Fréttablaðið - 22.06.2015, Qupperneq 19
ÞVOTTUR
MÁNUDAGUR 22. JÚNÍ 2015
Kynningarblað Ný
bók um skipulag og ræstingar,
algeng mistök við þvottinn,
yfirhalning á þvottahúsinu,
saga þvottalauganna í
Laugardal.
Einkunnarorð Ecover eru „Heilbrigði fyrir heimil-ið“,“ segir Þórhallur Bald-
ursson sölustjóri Heilsu ehf. sem
er umboðsaðili fyrir umhverf-
isvænu hreingerningavörurnar
frá Ecover. „Ecover á sér langa og
farsæla sögu en meginmarkmið
fyrir tækisins hefur alla tíð verið að
hlúa að umhverfinu og heilbrigði
notenda ásamt því að bjóða upp á
samkeppnishæfa vöru.“
Hugað að umhverfi
að innan sem utan
Helsta nýjungin frá Ecover er að
nú er ekki aðeins passað upp á að
innihaldið standist öll umhverfis-
viðmið heldur einnig umbúðirnar.
„Til að mynda eru „plast“-umbúð-
irnar að mestu unnar úr sykur-
reyr en efnið kallast Plant plastic®.
Að hluta til eru umbúðirnar einn-
ig úr endurunnu plasti,“ segir
Þórhallur og bendir á að engin
steinolíu-plastefni komi nálægt
framleiðslunni. „Allar pappírs-
umbúðir eru jafnframt úr endur-
unnum pappír.
Virka fullkomlega
Það frábæra við Ecover er að
hreinsivörurnar virka fullkom-
lega. Þær eru afurð mikilla rann-
sókna þar sem innblástur frá nátt-
úrunni spilar meginhlutverkið,“
segir Þórhallur en Ecover vörun-
um fylgir ferskur náttúrulegur
ilmur sem kemur frá jurtum eins
og aloe vera og lavender. Þá er
einnig að finna kókosolíu og app-
elsínubörk í vörunum.
Ecover hreinlætislínan inni-
heldur öll helstu hreinsiefni fyrir
heimilið, hvort sem um er að ræða
gólf, bað, eldhús eða fyrir þvott.
Uppþvottalögurinn frá Ecover
hreinsar óhreinindi og leysir upp
fitu á áhrifaríkan hátt. Þvotta-
efnið hefur líka verið sérlega vin-
sælt bæði í duftformi og fljótandi
og skilar þvottinum hreinum og
ferskum.
„Margir þvo á hverjum degi
og öll viljum við að efnið sem við
notum hreinsi vel en þá skiptir líka
máli að það sem fer út í náttúruna
valdi ekki tjóni, Ecover uppfyll-
ir báðar þessar kröfur,“ segir Þór-
hallur.
Notendur mjög ánægðir
Þórhallur segir húðlækna sem
prófað hafi vörurnar frá Eco-
ver vera mjög sátta við útkom-
una. „Fljótandi þvottaefnið ásamt
uppþvottaleginum hefur verið sér-
staklega vottað og ofnæmispróf-
að. Þeir sem byrja að nota Ecover
hreinlætisvörurnar eru mjög
ánægðir, en við höfum fengið frá-
bær viðbrögð frá notendum,“ segir
hann.
Ecover vörurnar fást í Heilsu-
húsinu þar sem finna má mesta
úrvalið, þær fást einnig í Fjarðar-
kaupum, Blómavali og nú í versl-
unum Bónuss.
Nánari upplýsingar má finna á
heimasíðu Ecover: is.ecover.com.
Ecover fyrir heimilið og náttúruna
Heilsa ehf. kynnir Ecover, umhverfisvænar hreinlætisvörur sem eru góðar bæði fyrir heimilið og náttúruna. Vörurnar frá Ecover
eru framleiddar úr plöntum og steinefnum sem brotna fullkomlega niður í umhverfinu.
„Ecover á sér langa
og farsæla sögu
en meginmarkmið
fyrirtækisins hefur
alla tíð verið að hlúa
að umhverfinu og
heilbrigði notenda
ásamt því að bjóða
upp á samkeppnis-
hæfa vöru,“ segir
Þórhallur Baldurs-
son, sölustjóri Heilsu
ehf.
MYND/GVA
Ecover hreinsilínan inniheldur öll helstu hreinsiefni fyrir heimilið, svo sem hreinsilög fyrir gólf, alhliða hreinsiefni fyrir baðherbergið og eldhúsið. Uppþvottalögurinn frá Ecover leysir upp fitu og hreinsar á áhrifaríkan hátt og er
jafnframt mildur fyrir hendurnar, einnig fást uppþvottatöflur frá Ecover.
Saga Ecover hófst árið 1979 þegar hópur frumkvöðla á
sviði umhverfismála ákvað að hjálpa fólki að losna við
slæmar hreingerningarvenjur.
Á þessum tíma innihéldu margar hreingerningarvörur
ýmis eiturefni. Nokkur hætta stafar af slíkum eitur-
efnum enda geta þau mengað grunnvatn, stuðlað að
eyðingu dýralífs og jafnvel skaðað þann sem notar
vörurnar.
Brautryðjendurnir ákváðu að sporna við þessari
slæmu þróun og stofnuðu Ecover í litlum garðskúr í
belgískum bæ. Þar framleiddu þeir fyrsta fosfatlausa
þvottaefnið og sönnuðu þar með að hægt væri að slá
tvær flugur í einu höggi, hreinsa þvott með góðum
árangri og huga að náttúrunni.
Margt hefur gerst á þeim árum sem eru liðin. Ecover
er nú með höfuðstöðvar í San Francisco með um-
hverfisvænar „grænar“ verksmiðjur í Belgíu, Frakklandi
og Chicago þar sem náttúran er áfram í fyrirrúmi í allri
framleiðslu. Ecover framleiðir 35 vörur sem dreift er í
yfir fjörutíu löndum.
SAGA ECOVER
1
5
-0
9
-2
0
1
5
0
9
:3
8
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
6
2
5
-3
E
4
8
1
6
2
5
-3
D
0
C
1
6
2
5
-3
B
D
0
1
6
2
5
-3
A
9
4
2
8
0
X
4
0
0
4
A
F
B
0
6
4
s
_
2
1
_
6
_
2
0
1
5
C
M
Y
K