um sveppamyndun í heimilistækjum. Þar segir að sveppamyndun sé æði algeng í þvottavélum til að mynda og lýsi sér helst í vondri lykt úr þvottinum, þá er sveppurinn iðu- lega sýnilegur berum augum, til dæmis í sápuhólfinu. Sveppur- inn þrífst í raka og hugsanlegt að mýkingarefni og þvottaefni með ensímum auki líkur á sveppamyndun. Gefin eru góð ráð til að losna við þennan vágest úr þvottavélum: ● Byrjað er á að skoða hvort dökkgrátt slím (gulleitt í byrjun) er í sápuhólfi vélarinnar. ● Ef svo er þá er best að byrja á að þrífa hólfið, taka það í sundur ef hægt er. ● Best er að nota óblandað Rodalon, sem sett er í skál/fat og nota bursta við verkið (flöskubursta) og fara vel í öll horn hólfs- ins. Einnig er hægt að setja efnið í úðabrúsa, úða vel í hólfið og skrúbba síðan. Gæta skal þess að nota gúmmíhanska við verk- ið. ● Taka þarf síu eða sigti á sama hátt. Nauðsynlegt er að þrífa einnig gúmmíhring og gler í hurð vel. Helst með óblönduðu efninu. ● Áhrifaríkast er að setja Rodalon í sápuhólf og tromlu, stilla á 40°C og láta vélina taka inn á sig vatn í smástund, slökkva síðan á henni og láta standa í henni yfir nótt. Kveikja á henni aftur og láta klára prógrammið.Ath! Vélin á að vera tóm. ● Fyrirbyggjandi að- gerð er að þvo af og til á hæstu stillingu (80° eða 90°, suðuþvott) því sveppamynd- un lifir ekki af slíkan hita. En athuga ber að sápuhólfið hitn- ar ekki svo mikið þannig að sveppa- myndunin getur tekið sig upp þar aftur og smitað áfram og þannig verður til vítahringur. ● Góð regla er að að þurrka sápuhólf, gúmmíhring og gler eftir notkun og skilja vélina eftir opna á milli þvotta. Sveppamyndun í þvottavélum 40.000 fréttaþyrstir notendur Smelltu þér á Fréttablaðsappið og lestu blaðið hvar sem er og hvenær sem er. Fáðu Fréttablaðið ókeypis í spjaldtölvuna og snjallsímann með Fréttablaðsappinu. Nálgastu appið á visir.is/fbl eða beint í gegnum: Þvottalaugarnar í Laugardal voru heitar laugar sem hús-mæður og vinnukonur not- aðu til þvotta frá því að þéttbýli myndaðist í Reykjavík á seinni hluta 18. aldar og fram á 20. öld. Á þessum tíma bjuggu flestir Reyk- víkingar á svæðinu kringum Tjörnina í miðborg Reykjavíkur og þurftu því konurnar að ganga um 3 km leið að laugunum, yfir- leitt með þungar byrðar á bakinu. Að sögn Steinunnar Guðmund- ardóttur, safnfræðslufulltrúa á Þjóðminjasafni Íslands, var notk- un þeirra orðin nokkuð almenn í upphafi 19. aldar en mjög dró úr notkuninni 1930 þegar Lauga- veitan var virkjuð en það markaði upphaf hitaveitu í Reykjavík. „Það voru fyrst og fremst íbúar Reykjavíkur sem nýttu sér laug- arnar. Á þessum tíma var viðvar- andi vatnsskortur í Reykjavík og bæði þurfti að sækja vatn í brunna til drykkjar og til að þvo þvott. Það bætti örlítið lífsgæði á þess- um tíma að hafa heitu laugarnar.“ Að hennar sögn voru það helst vinnukonur og fátækar húsmæð- ur sem sóttu í laugarnar en á þessum tíma höfðu einhver betri heimili borgarinnar þvottaað- stöðu. „Þetta var mikið ferðalag hjá konunum og þvottur tók oft allan daginn. Nær allar þeirra gengu fram og til baka og báru þungan þvott á bakinu auk verk- færa, sápu og nestis svo eitthvað sé upptalið. Þetta var auð vitað fyrir tíma gatnakerfis og götu- lýsinga og þær gengu þetta oft í myrkri og alls kyns veðri.“ Þvotturinn var mjög líkamlega erfið vinna, að sögn Steinunnar. „Fyrst þurfti að þvo allan þvott- inn í höndunum eftir að hafa borið hann langar leiðir á bakinu. Þegar búið var að þvo þurfti að vinda þvottinn sem var ekki síður erfitt verk. Það var oft snúið að þurrka þvottinn í miklum raka eða vot- viðri þannig að stundum þurfti að bera blautan þvottinn til baka sem varð auðvitað miklu þyngri fyrir vikið. Seinna voru byggð þvotta- hús við laugarnar og snúrur sett- ar upp sem auðvelduðu þurrkinn en ef sólin skein og þurrt var lögðu þær þvottinn yfir grasið.“ Mikil vinnuharka Þetta vinnuf yrirkomulag var nokkuð gagnrýnt enda þótti vinnuharkan mikil. „Vinnukon- urnar voru einfaldlega bundnar því sem húsbændur þeirra sögðu. Eftir aldamótin átti að ráðast í ýmsar úrbætur sem hefðu létt þeim störfin. Meðal annars var rætt um að koma á vagnferðum þar sem þvotturinn sjálfur yrði ferjaður á meðan þær gengju sömu leið. Þetta kostaði hins vegar allt pening og komst aldrei almennilega á koppinn þannig að húsbændurnir kusu frekar að láta vinnukonurnar bera þvottinn áfram á bakinu.“ Ek ki var mikið hugað að öryggis málum á þessum tíma og urðu reglulega alvarlega slys þegar konurnar brenndu sig illa eða jafnvel dauðaslys þegar þær duttu ofan í uppsprettuna. Eins og fyrr segir minnkaði að- sókn í þvottalaugarnar með til- komu hitaveitunnar en lagðist þó ekki af strax. „Notkun þeirra tók aftur kipp í báðum heimsstyrjöld- unum. Í þeirri fyrri var skortur á kolum í landinu og þá voru laug- arnar nýttar í meira mæli en áður. Í seinni heimsstyrjöldinni þurfti að þvo mikinn þvott af hermönn- um sem dvöldu hér og þá voru þær aftur nýttar mikið. Árin kringum seinni heimsstyrjöldina voru þó síðustu árin sem þvottalaugarnar voru nýttar í miklum mæli.“ Í Laugardal er í dag hægt að skoða ummerki frá tímum þvotta- lauganna og kynnast þessari merku sögu á fræðsluskiltum sem þar standa. Vinnuharka og langur gangur Þvottalaugarnar í Laugardal í Reykjavík voru nýttar fram á 20. öld. Þar þvoðu vinnukonur og húsmæður þvott við oft erfiðar og afar hættulegar aðstæður. Þungan þvottinn og annan búnað þurfti að bera langar leiðir og oft í myrkri, kulda og vondum veðrum. Þvottalaugarnar um aldamótin 1900. Húsið sem sést á myndinni reisti Thorvaldsensfélagið árið 1877. MYND/ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS-SIGFÚS EYMUNDSSON 1 5 -0 9 -2 0 1 5 0 9 :3 8 F B 0 6 4 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 6 2 5 -C D 7 8 1 6 2 5 -C C 3 C 1 6 2 5 -C B 0 0 1 6 2 5 -C 9 C 4 2 8 0 X 4 0 0 6 A F B 0 6 4 s _ 2 1 _ 6 _ 2 0 1 5 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.