Ský - 01.12.2009, Page 19

Ský - 01.12.2009, Page 19
 4. tbl. 2009 SKÝ 19 fyrir fjörutíu árum var vestrinn True Grit með John Wayne í aðalhlutverki vinsæl kvikmynd. Wayne hafði þá verið í eldlínunni í fjörutíu ár, var kominn á sjötugsaldur og mesti glansinn farinn af honum. Í hlutverki drykkjuboltans Rooster Cogburns, sem einnig var laganna vörður, þótti John Wayne sýna sínar bestu hliðar og fékk óskarinn sem besti leikari í aðalhlutverki, verðlaun sem margir vildu meina að hafi verið meiri viðurkenning fyrir langan og farsælan feril heldur en leikafrek. Meðal annarra leikara sem voru tilnefndir með Wayne voru Dustin Hoff- man og Jon Voight fyrir Midnight Cowboy. Framhaldsmynd fyrir sjónvarp var gerð, True Grit: A Further Adventure (1978) og var karakterleikarinn Warren Oates í hlutverki Cogburns. Nú er komið að þriðju útgáf- unni því bræðurnir Ethan og Joel Coen hafa gefið út þá yfirlýsingu að þeir ætli að endurgera True Grit og hafa fengið Jeff Bridges til að feta í fótspor John Waynes. Þessi ákvörðun bræðranna hefur vakið almenna ánægju hjá aðdáendum þeirra, ekki síst fyrir það að Jeff Bridges hefur ekki leikið undir þeirra stjórn síðan hann lék lúðann „The Dude“ í The Big Lebowski. True Grit er gerð eftir samnefndri skáldsögu þar sem aðalpersónan er 14 ára stúlka sem leitar að morðingja föður síns með aðstoð tveggja kúreka. Í mynd John Waynes var sögunni breytt á þann veg að hlutur Waynes var stækkaður á kostnað stúlkunnar. Coenbræður ætla að breyta þeirri tilhögun og gera stúlkuna að sögumanni eins og í bókinni. Ekki er ljóst hver mun leika stúlkuna en talið er líklegt að Matt Damon og Josh Brolin leiki einnig í myndinni sem fer í framleiðslu á næsta ári. SKÝ Í byrjun desember var frumsýnd í Bandaríkjunum Every-body’s Fine með Robert De Niro í aðalhlutverki. Leikur hann ekkil sem hefur ekki haft samband við börn sín eftir að eiginkona hans lést. Leggur hann í ferðalag til að kynnast þeim betur. Helstu mótleikarar hans eru Drew Barrymore, Kate Beckinsale og Sam Rockwell. Þrjár kvikmyndir eru væntanlegar á næsta ári með De Niro og virðist hann óstöðvandi um þessar mundir og er bókaður í hlutverk næstu tvö til þrjú árin. Myndirnar á næsta ári eru sakamálamyndin Stone þar sem hann fær verðugan mótleikara, Edward Norton, Machete, sem fjallar um ólöglegan innflutning á fólki frá Mexíkó til Bandaríkjanna. Ekki er De Niro í aðalhlutverki í þeirri mynd, í titilhlutverkinu er Danny Trejo, þekktur karakterleikari sem margir kannast við andlitið á en ekki nafnið. Robert Rodriguez leikstýrir. Þá verður seint á árinu frumsýnd þriðja kvikmyndin um Fockers fjölskylduna, Little Fockers þar sem helstu mótleikarar hans eru sem fyrr Ben Stiller og Dustin Hoffman. Hvað varðar framtíðina þá hefur Robert De Niro tekið að sér að leika hlutverk í stórmyndinni Thor sem verður víst mikið sjónarspil ef marka má fréttir af gerð hennar. Street of Dreams er kvikmynd sem verið er að undirbúa, þar sem De Niro og Andy Garcia leika mafíuforingja. Önnur sakamálamynd er Frankie Machine, sem Michael Mann leikstýrir. Í henni er De Niro í hlutverki fyrrum atvinnumorðingja og annan atvinnumorðingja leikur hann I Heard You Paint Houses, sem byggð er á ævi Frank “The Irishman” Sheerans, sem meðal annars er talinn hafa drepið Jimmy Hoffa. Martin Scorsese mun leikstýra þeirri mynd og verður hún sú tíunda sem þeir gera saman. Þess má svo geta að Robert De Niro, Al Pacino og Val Kilmer töluðu inn á myndbandaleikinn Heat á þessu ári sem gerður er eftir samnefndri kvikmynd sem gerð var 1995 og þeir léku allir í. SKÝ Coenbræður endurgera True Grit K v i K M y n d i r Jeff Bridges í hlut- verki „The dude“ í The Big Lebowski. robert de niro í hlutverki sínu í everybody’s Fine, sem frumsýnd var í desember. Með honum á myndinni er drew Barrymore. Óstöðvandi Robert De Niro

x

Ský

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.