Fréttablaðið - 22.06.2015, Qupperneq 14
22. júní 2015 MÁNUDAGURSKOÐUN
HALLDÓR
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞRÓUNARSTJÓRI: Tinni Sveinsson tinni@365.is HELGARBLAÐ: Erla Björg Gunnarsdóttir erla@frettabladid.is MENNING: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is
LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is
FRÁ DEGI
TIL DAGS
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir FORSTJÓRI: Sævar Freyr
Þráinsson ÚTGEFANDI OG AÐALRITSTJÓRI: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRAR:
Andri Ólafsson andri@365.is, Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is.
Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er
hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í
stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871
Staðsetning nýs Landspítala mun undirrit-
aðan engu skipta varðandi vinnu og von-
andi ekki þjónustu en ekki verður kom-
ist hjá því að heyra umræðuna og finnst
undir rituðum sem skattborgara alveg
dæmalaus rök þeirra sem verja áfram-
haldandi staðsetningu við Hringbraut.
Haldið hefur verið fram að ráðgjafar hafi
víða verið leitað og ráðlagt að best væri að
vera um kyrrt á Hringbraut, endurnýta og
endurnýja sem mesta af eldri byggingum.
Það væri ódýrast og hagkvæmast.
Þess hefur greinilega verið vel gætt að
leita ekki til Svía í þetta skiptið varðandi
ráðgjöf en þeir eru nú að endurbyggja
Karolinska háskólasjúkrahúsið, það
fremsta í Svíþjóð og eitt af þeim fremstu
í Evrópu. Í boðsferð til Karolinska árið
2010 var mér bent á hvar upphaflega
sjúkrahúsið hefði verið inni í borginni,
en starfsemi var einnig í Solna. Eins og
fram kemur á vefsíðum Karolinska hefur
megin háskólasjúkrahúsið verið í Hudd-
inge talsvert fyrir sunnan Stokkhólm frá
1972, en byggja ætti nýtt í Solna norðvest-
ur af Stokkhólmi.
Í boðsferð aftur sl. haust til Karol-
inska í Huddinge mátti sjá upplýsingar
um hversu byggingu nýja sjúkrahússins í
Solna miðar og að stefnt sé að því að það
verði opnað í haust.
Á vefsíðu þess „nyakarolinskasolna.
se“ má sjá að meginrökin fyrir byggingu
nýja sjúkrahússins séu að hagkvæmara
hafi þótt að reisa nýjan spítala fremur
en að endurbyggja og endurnýja núver-
andi byggingu í Huddinge, eða á ensku,
„ … more cost effective, compared to
renovating and refurbishing the present
facilities“.
Hvenær fara íslensk stjórnvöld að segja
rétt frá?
Í núverandi umræðum hefur því einnig
verið haldið fram að núverandi staðsetn-
ing sé hagkvæm vegna almenningssam-
gangna! Hafa þessir ráðmenn virkilega
aldrei verið á ferðinni á Kringlumýrar-
eða Miklubraut á morgnana eða síðdegis
þegar menn eru á leið í vinnu eða heim?
Fótgangandi maður er oft fljótari en bílar.
Gæði sjúkrahúss ráðast ekki af stað-
setningu, nýbyggingu og nýjasta tækja-
kosti, heldur miklu fremur af starfs-
mannavali og mikilvægasti mælikvarðinn
er aðsókn unglækna þangað til sérnáms.
Staðsetning Landspítala
365.is Sími 1817
Færðu fjarskiptin yfir til 365
og fáðu vandað sjónvarpsefni
á fáránlega góðu verði
REIKNAÐU
DÆMIÐ
á 365.is
SKIPULAG
Birgir
Guðjónsson
sérfræðingur í lyf-
lækningum og melt-
ingarsjúkdómum
➜ Í núverandi umræðum hefur
því einnig verið haldið fram að
núverandi staðsetning sé hagkvæm
vegna almenningssamgangna!
Þ
að er freistandi tilhugsun að setja kvóta á málbein
íslenskra stjórnmálamanna. Í þessu gæti falist ákveðin
hvíld fyrir lúna og langþreytta Íslendinga sem furða sig
oft og tíðum á innihaldslitlu gaspri og óviðeigandi orð-
bragði íslenskra ráðamanna.
Ágætis dæmi um þetta má finna í ummælum Guðfinnu Jóhönnu
Guðmundsdóttur sem sagðist: „Vona að þetta fólk geti rifið hausinn
út úr rassgatinu á sér bara þennan eina dag.“ Tilefnið mótmæli á
Austurvelli að morgni þjóðhátíðardagsins þann 17. júní.
Sitt sýnist hverjum um mót-
mæli gegn starfandi ríkisstjórn á
þessum degi á þessari stund. En
flestir geta þó vonandi verið sam-
mála um að Guðfinnu Jóhönnu
er lítill sómi að orðfærinu en
það dugði henni þó til þess að
ná eyrum landsmanna. Í þessu
tilviki hefði því mögulega einhvers konar málbeins- eða tjáningar-
kvóti getað komið borgarfulltrúanum til bjargar. En svo var ekki
og auðvitað er það hið besta mál. Réttur okkar til tjáningar er einn
helsti hornsteinn lýðræðisríkis og grundvöllur almennra mann-
réttinda.
