Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - okt 2014, Qupperneq 9

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - okt 2014, Qupperneq 9
9 veg. Hann kenndi til 75 ára aldurs og hafði þá selt dansskólann. Honum finnst danskennslan hafa breyst í átt til þess sem hann kallar „not my cup of tea, ekki minn tebolli.“ Of mikil áhersla sé lögð á danskeppnir í náminu og það er mikill kostnaður sem fylgir því, en minni áhersla er lögð á ánægjuna. Dansinn er fyrir fólkið, partur af lífinu og innri þörf allra manna, samanber smábörn sem dilla sér í takti við tónlist um leið og þau heyra hana. Og eins og hann segir sjálfur: „Svo heldur þú þér miklu betur!“ Honum finnst jafn sjálfsagt og eðlilegt að læra að dansa í dag og honum fannst þegar hann byrjaði og starfaði. Hann er ennþá að brýna til dansnáms, ekki síst börnin. Kúba Þá er komið að Kúbukaflanum í lífi Heiðars. Eins og fram kom hér fyrr langaði hann að læra tungumál og sameinaði dans- og þýskunám í Þýskalandi og sá að upplagt var að sameina dans- og spönskunám á Kúbu þar sem almenningur fær útrás fyrir gleði sína í dansi og tónlist. Hann er orðinn þokkalegur í spænsku, að eigin sögn, orðaði það reyndar öðruvísi, og ferðir hans þangað eru fleiri en hann man, allavega 10. Árið 2008 dvaldi hann sumarlangt á Kúbu. Fór í nám í salsadansi í Listaháskólanum í Havana og spönskunám að auki. Síðastliðið ár var hann þar í 7 vikur frá október og fram í desember. Á Kúbu býr hann meðal innfæddra og leigir herbergi í heimahúsum en Kúbverjar gera mikið af slíkri útleigu til að drýgja lágar tekjur. Honum finnst yndislegt á Kúbu og Havana mjög örugg borg þótt alls staðar þurfi að hafa varann á sér. Hann er yfirleitt í fæði á þessum heimilum og sagði eina sögu af því: Hann sá að gestgjafinn handfjatlaði, ekkert mjög snyrtilega, hráan kjúkling sem Heiðar vissi ekkert hve gamall var eða hvernig hann hefði verið geymdur og meðhöndlaður og var alveg viss um að þetta yrði hans banabiti. Hann óð því í gestgjafann og sagði honum að hann væri grænmetisæta og fékk eftir það mangóávöxt í öll mál. Hefur litla lyst haft á þeim ávexti síðan. Hann leigði eitt sinn herbergi í lélegu hverfi þar sem húsnæðið var almennt ömurlegt og hann sá fólkið tæma rusladallana fram af svölunum. Hann er með hafsjó af sögum frá þessu landi sem fæstir hér þekkja vel. Þar eru börnin skyldug að sjá fyrir foreldrum sínum á efri árum þeirr. Fáar stofnanir sem taka á móti eldra fólki og engan langar að enda þar. Fæðið telst varla boðlegt og sömu sögu er að segja af sjúkrahúsunum. Laun eru almennt mjög lág og fólk er yfirleitt með tvær eða fleiri vinnur. Heiðar kynntist lækni sem vann á sjúkrahúsi frá kl. 8 -16 og fór þá að vinna í skóbúð. Á Kúbu eru engar fjöldatakmarkanir í læknanám og fjölmargir sem ljúka námi og starfa í þeirri grein. Vilji menn fara til annarra landa í vinnu er a.m.k. fjögurra ára bið á að svo geti orðið. Þarna eru skömmtunarbækur við lýði og lítið um stórverslanir. Þú getur þurft í 10 búðir til að finna það sem þú þarfnast. Einu sinni í viku kemur skip lestað matvælum frá USA en á Kúbu er landbúnaðurinn í niðurníðslu. Lítið er um fiskveiðar því ekki er þorandi að treysta hverjum sem er fyrir báti vegna strokshættu. Á Kúbu eru samt allir opinberlega glaðir og standa með Kastró. Heiðar hefur fullan hug á fleiri Kúbuferðum. Hann hefur alltaf nóg fyrir stafni. Nýlega flutti hann úr 101 Reykjavík í 200 Kópavogur og líkar vel. Hann byrjar daginn rólega, gerir leikfimiæfingar, fer í mat á Gjábakka og sund í Laugardalslauginni. Fær sér öðru hverju göngutúr niður og upp Laugaveginn, fylgist með mannlífinu og breytingum í verslunar- og veitingahúsarekstri og fær sér kaffi á B5. Hann er einstaklega jákvæður og félagslyndur, lifir lífinu lifandi og er gangandi sönnun þess að dansinn hressir, bætir og kætir. Jóna Möller Heiðar að hjóla í Þýskalandi. Myndir frá Kúbu.

x

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni
https://timarit.is/publication/627

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.