Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - okt 2014, Qupperneq 2
2
Ágætu félagar.
Alltaf er mikið um að vera hjá
Siglfirðingafélaginu. Haustdagskráin
hófst með gönguferð í Búrfellsgjá,
mæting var mjög góð eða um 30
manns. Félagið bauð upp á heitt
súkkulaði og kökur eftir gönguna.
Siglfirðingaball verður á Ránni
fyrsta vetrardag eða 25. október. Þar mun hinn eini sanni
Heiðar Ástvaldsson stjórna dansi. Stúlli og Danni koma
frá Siglufirði og sjá um fjörið. Þeir lofa sérstakri siglfirskri
stemningu.
Aðalfundurinn verður 30. október nk. í Litlu-Brekku
(Lækjarbrekku) kl. 20:30.
Upplestrarkvöldið verður síðan 13. nóvember en þar
mun verða lesið úr nýjasta Siglufjarðarkrimma Ragnars
Jónassonar. Einleikurinn „Í landlegu“ eftir Þórarin
Hannesson, Tóta, sló í gegn á Siglufirði sl. sumar. Þórarinn
kemur og endurtekur leikinn á upplestrarkvöldinu.
Jólaballið verður svo 27. desember í KFUM og K húsinu
við Engjateig. Ballið ber upp á laugardag að þessu sinni og
hefst kl. 15:00.
Forsíðuljósmyndina að þessu sinni tók Jón Steinar.
S. Jóna Hilmarsdóttir. - vinnslan@simnet.is
ÚTGEFANDI OG ÁBYRGÐ:
SIGLFIRÐINGAFÉLAGIÐ
RITSTJÓRI:
S. JÓNA HILMARSDÓTTIR
SIGLFIRÐINGABLAÐIÐ
FR
Á
R
IT
ST
JÓ
RA
FRÉTTABLAÐ SIGLFIRÐINGAFÉLAGSINS
Upplestrar- og myndakvöld félagsins verður haldið
fimmtudaginn 13. nóvember kl. 20:00 í Breiðfirðingabúð,
Faxafeni 14 (hæðin fyrir ofan Bónus).
Næg bílastæði og aðgengi fyrir alla.
Að þessu sinni verður sýndur einleikur Þórarins
Hannessonar, Í landlegu, sem sló í gegn á Síldarævintýrinu.
Um er að ræða létta og skemmtilega sýningu,
kryddaða tónlist og fróðleik.
Lesið verður upp úr nýju verki Ragnars Jónassonar,
Náttblindu. Sýndar myndir Hafliða Guðmundssonar
kennara, teiknara og ljósmyndara.
Kaffi og sírópskökur frá Aðalbakaríi á Siglufirði.
Upplestrar- og
myndakvöld
félagsins
Jólaball
Verður í sal KFUM og KFUK við Holtaveg
laugardaginn 27. desember 2014 kl. 15.00.
Jólasveinninn kemur og gleður börnin.
Fjörkálfarnir spila undir dansi kringum jólatréð
og allir fá glaðning.
Ljósm. Jón Steinar Ragnarsson