Fréttablaðið - 10.08.2015, Blaðsíða 8
10. ágúst 2015 MÁNUDAGUR| FRÉTTIR | 8
Opið 10-17 alla daga til 30. ágúst.
Leiðarlýsingar á landsvirkjun.is/heimsoknir
Gagnvirkar orkusýningar Landsvirkjunar í Búrfelli
og Kröflu varpa ljósi á orkuna sem býr í öllum hlutum.
Landsvirkjun vinnur rafmagn úr endurnýjanlegum
orkugjöfum; vatnsafli, jarðvarma og vindi.
Líttu við í sumar.
66,4 prósent íbúa hér á landi notuðu netið til
þess að kaupa eða selja vörur eða
þjónustu á árinu 2014. Árið 2012
var þetta hlutfall 55,5 prósent en
árið 2010 44,7 prósent.
Heimild: Hagstofa Íslands
AFGANISTAN Fjörutíu féllu í fjór-
um sprengjuárásum í Kabúl um
helgina, sem fréttastofa Guardian
kallar hina blóðugustu í afgönsku
höfuðborginni í áraraðir. Flestir
þeirra sem létust voru almennir
borgarar og verðandi lögreglu-
menn. Atlantshafsbandalagið stað-
festi einnig að einn úr þess röðum
hefði fallið.
Fyrsta árásin, og sú mannskæð-
asta, var sjálfsmorðsárás. Þá
sprengdi talibani, klæddur í ein-
kennisbúning lögreglu, sig í loft
upp fyrir utan höfuðstöðvar lög-
regluskóla þar sem verðandi lög-
reglumenn biðu í röð eftir að kom-
ast inn.
Nokkrum klukkustundum seinna
sprungu tvær sprengjur norðan
við alþjóðaflugvöll borgarinnar
þegar árásarmenn réðust að her-
stöð Bandaríkjamanna, Camp
Integrity. Einn hermaður lést auk
átta almennra borgara og tveggja
skæruliða samkvæmt tilkynningu
Bandaríkjahers. Látni hermaður-
inn er sá fimmti úr röðum Banda-
ríkjamanna sem fellur í Afganist-
an á árinu. Í kjölfar árásarinnar
hringsóluðu herflugvélar Banda-
ríkjamanna yfir Kabúl.
Bílsprengja sprakk þar að auki á
laugardagsmorgun utan við herstöð
Afgana í borginni, nærri miðborg
Kabúl. Tuttugu féllu við spreng-
inguna og nokkur hundruð særðust,
misalvarlega. Flestir hinna slösuðu
leituðu læknisaðstoðar vegna gler-
brota sem í þeim höfðu lent. „Öll
þau tuttugu sem féllu í valinn voru
almennir borgarar,“ segir Kabir
Amiri, talsmaður sjúkrahúsa í
Kabúl.
Hin föllnu bætast í hóp fimm
þúsund almennra borgara sem
fallið hafa í átökum í Afganistan
á þessu ári. Sameinuðu þjóðirnar
greindu frá því að sex fyrstu mán-
uðir þessa árs hefðu verið þeir blóð-
ugustu í Afganistan undanfarin ár.
Sameinuðu þjóðirnar segja að
breytt aðferðafræði skæruliða
liggi að baki meira mannfalli, en
nærri tvöfalt fleiri sjálfsmorðs-
árásir urðu í Kabúl á fyrri helm-
ingi þessa árs en á síðasta hálfa ári
á undan.
Talsmaður talibana, Zabiullah
Mujahed, lýsti yfir ábyrgð talib-
ana á árásinni á lögreglumennina
en tjáði sig ekki um hinar árásirn-
ar þrjár.
Talibanar tilkynntu um skip-
un nýs leiðtoga þeirra, Akhtars
Mansour, eftir að ríkisstjórn
Afgana tilkynnti um andlát þess
fyrrverandi, Muhammads Omar.
Mansour hafði verið aðstoðarmað-
ur Omars undanfarin ár.
thorgnyr@frettabladid.is
Fjörutíu féllu í valinn í röð
árása skæruliða á Kabúl
Skæruliðar myrtu fjörutíu í höfuðborg Afganistans um helgina. Meirihluti hinna látnu voru almennir borgar-
ar og verðandi lögreglumenn. Talibanar lýstu yfir ábyrgð á einni árás. Talibanar skipuðu nýjan leiðtoga í júlí.
EYÐILEGGING Tugir létust í Kabúl um helgina eftir röð árása skæruliða á höfuðborg Afganistans. NORDICPHOTOS/AFP
HAÍTÍ Haítar kusu til þings í gær.
Kosið var bæði til öldungadeildar og
fulltrúadeildar þingsins. Þó var ein-
ungis kosið um tvo þriðju hluta öld-
ungadeildarsæta. Venjulega er kosið
um þriðjung þeirra sæta en þar sem
þingkosningar fóru ekki fram í maí
2012 voru kosningarnar tvöfaldar.
Um 1.800 frambjóðendur gáfu kost
á sér. Kosið var um 139 sæti en loka-
tölur lágu ekki fyrir þegar Frétta-
blaðið fór í prentun. - þea
Haítar kusu til þings í gær:
Mótmæltu við
þingkosningar
SVONA ERUM VIÐ
RIFINN Mótmælendur rifu kjörseðla á
Haítí í gær. NORDICPHOTOS/AFP
0
9
-0
8
-2
0
1
5
2
3
:1
3
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
8
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
5
A
F
-2
C
2
4
1
5
A
F
-2
A
E
8
1
5
A
F
-2
9
A
C
1
5
A
F
-2
8
7
0
2
8
0
X
4
0
0
5
A
F
B
0
4
8
s
C
M
Y
K