Fréttablaðið - 22.06.2015, Page 58
22. júní 2015 MÁNUDAGUR| SPORT | 26
FÓTBOLTI Landsliðskonan Dagný
Brynjarsdóttir talar um örlög
þegar hún ræðir um ástæður þess
að hún sé aftur komin í Selfoss
þegar hún ætlaði að vera að spila
knattspyrnu í New York. Dagný
spilaði bara hálft tímabil með Sel-
fossi í fyrra og missti meðal ann-
ars af bikarúrslitaleiknum en hún
ætlar að hjálpa hinu unga liði Sel-
foss fram í lokaumferðina í haust.
„Það var svolítið svekkjandi
að vera ekki á leiðinni til Banda-
ríkjanna því ég var búin að gíra
mig í það. Það gerir þetta miklu
skemmtilegra að það gangi vel
með Selfossi og stelpurnar eru líka
sáttar við að ég sé hérna,“ segir
Dagný. Selfoss tapaði fyrsta leikn-
um þar sem hún sat uppi í stúku en
hefur síðan unnið sex leiki í röð. Í
fyrra yfirgaf hún liðið fyrir bikar-
úrslitaleikinn en nú fórnar hún
tækifærum til að spila á Norður-
löndum eftir HM-fríið.
„Ég er búin að fá samningstilboð
frá Noregi og Svíþjóð og ég neit-
aði þeim. Ég er því búin að taka
ákvörðun um að klára tímabilið
með Selfossi,“ sagði Dagný í sam-
tali við Fréttablaðið í gær.
„Ég var ekki alveg tilbúin að
fara aftur út og spila bara í hálft
ár. Það er öðruvísi að koma ný
inn í lið á miðju tímabili og ég var
ekki tilbúin að gera það aftur. Ég
er búin að ákveða það að spila hér
heima fram í september og ef það
gengur upp þá ætla ég líka að spila
frá september til desember úti í
Ástralíu,“ segir Dagný.
Vildi komast til Japans
„Sænsku og norsku deildirnar
klárast í október og ég ætla að
fara til Bandaríkjanna á næsta ári
en sú deild byrjar ekki fyrr en í
mars. Mér fannst of langt að spila
ekkert frá október fram í mars,“
segir Dagný og hún var um tíma
að reyna að komast til Asíu
„Það eru ekki margar deildir
í gangi en það er verið að spila í
Þýskalandi, Frakklandi, Japan og
Ástralíu. Ég ætla ekki til Þýska-
lands aftur og ég er ekki spennt
fyrir Frakklandi því þar eru tvö
topplið sem eru að vinna leikina
sína 10-0. Ég ætlaði að reyna að
komast til Japans, því fyrrver-
andi aðstoðarþjálfari minn hjá
Florida State er Japani og hann
er með fullt af góðum sambönd-
um þar. Það kom hins vegar í ljós
fyrir helgi að það er ekki að ganga
upp vegna peningamála því það er
ekki verið að taka útlendinga inn
í Japan. Núna ætla ég að reyna að
komast að í Ástralíu og nú er bara
spurning um hvort ég finn lið,“
segir Dagný.
Núna vita þær að þær eru góðar
Dagný sér meiri trú í Selfossliðinu
í ár en í fyrra. „Í ár hafa þær meiri
trú því þær vita að þær eru góðar.
Það skiptir miklu máli að þær hafi
trú á því að þær geti þetta,“ segir
Dagný og það efast enginn um að
innkoma hennar hefur skipt Sel-
fossliðið miklu máli. Hún talar
líka um góðan stuðning. „Það
eru stelpur í liðinu frá Þorláks-
höfn, Selfossi, Hveragerði, Hellu
og Hvolsvelli. Við erum því með
stuðning frá öllu Suðurlandinu,“
segir Dagný.
Dagný Brynjarsdóttir er að spila
með sínu þriðja liði á innan við ári
og alls staðar hefur gengið vel,
bæði hjá henni og liðinu hennar.
En hefur hlutverk hennar verið
ólíkt í þessum þremur liðum.
