Fréttablaðið - 10.08.2015, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 10.08.2015, Blaðsíða 14
10. ágúst 2015 MÁNUDAGUR| TÍMAMÓT | 14TÍMAMÓT Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@365.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 512 5000. Hjartkær móðir okkar, systir, tengdamóðir og amma, GUÐRÚN SVEINSDÓTTIR hjúkrunarfræðingur frá Reyni í Mýrdal, Vogatungu, 26 Kópavogi, andaðist á Landspítalanum 2. ágúst. Jarðarförin fer fram frá Kópavogskirkju þriðjudaginn 11. ágúst klukkan 13.00. Æsa Hrólfsdóttir Ingi Hafliði Guðjónsson Hildur Björg Hrólfsdóttir Ómar Imsland Guðbjörg Sveinsdóttir Brynja, Arna og Hrólfur. Okkar elskaði eiginmaður, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, BJARNI BJARNASON löggiltur endurskoðandi, lést á hjúkrunarheimili Hrafnistu í Hafnarfirði, 1. ágúst sl. Hann verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju, þriðjudaginn 11. ágúst, kl. 15.00. Alma Thorarensen Ragnheiður Erla Bjarnadóttir Helga Hrefna Bjarnadóttir Stefán Örn Bjarnason Sigrún Þórarinsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. „Pabbi minn var byggingameist- ari og ég ætlaði að hylla hann í tengslum við 75 ára afmælisdaginn minn,“ segir Unnur Guðjónsdótt- ir sem hefur um árabil rekið Kína- klúbb Unnar en hún fagnar stóraf- mæli í dag. Í tilefni af deginum lítur hún yfir farinn veg þakklát fyrir hversu gæfuríka ævi hún hefur átt. Hún ætlar að nýta daginn í að heiðra minningu pabba síns, Guðjóns Sig- urðssonar byggingameistara. „Ég ætla að færa Tækniskólanum gjöf og skólameistarinn mun koma hingað og taka við henni. Ég ætla að tala um það hvað pabbi minn hafði mikil áhrif hvað varðar byggingar þegar ég var lítil.“ Unnur á þrjú hús við Njálsgötuna í Reykjavík sem hún hefur haldið utan um. Götuhúsið var byggt árið 1907 og er einstakt fyrir það að vera fyrsta parhúsið í Reykjavík. Bakhús- in tvö voru byggð nokkru eftir það. Í öðru húsinu hýsir Unnur Kínasafn en húsið var endurhannað með safn- ið í huga. „Ég hef sjálf að mestu leyti teikn- að þetta hús sem ég reisti frá grunni og er alveg glænýtt. Ég var með arkitekta sem teiknuðu eftir mínum hugmyndum. Fyrir mig var mjög áríðandi að hafa húsið þannig að það félli vel að byggðinni á Skóla- vörðuholtinu. Það var ægilega gott samband á milli mín og pabba. Og ég finn anda hans að baki mér og veit að hann hefði orðið ánægður með þessar byggingar mínar,“ segir hún. Hún ætlar að gefa Tækniskólan- um danska orðabók sem pabbi henn- ar fékk í verðlaun árið 1930 fyrir dugnað og siðprýði. Hann ánafnaði henni bókina og þetta var eina bókin sem hann ánafnaði ákveðinni manneskju. Síðan fær Tækniskólinn einnig hallamæli að gjöf sem pabbi hennar átti alveg síðan hann tók sveinsprófið árið 1930. „Dagurinn fer í að hylla hann og tala um nokkur atriði úr mínu lífi.“ Sendiherrar Kína og Svíþjóðar munu mæta í boð Unnar en þessum tveimur löndum tengist hún sterkum böndum. Hún bjó í Svíþjóð í fjörutíu ár og er með sænskan ríkisborgara- rétt ásamt þeim íslenska. Þá hefur hún haft mikið dálæti á Kína en hún stofnaði Kínaklúbb Unnar árið 1992. „Ég hef farið með fólk í ferðir til Kína og hef gert allar götur síðan og búin að fara með mörg hundruð manns. Maturinn sem ég býð upp á verður náttúrulega Pekingönd, sænskar kjötbollur og íslenskur lax þannig að ég sameina þessi þrjú lönd í eitt.