Fréttablaðið - 10.08.2015, Blaðsíða 2
10. ágúst 2015 MÁNUDAGUR| FRÉTTIR | 2
VEÐUR
Á morgun verða vestan 3 til 8 metrar á
sekúndu, skýjað að mestu og einhverjir
rigningarskúrir munu detta niður hér og
þar. Það verður hvassara og meiri rigning
nyrst á landinu.
SJÁ SÍÐU 18
GLÆSILEG
MATAR-
STELL
KÍKTU Á
ÚRVALIÐ
MENNING „Ég hef ekki þessa teng-
ingu við Björk. Ég veit að hún er
mjög hæfileikarík, en ég fæ ekki
gæsahúð,“ segir Leandro Cerro, 27
ára gamall Argentínumaður, sem er
staddur hér á landi til að gera heim-
ildarmynd um íslenska tónlist.
Leandro kom fyrst til Íslands fyrir
ári og tók upp efni fyrir heimildar-
myndina í fjóra mánuði. Nú er hann
kominn aftur til að klára myndina.
„Ég fann að ef ég kæmi og tæki bara
upp það sem mér dytti í hug þá væri
það mjög yfirborðskennt. Nú hef ég
skýrari sýn. Það er gott að koma
aftur og hafa annað sjónarhorn,“
segir Leandro.
Hann segir að þrjú lög Sigur Rósar
í spennumyndinni Vanilla Sky, sem
skartaði Tom Cruise og Penelope
Cruz, hafi kveikt áhugann á íslenskri
tónlist. Í kjölfarið hafi hann farið að
hlusta meira á íslenska tónlist og
orðið heillaður. „Ég varð að koma og
reyna að skilja af hverju ég finn til
svona sterkrar tengingar við tónlist-
ina ykkar.“
Leandro hefur í sumar farið á
milli tónlistarhátíða. „Ég byrjaði á
Kammerhátíð á Kirkjubæjarklaustri
og fékk áfall yfir því hvað hátíðin var
lítil. Það voru stundum fleiri á svið-
inu en áhorfendur. Mér þótti hátíðin
samt mjög fín og umhverfið fallegt.“
Næst fór hann á Þjóðlagahátíð á
Siglufirði.
„Svo fór ég á Eistnaflug í Neskaup-
stað. Ég var með mjög fyrirfram
ákveðnar hugmyndir um þunga-
rokkara og sá þá fyrir mér sem
stóra og frekar ógnvekjandi menn,“
segir Leandro. Hátíðin átti þó eftir
að koma honum á óvart fyrir að
vera friðsæl. „Fyrsta daginn var ég
að drekka bjór og borða í tjaldi við
hliðina á tónleikastaðnum. Þá kemur
risastór náungi að mér sem ég var
skíthræddur við. Hann sagði djúpri
röddu: „Þetta er það rómantískasta
sem ég hef séð. Þú einn, að borða
með kerti fyrir framan þig. Þetta
er svo fokking rómantískt.“ Og svo
labbaði hann bara í burtu.“
Seinna tók Leandro viðtal við
manninn um áhuga hans á Skálm-
öld. „Metalhausar hafa þetta ógn-
vekjandi yfirbragð en svo eru þeir
mjög hlýir og með stórt hjarta,“ segir
hann. Áður en Leandro kom hingað
fyrst ákvað hann að taka íslensku-
kúrs hjá Fjólu Dögg Hjaltadóttur í
höfuðborg Argentínu, Buenos Aires.
„Ég bjóst við því að vera einn. En svo
voru 24 samlandar mínir mættir til
að læra íslensku, og þeir voru allir
þarna út af íslenskri tónlist. Hver
einn og einasti.“
Hann segir íslensku erfiða í
fyrstu. „En svo þegar þú ert kominn
yfir erfiðasta hjallann er hún mjög
blátt áfram. Svolítið eins og fólkið
hér.“ snaeros@frettabladid.is
Gerir heimildarmynd
um íslenska tónlist
Argentínskur maður er kominn hingað til lands til að ljúka við gerð myndar um
íslenska tónlist. Hann varð hugfanginn þegar hann heyrði í Sigur Rós í kvikmynd
með Tom Cruise. Þungarokkarar á Austurlandi komu honum á óvart.
KVIKMYNDAGERÐAR-
MAÐUR Leandro hefur
lengi unnið á sjónvarps-
stöðinni Fox í Argentínu.
Hann dreymir um að
koma heimildarmynd-
inni sinni um íslenska
tónlist á kvikmynda-
hátíðir um allan heim.
FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
RANNSÓKN Íslendingar vilja að
sala á vændi sé refsiverð. Þetta
sýnir könnun sem unnin var af
Félagsvísindastofnun Háskóla
Íslands í apríl síðastliðnum.
Mikill kynjamunur er á svörum
í könnuninni. 46 prósent kvenna
vilja að hægt sé að refsa fyrir sölu
á vændi á móti þrjátíu prósentum
karla.
Niðurstöður rannsóknarinnar
sýna líka kynjamun þegar spurt
er um hvort kaup á vændi ættu að
varða refsingu. 78 prósent kvenna
vilja að kaupin séu refsiverð en
aðeins 39 prósent karla eru þeirr-
ar skoðunar.
