Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - okt. 2014, Síða 11
Lögreglumaður á Siglufirði er skotinn með haglabyssu
af stuttu færi um miðja nótt. Ung kona flýr norður undan
ofbeldisfullum sambýlismanni og hefur störf fyrir bæjarstjóra
sem er nýtekinn við embætti í Fjallabyggð. Og sjúklingur er
lagður inn á geðdeild í Reykjavík gegn vilja sínum. Þessir
þræðir fléttast saman í nýja spennusögu Ragnars Jónassonar,
Náttblindu, þar sem ræturnar liggja í átakanlegum
veruleika undir fáguðu yfirborðinu.
Náttblinda er fimmta og síðasta sagan í Siglufjarðarsyrpu
Ragnars, um lögreglumanninn Ara Þór Arason, en fyrsta
Siglufjarðarbókin, Snjóblinda, kom út árið 2010. Líkt
og Snjóblinda gerist nýja bókin nánast að öllu leyti á
Siglufirði, að þessu sinni að hausti til, skömmu fyrir fyrsta
vetrardag. Veröld gefur Náttblindu út og er hún væntanleg
um miðjan októbermánuð.
Síðasti Siglufjarðarkrimminn
ORÐ - nýr geisladiskur með Siglfirðingunum
Róbert Óttarssyni og Guðmundi Ragnarssyni
Náttblinda
Róbert Óttarsson og Guðmundur Ragnarsson
eru tveir brottfluttir Siglfirðingar sem búa á
Sauðárkróki. Þeir voru að gefa út geisladisk sem
ber heitið Orð. Þar syngur Róbert ellefu lög sem
Guðmundur hefur samið. Textar á diskinum
eru eftir ýmsa höfunda.
Þeir hafa starfað saman í nokkur ár af og til
í smáverkefnum. Síðustu tvö árin í „Manstu
gamla daga“ sem hefur verið sett upp árlega á
Sauðárkróki og stundum verið farið með á Siglufjörð.
Róbert var búinn að heyra nokkur lög sem
Guðmundur hafði samið og m.a. sungið eitt fyrir hann
í Dægurlagakeppni kvenfélagsins á Sauðárkróki. „Mér
fannst þetta mjög heillandi lög og setti því suð- og
tuðvélina í gang og hætti ekki fyrr en Guðmundur féllst á
að fara í þessa útgáfu“ segir Róbert.
„Verkefnið var mjög skemmtilegt“ segir Guðmundur,
„allt í einu er þetta ekki einkamál lengur því almannaálit
er ekkert grín að eiga við. Það var því ekki annað að gera
en að byrja og hafa trú á verkefninu“.