“ Unnur hefur haldið úti Kína- safni í nokkur ár og vill nýta það til fræðslu um Kína. „Ég hafði safnað svolitlu af kín- verskum munum í Svíþjóð og á upp- boðum. Þetta eru rosa flottir munir sem sjást ekki lengur. Ég ætla svo með haustinu að bjóða skólayfir- völdum að senda hingað krakka og ég er með marga muni sem er mjög skemmtilegt fyrir börn að skoða,“ segir hún. Unnur er að skipuleggja hópferð til Kína næsta október en upplýsing- ar um klúbbinn má finna á vefnum. stefanrafn@frettabladid.is Heiðrar föður sinn Unnur Guðjónsdóttir fagnar 75 ára afmæli sínu í dag. Sendiherrar Kína og Svíþjóðar verða viðstaddir veisluna en hún tengist löndunum tveimur sterkum böndum. MERKISATBURÐIR 1628 Sænska herskipinu Vasa hvolfir í jómfrúarferð sinni, þá nýkomið úr höfn í Stokkhólmi. 1779 Rasmus Lievog hefur veðurrannsóknir á Álftanesi sem eru með þeim fyrstu á Íslandi. 1801 Landsyfirréttur tók til starfa. Magnús Stephensen var fyrsti dómstjóri. 1927 Stephan G. Stephansson skáld andast í Kanada. 1962 Siv Friðleifsdóttir, fyrrverandi alþingismaður og ráðherra, fæðist. 1984 Bjarni Friðriksson hlaut bronsverðlaun í júdó á Ólympíu- leikum í Los Angeles. 1988 Stríði Íraks og Íran lauk með friðasamningnum 1991 Keflavíkurganga á vegum herstöðvaandstæðinga var farin frá herstöðinni til Reykjavíkur. 2002 Frjálshyggjufélagið er stofnað. Þennan dag fyrir sléttum tíu árum hélt tónlistamaðurinn Seth Sharp tónleika til heiðurs tónlistarmanninum Prince. Tónleik- arnir voru tvennir og voru haldnir á Gauk á Stöng. Fréttablaðið greindi frá því að hljómsveit hans, Black Clock, myndi flytja 25 lög Prince fyrir þau 25 ár sem hann hafði verið í bransanum. Seth varð þess heiðurs aðnjótandi að hitta átrúnaðargoðið nokkrum árum fyrir tribute-tónleikana. „Það var í partíi sem var haldið í New York þegar hann fékk nafnið sitt aftur eftir lagadeilur,“ sagði Seth í samtali við Fréttablaðið. „Mig hafði alltaf langað til að hitta Prince þannig að þetta var algjör draumur. Hann er mjög skrítinn og rosalega lítill líka. Það var skrítið að standa við hliðina á átrúnaðargoðinu sínu og vera rúmlega 30 sentimetrum hærri. Annars er hann mjög merkilegur tónlistarmaður og einn af þeim sem hugsa ekki um annað en tónlist,“ sagði Seth. ÞETTA GERÐIST 10. ÁGÚST 2005 Hitti goðið og hélt heiðurstónleika Á NJÁLSGÖTU Unnur Guðjónsdóttir á þrjú hús á Njálsgötunni. Þar er meðal annars fyrsta parhúsið í Reykjavík. Í einu húsinu hýsir hún svo Kínasafnið, en húsið var endurhannað með það safn í huga. Ég ætla svo með haust- inu að bjóða skólayfirvöld- um að senda hingað krakka og ég er með marga muni sem er mjög skemmtilegt fyrir börn að skoða. Nýjasta kvikmynd leikstjór- ans, handritshöfundarins og framleiðandans Rúnars Rún- arssonar, Þrestir, hefur verið valin til þátttöku í aðalkeppni San Sebastián-hátíðarinn- ar. Í tilkynningu frá Kvik- myndamiðstöð segir að San Sebastián-hátíðin sé ein af fáum svokölluðum „A“ kvik- myndahátíðum og fer fram í Donostia-San Sebastián á Spáni frá 18. – 26. september. Þrestir er dramatísk mynd sem fjallar um 16 ára pilt, sem sendur er á æskustöðv- arnar vestur á firði til að búa með föður sínum sem hann hefur ekki séð í ein sex ár. Rúnar Rúnarsson leikstýr- ir og skrifar handritið að Þröstum. Mikkel Jersin og Rúnar Rúnarsson eru aðal- framleiðendur myndarinnar fyrir Nimbus Film. Fram- leiðandi er Birgitte Hald og meðframleiðendur eru Lilja Ósk Snorradóttir fyrir Peg asus og Igor Nola fyrir Mp Film. Í aðalhlutverkum eru Atli Óskar Fjalarsson, Ingvar E. Sigurðsson, Rakel Björk Björnsdóttir og Rade Serbedzija. Tónlist myndar- innar er samin af Kjartani Sveinssyni. - jhh Mynd Rúnars Rúnarssonar fær mikla athygli: Þrestir í aðalkeppni San Sebastián-hátíðar LEIKSTJÓRINN Mynd Rúnars fjallar um sextán ára pilt sem sendur er vestur á firði. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN 0 9 -0 8 -2 0 1 5 2 3 :1 3 F B 0 4 8 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 5 A F -1 3 7 4 1 5 A F -1 2 3 8 1 5 A F -1 0 F C 1 5 A F -0 F C 0 2 8 0 X 4 0 0 2 B F B 0 4 8 s C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.