Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - 01.04.2014, Síða 4
4
Eftir langan aðdraganda mættum við pabbi (Birgir Gunnars-
son) til Sochi í Rússlandi 5. febrúar sl. Ég var vel undirbúinn
og klár í slaginn.
Strax á flugvellinum mættu okkur sjálfboðaliðar sem fylgdu
okkur í gegnum öryggishliðin áður en við fengum að halda
upp í ólympíuþorpið. Þorpið okkar hét „Endurance Village“
sem var eitt af þremur þorpum þarna, það var í 1500m hæð og
þar bjuggu keppendur í skíðaskotfimi og skíðagöngu.
Gríðarlega mikil öryggisgæsla var á leikunum en það var
þó smekklega að því staðið hjá Rússunum og fór ekki mikið
fyrir því. Hermenn gengu um í hversdagslegum snjógöllum
og brosin og jákvæðnin frá sjálfboðaliðunum gerðu það að
verkum að manni leið alltaf vel.
Um 1500 keppendur bjuggu í „Endurance Village“ ásamt
fylgdarliði og vorum við pabbi í aðalbyggingunni. Þar var
allt til alls, mötuneyti sem var opið allan sólarhringinn,
líkamsrækt, sundlaug, heilsugæsla ofl. ofl. Við höfðum það
því mjög gott og ekki yfir neinu að kvarta. Svo var veðrið
eins og best varð á kosið allan tímann sem við vorum þarna,
sól og blíða alla daga. Kalt á nóttunni og hlýtt á daginn, það
hafði reyndar áhrif á færið sem var frekar blautt yfirleitt þegar
keppnirnar fóru fram á daginn.
Ég keppti tvívegis, í sprettgöngu skaut og í 15 km göngu með
hefðbundinni aðferð. Ég var nokkuð sáttur við árangurinn
en löngunin er mikil til að fara aftur eftir fjögur ár til Suður-
Kóreu og ná ennþá betri árangri.
Þessir dagar sem við áttum í Sochi voru ógleymanlegir
og þá stendur upp úr þegar ég gekk inn á leikvanginn á
setningarhátíðinni með íslenska flaggið, það var ótrúleg
stund. Þann 16. febrúar héldum við pabbi svo heim eftir 11
magnaða daga.
Sævar Birgisson - www.sbirgisson.com
Sævar Birgisson í Sochi