Hugmyndin um málbeinskvóta er því afleit hvernig sem á er
litið. Engu að síður þarf hluti íslensku þjóðarinnar þó að búa við
slíkan málbeinskvóta. Sætta sig við það að ársfjórðungslega sé
ekki í boði að tjá sig við þann þorra þjóðarinnar sem hefur íslensk-
una sem fyrsta mál. Þessi hópur má búa við það að þurfa að halda
kjafti um menn og málefni, geta ekki farið í atvinnuviðtöl eða tekið
þátt í opinberri umræðu. Þurfa að þegja þunnu hljóði í útskriftar-
veislum og brúðkaupum þegar sum okkar finna hjá sér þörf til
þess að segja úr ræðustól eitthvað fallegt við þá sem okkur þykir
vænt um og svo mætti lengi telja.
Þessi hópur er heyrnarlausir Íslendingar. Fyrsta tungumál
heyrnarlausra Íslendinga er táknmál en hins vegar eru afar fáir
Íslendingar sem læra það tungumál enda er það ekki hluti af
námsskrá skólakerfisins. Þar er þó kennd bæði enska og danska
og reyndar fleiri tungumál sem er allt eins fallegt svo við getum
reynt að gera okkur skiljanleg við túristaflauminn. How do you
like Iceland?
Ársfjórðungslega gerist það að túlkasjóður heyrnarlausra
klárast og heyrnarlausir fá skilaboð um að nú þurfi þeir að halda
kjafti fram að næstu úthlutun. Þeim er þó vonandi ekki sagt það
með þessum fruntalegu orðum enda enginn sómi að slíku orðfæri –
en það hentar hugsanlega til þess að ná eyrum ráðamanna.
Í nágrannalöndum okkar eru engar takmarkanir á sambæri-
legum sjóðum. Kannski vegna þess að heyrnarlausir eru heyrnar-
lausir allt árið – líka á Íslandi, eða einfaldlega vegna þess að
þar er litið á réttinn til tjáningar sem grundvallarmannréttindi.
Nágrannaþjóðir okkar hafa líka staðfest sáttmála Sameinuðu þjóð-
anna um réttindi fatlaðs fólks, eitthvað sem er löngu tímabært að
Alþingi Íslendinga komi í verk, en það mundi jafngilda lögum um
þessi sjálfsögðu réttindi. Og tíminn til úrlausnar á þessum smánar-
bletti á íslensku samfélagi er núna. Þögn þeirra sem fara með
málaflokkinn er margfalt verri en gaspur misviturra pólitíkusa
um allt og ekkert, þjóðinni til mæðu á tyllidögum sem aðra daga.
Túlkasjóður er uppurinn enn og aftur:
Haltu kjafti,
heyrnarlaus
Magnús
Guðmundsson
magnus@frettabladid.is
Kynjaumræðan óþörf
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra
var í útvarpi á sunnudag. Hall-
grímur Thorsteinsson þáttarstjórn andi
saumaði að ráðherranum og tengdi
saman kjarabaráttu hjúkrunar fræðinga
og hundrað ára afmæli kosningaréttar
kvenna. Bjarni gaf lítið fyrir þetta og
sagði hreint út að umræðan væri á
villigötum. Vissulega væru hjúkrunar-
fræðingar að uppistöðu til konur, en
um það snerist málið ekki. Alls ekki.
Það er kannski ekki skrýtið
að jafnréttisumræðan hafi
farið svona rækilega framhjá
ráðherranum sem hefur það á
heilanum að ná fram halla-
lausum fjárlögum. Staðreyndin
er sú að kvennastéttir
eru láglaunastéttir
og flestar hafa þær
verið í kjarabaráttu síðastliðin ár.
Kennarar fóru í verkfall, leikskólakenn-
arar líka, og loks hjúkrunarfræðingar.
Það er ekki tilviljun, öfugt við það sem
Bjarni heldur.
Farvel Norge, Adjö Sverige
„Ég spyr nú bara, er allt að hruni
komið í Svíþjóð?“ spurði Bjarni
þáttarstjórnanda og áheyrendur reiður.
Hann fullyrðir að þriðjungur allra
sænskra hjúkrunarfræðinga fari til
Noregs að vinna. Ástæðan sé lág
laun og mikið álag í Svíþjóð.
En það var ekki bara Svíþjóð
sem er illa stödd að mati
Bjarna. Hann spyr hver staðan
sé í Noregi þar sem tuttugu
þúsund hjúkrunar-
fræðinga vantar.
Íslenskir
hjúkrunarfræðingar hljóta því bara að
fara úr öskunni í eldinn, hyggist þeir
flýja frá óviðunandi vinnuaðstæðum
og skammarlegum launum hérlendis.
Lög á hjúkkur og jafnari laun
Sigmundur Davíð forsætisráðherra
hefur í samstarfi við UN Women sett
það markmið að útrýma launamun
kynjanna á Íslandi fyrir árið 2022. Sem
sagt innan sjö ára. Þetta var tilkynnt
fimm dögum eftir að lög voru sett á
hjúkrunarfræðinga.
Líklega er Sigmundur sam-
mála Bjarna í því að kjara-
barátta hjúkrunarfræðinga,
stærstu kvennastéttar lands-
ins, hafi ekkert með konur og
kynjamál að gera.
snaeros@frettabladid.is
1
5
-0
9
-2
0
1
5
0
9
:3
8
F
B
0
6
4
s
_
P
0
6
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
0
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
4
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
6
2
4
-E
5
6
8
1
6
2
4
-E
4
2
C
1
6
2
4
-E
2
F
0
1
6
2
4
-E
1
B
4
2
8
0
X
4
0
0
3
A
F
B
0
6
4
s
_
2
1
_
6
_
2
0
1
5
C
M
Y
K