„Þegar ég hætti hjá Florida
Dagný með Selfossi í allt sumar
Dagný Brynjarsdóttir hafnaði tilboðum frá norskum og sænskum liðum og ætlar að halda áfram að hjálpa ungu stelpunum í Selfossi
að skrifa nýja sögu. Dagný vonast eft ir því að klára viðburðaríkt ár í áströlsku deildinni og vill ekki spila í Þýskalandi eða í Frakklandi.
Á SIGURBRAUT Selfoss-
liðið hefur unnið alla
leikina sem Dagný Brynj-
arsdóttir hefur spilað í
sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
State þá var ég fyrirliðinn og með
stórt hlutverk. Mér tókst að vinna
titilinn á síðasta tímabilinu mínu í
skólanum. Hjá Bayern var ég eini
nýliðinn sem kom inn í lið sem var
búið að vera saman í hálft ár. Ég
spila bara seinni helminginn og
þurfti því að berjast fyrir mínu
og sanna mig. Ég var með Sel-
fossi í fyrra og þekki þær flestar.
Við Gumma (Guðmunda Brynja
Óladóttir) erum einu A-landsliðs-
konurnar en ég er með mun fleiri
leiki og það er ætlast til þess að
ég spili vel og geri eitthvað gagn,“
segir Dagný og hún kann vel við
það að vera í ábyrgðarhlutverki í
sínu liði.
Gæti ekki spilað í Frakklandi
„Ég gæti ekki spilað í Frakklandi
þar sem maður fer í leiki og veit
að þú ert að fara vinna 10-0. Það
er bara leiðinlegt. Það er miklu
skemmtilegra að fara í leiki þar
sem þú veist að þú þarft að spila
vel til að geta unnið. Ég hefði getað
farið í annað lið því það höfðu
fleiri íslensk lið samband. Mér
finnst meira spennandi að fara í
lið þar sem ég þarf að spila hundr-
að prósent ef við ætlum að vinna.
Það er ekki gaman að spila bara
af 70 prósent getu en vinna samt,“
segir Dagný. Næst á dagskrá er
topp slagur við Breiðablik.
„Fólk myndi kannski segja að
Breiðablik væri sterkara á blaði,
með fleiri landsliðsmenn og eldra
og reyndara lið. Við unnum þær
þarna í fyrra og ef við spilum allar
okkar besta leik eins og í fyrra þá
er aldrei að vita hvað gerist. Sel-
foss hefur aldrei náð því að kom-
ast í toppsætið en Selfossliðið
hefur alltaf verið að skrifa nýja og
nýja sögu nánast í hverjum mán-
uði síðan liðið komst upp í Pepsi-
deildina. Ef við vinnum Breiðablik
þá er komin enn ein ný saga,“ segir
Dagný. Hún segir metnaðinn vera
mikinn hjá liðsfélögum sínum.
„Ég er búin að upplifa mikið á
mínum ferli til þessa og það er
gaman að hjálpa ungu leikmönn-
unum að reyna að gera það sama.
Mér finnst gaman að hjálpa stelp-
um sem vilja komast í A-landsliðið
og þegar þær spyrja mig hvort ég
geti komið með þeim á aukaæfingu
eða hvort þær megi koma með mér
því ég æfi mikið aukalega. Þær
vilja bæta sig og þær langar að ná
langt og það er gaman að spila með
þannig liðsfélögum,“ sagði Dagný
að lokum. ooj@frettabladid.is
Dagný Brynjarsdóttir tapaði síðast leik með félagsliði
í september í fyrra eða fyrir 290 dögum. Selfoss hefur
unnið alla sex leiki sína í deild (5) og bikar (1) síðan hún
birtist óvænt í herbúðum liðsins í maí og Dagný tapaði
heldur ekki leik (7 sigrar og 2 jafntefli) með þýska liðinu
Bayern München en hún varð þýskur meistari í maí.
Dagný varð auk þess bandarískur háskólameistari með
Florida State í desember en Florida State tapaði ekki í
nítján síðustu leikjunum sem Dagný spilaði með liðinu.
Dagný hefur þannig spilað 34 mótsleiki í röð með
Florida State (19), Bayern München (9) og Selfossi (6) án
þess að tapa en síðasti tapleikur hennar var 5. september
2014. Síðan þá hafa liðin með hana innanborðs unnið 31
leik og gert 3 jafntefli.
