Fréttablaðið - 22.06.2015, Síða 52

Fréttablaðið - 22.06.2015, Síða 52
22. júní 2015 MÁNUDAGUR| MENNING | 20 Ö ll ve rð e ru b ir t m eð fy ri rv ar a um p re nt vi llu r og /e ða m yn da br en gl . Í INTERSPORT BÍLDSHÖFÐA! NÝ OG GLÆSILEG VEIÐIDEILD INTERSPORT BÍLDSHÖFÐA / SÍMI 585 7220 OPIÐ: MÁN. - FÖS. 10 - 18. LAU. 10 - 18. SUN. 13 - 17. SHIMANO VEIÐIHJÓL BAKPOKI MEÐ STÓL Verð frá: 6.490 13.490 KINETIC VÖÐLUJAKKI Góður vöðlujakki í veiðina. VACUUM STANGA- HALDARI Á BÍLINN CORTLAND FLUGULÍNA 15.990 29.990 8.990 Verð frá: 39.990 Allt fyrir útivistina og veiði! RANGER BREATHABLE CHEST WADERS ÖNDUNARVÖÐLUR Á vormánuðum kom í fyrsta sinn út í íslenskri þýðingu merkisritið Rétturinn til letinnar eftir Paul La- fargue. Guðmundur J. Guðmunds- son þýddi þessa áhugaverðu bók sem kom fyrst fyrir sjónir franskra lesenda í endanlegri útgáfu höfund- ar í París árið 1883. Í upphafskafla verksins segir meðal annars: „Ef nokkur í okkar siðmenntuðu Evr- ópu hygðist finna einhverjar leif- ar af upprunalegri fegurð mann- skepnunnar, verður sá hinn sami að leita hennar í þeim löndum þar sem hleypidómar hagfræðinn- ar hafa ekki enn upprætt hatrið á vinnunni.“ Guðmundur segir að Paul La- fargue hafi verið merkiskall með skrautlegan feril en hann hafi vissulega haft mikil áhrif á þróun vestrænna stjórnmála. „Hann var fæddur í Santiago de Cuba árið 1842 og var af mjög svo blönduðum upp- runa. Til þess að gera langa sögu stutta þá var hann sendur til Frakk- lands til menntunar en lauk námi í læknisfræði frá Englandi eftir að hafa verið bannaður frá frönsk- um háskólum fyrir orðin: „Vísind- in afneita ekki Guði, heldur það sem betra er, gera hann óþarfan.“ Á Englandi varð hann húsgangur á heimili Karls Marx og kvæntist dóttur hans eftir að hann lauk námi. Þau hjónin sviptu sig lífi árið 1911 þegar þau voru bæði um sjötugt. Að baki þeirri ákvörðun lágu hugsjóna- ástæður sem tengdust andúð þeirra á hefðbundnum trúarsetningum og trú þeirra á veraldlega lífsnautna- stefnu.“ Þrátt fyrir það segist Guð- mundur kalla Réttinn til letinnar sjálfshjálparbók. „Menn eiga að temja sér þá siði og það lífsviðhorf sem þarna kemur fram.“ Latur aðdragandi Guðmundur segir að það hafi reynd- ar verið langur aðdragandi að þess- ari þýðingu. „Ég rakst fyrst á þessa bók þegar ég var í háskóla og féll þá strax fyrir titlinum. Mér datt í hug og hafði á orði að það væri nú gaman að snara þessu á íslensku án þess að láta af því verða. Félagar mínir gerðu auðvitað óspart grín að mér fyrir vikið og sögðu að ég væri maðurinn sem nennti ekki að þýða Réttinn til letinnar. Nú ætti ég loks- ins að vera laus undan þeim glós- um,“ segir Guðmundur og hlær við tilhugsunina. Á erindi inn í samtímann Það er um margt athyglisvert að Rétturinn til letinnar komi til íslenskra lesenda í dag eftir öll þessi ár. En Guðmundur segir að það sé nú alls ekki að ástæðulausu að hann hafi tekið til við þýðinguna í íslenskum samtíma. „Þessi bók talar afskaplega sterkt inn í sam- tímann. Í raun sterkar núna en hún gerði lengi vel. Hér áður hafði hún svona meira þessa stöðu sem klass- ískar bókmenntir en í dag talar hún sterklega til lesanda á þremur plön- um. Í fyrsta lagi er hún vissulega klassík, enda afskaplega vel úthugs- uð og skemmtilega skrifuð bók. Í öðru lagi þá talar hún til allra þeirra samfélaga sem búa við vinnuþrælkun. Samfélögin í Kína, á Indlandi og í Bangladesh o.s.frv. Og það er málefni sem á að sjálf- sögðu erindi til okkar allra. Í þriðja lagi talar hún svo vissu- lega til okkar, hinna spikfeitu vestur landabúa, sem búum við stöð- ugt meira misrétti. Við þurfum að lesa þessa bók og spyrja okkur að því hvort við getum virkilega ekki slakað meira á og einfaldlega skipt kökunni jafnar.“ Engir hugsuðir Guðmundur segist sjálfur vera og hafa alltaf verið pólitískur. „Ég er þó ekki flokksbundinn en fylgist alltaf vel með stjórnmálum. Ég hef þó tekið þátt í starfi stéttarfélaga í gegnum árin en látið þar staðar numið og ekki farið í flokkapóli- tíkina.“ Það er athyglisvert að á þeim tíma sem bókin var að koma út voru stjórnmálaleiðtogar oft miklir hugs- uðir. En Guðmundur segir að því miður virðist ekki fara mikið fyrir því í dag. „Ef það eru miklir hugs- uðir stjórnmálunum í dag þá fara þeir leynt. Það virðist vanta með öllu og þetta er reyndar eitthvað sem allir flokkar þurfa að huga að nánar. Pólitíkin í dag er orðin svo þraskennd og endalaust stagl um stök mál – smærri mál. En á tímum Lafargue tókust menn á um stóru málin. Alla samfélagsskipan, fram- tíð og möguleika. Í samtímanum virðist öll pólitík hafa gengist inn á það að peningar séu upphaf og endir alls. Því miður. ég hélt satt best að segja að hrun- ið hefði haft meiri áhrif en raun varð á. En svo virðist sem það hafi aðeins verið rétt svona fyrst eftir að þetta fór allt til fjandans sem fólk var tilbúið til þess að hugsa hlutina upp á nýtt en svo virðist allt hafa farið aftur í sama farveginn. Nú sjáum við sömu græðgina allsráð- andi í samfélaginu og ekkert hefur breyst.“ magnus@frettabladid.is Talar til spikfeitra vesturlandabúa Rétturinn til letinnar eft ir Paul Lafargue kom fyrir skömmu í fyrsta sinn fyrir sjónir lesenda á íslensku. Þýðandi verksins á íslensku, Guðmundur J. Guðmundsson, kennir kankvís um sinni eigin leti en verkið er reyndar um 130 ára um þessar mundir. ÞÝÐANDINN Guðmundur J Guðmundsson þýðandi segir að Rétturinn til letinnar eigi mikið erindi inn í samtímann. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA MENNING 1 5 -0 9 -2 0 1 5 0 9 :3 8 F B 0 6 4 s _ P 0 6 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 6 2 5 -1 6 C 8 1 6 2 5 -1 5 8 C 1 6 2 5 -1 4 5 0 1 6 2 5 -1 3 1 4 2 8 0 X 4 0 0 3 B F B 0 6 4 s _ 2 1 _ 6 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.