Ský - 01.12.2009, Side 31

Ský - 01.12.2009, Side 31
 4. tbl. 2009 SKÝ 31 16 17 Stríð og friður KjartanS ÓlafSSonar Kalda stríðið var háð um allan heim og Ísland þar alls ekki undanskilið. Sagnfræðingar hafa undanfarin ár skrifað bækur um þátttöku Íslendinga í því og mætti nefna verk Jóns Ólafssonar, Vals Ingimundarsonar og Guðna Th. Jóhannessonar svo nokkur nöfn séu nefnd. Margt fólk sem barðist af heilum hug í hinu kalda stríði er enn á meðal okkar og Vísbending hitti einn þessara öldruðu stríðsmanna á heimili hans um miðjan nóvember. Þetta er Kjartan Ólafsson sem þar situr á friðarstóli, 76 ára að aldri. Kjartan átti þátt í að skapa Keflavíkurgönguna, hann stýrði Samtökum hernámsandstæðinga frá 1960-62, var framkvæmdastjóri Sósíalistaflokksins frá 1962-68, starfs- maður Þjóðviljans og Alþýðubandalagsins frá 1969 til 1972, ritstjóri Þjóðviljans frá 1972 til 78 og 1980 til 1983. Kjartan lærði íslensk fræði við Háskóla Íslands 1954 -56, germönsk fræði í Vínarborg 1956-58, lauk BA prófi í þýsku og mannkynssögu frá HÍ 1961. Páll áSgeir áSgeirSSon

x

Ský

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.