➜ 34 leikir í röð án þess að tapa
FRJÁLSAR Íslenska frjálsíþrótta-
landsliðið varð í sjötta sæti í 2.
deild Evrópukeppni landsliða sem
fór fram í Stara Zagora í Búlgar-
íu um helgina. Ísland varð ofar
en bæði Kýpur og Slóvenía en
íslenska liðið missti fimmta sætið
til Króatíu á seinni deginum.
Þetta var samt mjög góð
frammistaða hjá íslenska liðinu í
frumraun sinni í 2. deild og gefur
góð fyrirheit fyrir næsta ár. Ekk-
ert land féll úr 2. deildinni að
þessu sinni en Ísland hefði hvort
sem er haldið sæti sínu. Danir
komu mörgum á óvart og unnu
glæsilegan sigur eftir baráttu við
heimamenn í Búlgaríu.
Ísland komst á pall í ellefu
greinum af 40, þar af voru þau
Hafdís Sigurðadóttir og Kolbeinn
Höður Gunnarsson á palli í tveim-
ur greinum. Kolbeinn Höður varð
þriðji í bæði 200 metra og 400
metra hlaupi.
Hafdís Sigurðardóttir náði best-
um árangri með því að vinna lang-
stökk kvenna og jafna Íslandsmet
sitt í leiðinni þegar hún stökk 6,45
metra. Hafdís var síðan einnig í
3. sæti í 400 metra hlaupi. Ásdís
Hjálmsdóttir vann spjótkastið
en hún og Hafdís tóku einu gull
Íslands á mótinu.
Þrjú úr íslenska hópnum náðu
öðru sæti en það voru þau Aníta
Hinriksdóttir í 800 metra hlaupi,
Hulda Þorsteinsdóttir í stangar-
stökki og Hlynur Andrésson í 5000
metra hlaupi. Guðmundur Sverris-
son náði þriðja sæti í spjótkasti og
það gerðu einnig Arna Stefanía
Guðmundsdóttir í 400 metra grind-
arhlaupi og Óðinn Björn Þorsteins-
son í kúluvarpi.
Stelpurnar náðu 52,5 stigum á
frábærum fyrri degi og virtust
ætla að ná fleiri stigum í hús en
karlarnir. Það fór ekki svo því
strákarnir náðu í 43 stig á seinni
deginum á sama tíma og aðeins 25
stig komu í hús hjá íslensku stelp-
unum sem glímdu við meiðsli á
seinni deginum. Karlarnir fengu
því 79 stig á móti 77,5 stigum hjá
konunum. - óój
Fínasta frumraun í 2. deildinni
Íslenska landsliðið komst á pall í ellefu greinum og náði sjötta sætinu í Búlgaríu.
FULLT HÚS OG ÍSLANDSMET Hafdís
Sigurðardóttir náði í alls 22 stig um
helgina. FRÉTTABLAÐIÐ/XXX
SPORT
Samiðnargolfmótið verður haldið á Hlíðarvelli
í Mosfellsbæ föstudaginn 26. júní.
Mótið er jafnframt innanfélagsmót Byggiðnar og FIT og opið öllum
félagsmönnum Samiðnar og fjölskyldum þeirra.
Ræst verður út sameiginlega af öllum teigum kl. 16.
Skráning og nánari upplýsingar í síma 535 6000
eða skrifstofa@samidn.is.
www.samidn.is
Golfmót Samiðnar 26. júní
MÁNUD. KL. 19:30
365.is Sími 1817
STJARNAN – KR
Einn stærsti leikur tímabilsins fer fram í Garðabæ á mánudag þegar
íslandsmeistarar Stjörnunnar fá KR-inga í heimsókn. Þú vilt alls ekki
missa af þessum risaslag.
1
5
-0
9
-2
0
1
5
0
9
:3
8
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
0
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
6
2
5
-F
4
F
8
1
6
2
5
-F
3
B
C
1
6
2
5
-F
2
8
0
1
6
2
5
-F
1
4
4
2
8
0
X
4
0
0
7
A
F
B
0
6
4
s
_
2
1
_
6
_
2
0
1
5
C
M
Y
K