Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - 01.04.2014, Page 3
3
PUB-
QUIZ
2014
Siglfirðingafélagið hélt „siglfirskt“ Pub-quiz eða bar-spurningakeppni
7. mars sl. á Kaffi Sólon við Bankastræti.
Frá vinstri: Halldór Hermannsson, Atli Freyr Rúnarsson, Salmann Héðinn Árnason,
Sævarður Einarsson, Ásdís Jóna Sigurjónsdóttir, Jóhann Már Sigurbjörnsson, Birkir
Gunnlaugsson, Bogi Sigurbjörn Kristjánsson og Jón Óðinn Reynisson.
Siglfirðingafélagið hélt sitt
annað pub-quiz eða bar-
spurningakeppni 7. mars sl. á
Kaffi Sólon við Bankastræti.
Pub-quiz eru haldin víða á
pöbbum borgarinnar og njóta
mikilla vinsælda, sér í lagi hjá
þeim sem yngri eru. Stjórn
félagsins ákvað því í fyrra að
halda „siglfirskt“ pub-quiz og
bjóða með því upp á viðburð
sem sérstaklega höfðaði til
yngri félagsmanna. Þetta tókst
það vel í fyrra að það var ákveðið
að halda annað pub-quiz í ár og
nú er ljóst að þessi viðburður er
kominn til að vera. Á fimmta
tug Siglfirðinga mættu á Sólon
og svöruðu spurningum sem
voru bæði almenns efnis
og sem tengdust Siglufirði,
Höfundur spurninga var eins
og í fyrra Þórir Hákonarson,
dómari í ár var Halldór Þormar
Hermannsson og spyrill Ásdís Jóna
Sigurjónsdóttir.
Fjöldi vinninga var í boði: Matur fyrir tvo á Rauðku,
bækur Ragnars Jónassonar sem gerast á Siglufirði
frá bókaútgáfunni Veröld, Saga knattspyrnunnar á
Íslandi frá KSÍ, karfa frá Kaffitár, gjafabréf frá Bjórskóla
Ölgerðarinnar, vínsmökkun fyrir tvo á Vínbarnum,
hárvörur frá Halldóri Jónssyni ehf. vöruúttektir frá
Pennanum og kaffi frá Te og
Kaffi.
Spurningarnar voru mis-
erfiðar eins og gengur og er
hér eitt dæmi sem þið getið
spreytt ykkur á: Magnús
Eiríksson skíðagöngukappa
þekkja allir Siglfirðingar en
hann hefur m.a. afrekað að
taka þátt í Vasa-göngunni
heimsþekktu sem er 90 km
skíðaganga sem fram fer
í Svíþjóð. Magnús hefur
nýlokið enn einni Vasa-
göngu en hvað hefur hann
oft tekið þátt í þessari
víðfrægu skíðagöngu sem
aðeins er á færi heljarmanna
að taka þátt í.
Spyrillinn Ásdís
Jóna og dómarinn
Halldór Þormar.
Una Sighvatsdóttir og Bogi Sigurbjörn Kristjánsson.
Anna Guðlaug Gunnarsdóttir, Konný
Agnarsdóttir og Gunnar Atlason.