Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - 01.04.2014, Blaðsíða 8
8
Siglfirðingafélagið í
Spurningakeppni
átthagafélaganna
Lið Siglfirðingafélagsins: Ragnar Jónasson, Skúli Þór Jónasson
og Ásdís Jóna Sigurjónsdóttir.
Siglfirðingafélagið tekur um þessar mundir þátt í
Spurningakeppni átthagafélaganna sem haldin er í Breið-
firðingabúð. Þetta er annað árið sem keppnin er haldin en
hún var endurvakin í fyrra eftir nokkurra ára hlé. Þar sem
spurningakeppnir eru „í tísku“ núna, samanber Útsvar og
öll PubQuiz-in, þótti mönnum þetta kjörinn vettvangur
til að vekja athygli á átthagafélögunum og virkja meðlimi
þeirra. Ekki síst að fá unga fólkið til að taka þátt. Höfundur
spurninga er Gauti Eiríksson, grunnskólakennari.
Að þessu sinni taka 16 félög þátt í keppninni. Lið
Siglfirðingafélagsins keppti í 5. og síðasta riðlinum og vann
lið Árnesingafélagsins (14:12) og lið Dýrfirðingafélagsins
(16:9). Þar með komst lið Siglfirðingafélagsins í átta liða úrslit
og svaraði hinum fjölbreyttustu spurningum um landafræði,
stjörnufræði, tónlist, kvikmyndir, skjaldarmerki o.fl.
Í liði Siglfirðingafélagsins eru Ásdís Jóna Sigurjónsdóttir,
Skúli Þór Jónasson og Jónas Ragnarsson, sem hljóp í skarðið
fyrir Ragnar Jónasson. Þau svöruðu hinum fjölbreyttustu
spurningum um landafræði, stjörnufræði, tónlist, kvik-
myndir, skjaldarmerki o.fl.
Í átta liða úrslitunum, 27. mars, unnu Siglfirðingar
firnasterkt lið Djúpmanna, 12:11, Húnvetningar unnu
Strandamenn, 16:7, Skaftfellingar unnu Norðfirðinga, 19:11,
og Breiðfirðingar unnu Héraðsmenn, 14:10. Úrslitakeppnin
verður í Breiðfirðingabúð 4. apríl og lýkur henni með
dansiballi.
Sigruðu 5. og síðasta riðilinn
með glæsibrag og fóru inn í undanúrslitin
„Að þessu sinni verðum við svolítið á frönskum
nótum“, segir Gunnsteinn Ólafsson listrænn
stjórnandi hátíðarinnar. „Við fáum franska
tónlistarmenn í heimsókn og þeir verða með
fjölbreytta tónleika. Önnur franska sveitin sem
kemur heitir Klezmer Kaos og í henni leikur
og syngur Heiða
Björg Jóhannsdóttir
klarinettuleikari.“
Að sögn Gunnsteins
býður hljómsveitin upp
á tvenna tónleika, bæði
með klezmer-tónlist,
þ.e. tónlist Gyðinga, og frönskum ballöðum.
Hljómsveitin mun einnig vera með námskeið á
hátíðinni.
Íslenskum þjóðlögum verður gert hátt undir
höfði að venju og mikið verður um frumsamið
efni. „Við fáum Steindór Andersen til þess að
stjórna kvæðamannakaffi sem sló í gegn í fyrra
auk þess að halda eigin tónleika. Á hátíðina kemur
færeyskur danshópur og sýnir við Þjóðlagasetrið
og færeyskur karlakór heldur tónleika í
Bátahúsinu.“
Gunnsteinn sýnir á sér nýja
hlið á hátíðinni, því hann hyggst
frumflytja ævintýraóperu sem
hann og Böðvar Guðmundsson
sömdu. „Óperan verður ekki
sviðsett heldur aðeins flutt
á tónleikum. „Óperan hefur
verið rúm tvö ár í smíðum og byggir að hluta
á íslenskum þjóðlögum. Mig langar til að leyfa
fólki að heyra tónlistina og reyna síðan í kjölfarið
að koma henni á svið.“ Ævintýraóperan nefnist
Baldursbrá og er fyrir fjóra einsöngvara, barnakór
og hljómsveit. Á meðal söngvara verða Bjarni
Thor Kristinsson, Ágúst Ólafsson og Fjóla
Nikulásardóttir.
Síðan verðum við með fjölmarga harmóniku-
snillinga á hátíðinni sem munu fara á kostum,
bæði innlenda og erlenda, svo það verður
sannkölluð veisla fyrir unnendur dragspilsins,“
sagði Gunnsteinn að lokum.
Ævintýraópera
frumsýnd á
Þjóðlagahátíð
Þjóðlagahátíðin verður haldin
dagana 2.-6. júlí í sumar.