Íslensk löggjöf í dag miðar við
að kaup á vændi séu refsiverð en
sala refsilaus. Úrtak könnunarinn-
ar var 1.200 manns, um sextíu pró-
sent svöruðu. - snæ
Ný íslensk rannsókn sýnir að ekki eru allir sáttir við lög um vændisstarfsemi:
Meirihluti vill refsa fyrir vændi
AFSTAÐA ÍSLENDINGA TIL VÆNDISLÖGGJAFAR
Á að refsa
fyrir kaup á vændi?
Á að refsa
fyrir sölu á vændi?
JÁ NEI HVORKI NÉ
58%24%
18%
28%
38%
35%
HERSÝNING Hermenn marseruðu í takt við vélardrunur skriðdreka á götum
Singapúr þegar afmæli ríkisins var fagnað. NORDICPHOTOS/AFP
SINGAPÚR Skriðdrekar og önnur hertæki óku um götur Singapúr í gær
þegar borgríkið fagnaði fimmtíu ára sjálfstæðisafmæli sínu. Singapúr
hlaut árið 1965 sjálfstæði frá Malasíu.
Flugeldum var einnig skotið á loft auk þess sem minningarathöfn
var haldin til að heiðra Lee Kuan Yew, sjálfstæðishetju singapúrsku
þjóðarinnar. Yfirvöld í Singapúr sögðu Lee hafa breytt Singapúr úr
lítilli nýlendu í stórveldi á svæðinu. - þea
Héldu upp á fimmtugsafmæli með risavaxinni hersýningu:
Singapúrar fagna stórafmælinu
MENNTUN Níutíu prósent barna sem ljúka
grunnskólanámi árið 2018 eiga að geta lesið
sér til gagns. Það er markmið átaksverk-
efnisins „Þjóðarsáttmáli um læsi“ sem Illugi
Gunnarsson menntamálaráðherra mun hleypa
af stokkunum á næstu dögum.
„Við þurfum að gera mun betur, bæði skól-
arnir og heimilin,“ segir Illugi. Samkvæmt
niðurstöðu PISA-prófsins árið 2012 gátu 30
prósent drengja og 12 prósent stúlkna ekki
lesið sér til gagns. „Það sem við höfum séð
á undanförnum árum og áratug er að læs-
inu hefur hrakað ár frá ári og við getum ekki
sætt okkur við það,“ segir Illugi.
Illugi segir verkefnið í samræmi við Hvít-
bók um umbætur í menntamálum sem hann
lagði fram fyrir rúmu ári. Verkefnið verði
unnið í samstarfi við öll sveitarfélögin á
landinu. Illugi ætlar að ferðast hringinn í
kringum landið í haust til að undirrita sam-
komulag um átakið við sveitarfélögin.
„Þarna erum við að taka saman höndum
um að tryggja það að börnin nái að tileinka
sér þennan grundvallarþátt, að börnin geti
lesið sér til gagns. Það er erfitt að benda á
þau mál sem hafa jafn mikla þýðingu, bæði
fyrir einstaklingana og samfélagið allt,“
segir Illugi. - ih
Menntamálaráðherra vill að níutíu prósent grunnskólabarna geti lesið sér til gagns árið 2018:
Boðar til þjóðarátaks um bætt læsi barna
ILLUGI GUNNARSSON Menntamálaráðherra segir að
gera þurfi meira til að bæta læsi. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
LÖGREGLUMÁL Ungur maður braut
bílrúðu í leigubifreið við Lækjar-
götu í miðborg Reykjavíkur aðfara-
nótt gærdagsins. Maðurinn hafði
snöggreiðst þegar fólk tók leigubíl
sem hann taldi sig hafa beðið eftir
og átt rétt á.
Leigubílstjórinn og maðurinn
höfðu ætlað að útkljá málin með
handalögmálum áður en lögregla
mætti á staðinn og skildi deiluaðil-
ana að. Seinna um nóttina var karl-
maður handtekinn eftir að hafa ekið
ölvaður á tvær kyrrstæðar bifreið-
ar við Skólavörðustíg í Reykjavík.
Maðurinn var færður á lögreglu-
stöð. - jóe
Ágreiningur við Lækjargötu:
Braut rúðu í
leigubifreið
NÁTTÚRA Búist er við að óvenju-
djúp lægð komi upp að landinu
með suðaustan átt og rigningu.
„Það er hvassasti vindur sem
við höfum séð síðan síðasta
vetur,“ segir Teitur Arason,
veðurfræðingur á Veðurstofu
Íslands. Þessi lægð kann að líta út
eins og fyrsta haustlægðin.
Teitur segir hið jákvæða við
lægðina sem kunni að koma yfir
landið verði að henni fylgi hlýtt
loft sem muni ýta kalda loftinu
sem hefur verið yfir Austur-
landi og Norðurlandi í burtu.
Ekki eru frekari lægðir í kort-
unum. - jhh
Spá hvassviðri á miðvikudag:
Líkur á djúpri
lægð í vikunni
0
9
-0
8
-2
0
1
5
2
3
:1
3
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
5
A
F
-0
9
9
4
1
5
A
F
-0
8
5
8
1
5
A
F
-0
7
1
C
1
5
A
F
-0
5
E
0
2
8
0
X
4
0
0
1
B
F
B
0
4
8
s
C
M
Y
K