Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - 01.04.2014, Blaðsíða 2

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - 01.04.2014, Blaðsíða 2
2 Ágætu félagar. Í kringum afmæli Siglufjarðar, í maí ár hvert, hittast Siglfirðingar í Grafarvogskirkju í messu og svo kaffi á eftir. Engin undantekning er á þessu þetta vorið og er stefnt í Grafarvogskirkju sunnudaginn 25. maí. Að venju eru allir félagsmenn hvattir til að sýna samstöðu og koma með köku með sér í kaffið. Undanfarin ár hefur sú venja skapast að árgangar, þeir sem eiga stórafmæli á árinu, hafa hjálpast að við að raða upp borðum og ganga frá eftir samsætið. Í ár eru það árgangarnir 1954, 1964, 1974 og 1984. Ákveðið var að flýta útgáfu vorblaðs félagsins vegna mikillar skíðaveislu sem stefnt er að á Siglufirði og í Fljótum um páskana. Von er á fjölda fólks og eru Siglfirðingar í óða önn við undirbúning. Sl. vetur var hefðbundinn hjá félaginu, aðalfundurinn var í október, mynda- og upplestrarkvöld í nóvember og jólaballið í desember. Pub-quiz kvöld var haldið í annað sinn í byrjun mars. Tókst einstaklega vel til og mætti fjöldi ungra Siglfirðinga, sem er ánægjulegt. Siglfirðingar tóku þátt í Spurningakeppni átthagafélag- anna og unnu í fyrstu atrennu. Undanúrslitin fóru svo fram 27. mars þar sem lið Siglfirðingafélagsins komst í fjögurra liða úrslit. Úrslitakeppnin verður svo 4. apríl. Allar uppákomur og skemmtanir félagsins þetta árið voru ágætlega sóttar. Gleðilega páska - S. Jóna Hilmarsdóttir. vinnslan@simnet.is ÚTGEFANDI OG ÁBYRGÐ: SIGLFIRÐINGAFÉLAGIÐ RITSTJÓRI: S. JÓNA HILMARSDÓTTIR SIGLFIRÐINGABLAÐIÐ FR Á R IT ST JÓ RA Messa og kaffi í Grafarvogskirkju sunnudaginn 25. maí Ræðumaður dagsins verður Björn Jónasson fyrrverandi sparisjóðsstjóri. Kirkjukór Siglufjarðarkirkju og Kirkjukór Grafarvogskirkju syngja undir stjórn Hákons Leifssonar organista og kórstjóra. Einsöngvari verður Hlöðver Sigurðsson. Sr. Vigfús Þór messar og honum til aðstoðar verður djákninn og Siglfirðingurinn Hólmfríður Ólafsdóttir. Kirkjukór Siglufjarðarkirkju. Hólmfríður Ólafsdóttir. Sr. Vigfús Þór Árnason. Björn Jónasson. Hlöðver Sigurðsson. FRÉTTABLAÐ SIGLFIRÐINGAFÉLAGSINS

x

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni
https://timarit.is/publication/627

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.