Fréttablaðið - 14.10.2015, Síða 22

Fréttablaðið - 14.10.2015, Síða 22
Fólk| ferðir fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið ritstjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Svanur Valgeirsson | Hönnun: Silja Ástþórsdóttir Sölumenn: Bryndís Hauksdóttir, bryndis@365.is, s. 512 5434 Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@365.is, s. 512 5429RÝMINGARSALA Stærðir 34-46 Allar vörur frá þessum framleiðendum verða seldar með 30-50% afslætti. Allt nýjar haustvörur! Verslunin hættir með vörumerkin El Born hverfið í Barce- lona er skemmti- legt að heimsækja. Þræða sig eftir þröngum göt- unum sem liggja eins og í völ- undarhúsi hver um aðra og kíkja jafnvel í búðir. Í hverfinu er urmull af litlum, fallegum sér- verslunum, oft með hand- gerða skó í hillum eða einstaka hönnun en verð- lagið er kannski í hærri kantinum. Í hverfinu er einnig að finna kaffihús og litla veitingastaði þar sem gaman er að tylla sér og fylgjast með mannlífinu og reyndar hægt að finna pítsusneið á vel viðráð- anlegu verði. Picasso-safnið er í hverfinu og textílsafn en í árdaga var El Born-hverfið heimili textíl- markaðs borgarinnar. Kirkjan Santa Maria Del Mar er svo sannarlega eitt af því sem ætti að skoða á ferð um hverfið. Kirkjan þykir með eindæmum falleg að innan, súlurnar sem halda uppi þakinu eru sérstaklega grannar og bilið á milli þeirra meira en í nokkurri gotneskri kirkju í Evr- ópu. Og fyrst við erum farin að skoða fornar byggingar í hverf- inu ætti næsta stopp að vera menningarmiðstöðin, eða El Born Civil Center. Miðstöðin er stað- sett í gullfallegri steypujárnsbygg- ingu sem hýsti markað á nítjándu öldinni. Grafið var niður á fornminjar frá því í kringum 1700, undir markaðs- húsinu, og geta gestir horft niður á göturnar og niður í húsgrunna, hring- stiga, brunna, veggi og hellulögð gólf frá þessum tíma, niður af svölum. Ókeypis er inn í miðstöð- ina en hægt er að kaupa leiðsögn um fornminjarnar og fá þá að ganga um götur hinnar fornu borgar. forn stræti barcelona el born Sögulegur fróðleikur um staðhætti og menningu gerir hvert ferðalag eftirminnilegra. Í El Born í Barcelona liggur sagan beinlínis undir fótum en grafið hefur verið niður á fornar götur undir gólfi gamallar markaðsbyggingar. kósí Falleg stræti El Born-hverfisins er einstaklega skemmtilegt að þræða. kíkja í búðir og á kaffihúsin. santa Maria del Mar Santa Maria del Mar kirkjan var byggð á árunum 1329 til 1383. Hún þykir sérstaklega falleg að innan en súlurnar sem halda henni uppi eru bæði grennri en í öðrum gotneskum kirkjum og lengra á milli þeirra. Miðaldir Hellulögð gólf, hringstigar og hlaðnir veggir gefa mynd af blómstrandi mannlífi sem var. falin borg Grafið var niður á stræti og íbúðarhús frá miðöldum, undir gólfi gamallar markaðsbyggingar. Safnið var opnað almenningi 2013. nordicphotos/getty 0 2 -1 1 -2 0 1 5 1 0 :2 1 F B 0 5 6 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 6 C 1 -5 3 0 0 1 6 C 1 -5 1 C 4 1 6 C 1 -5 0 8 8 1 6 C 1 -4 F 4 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 B F B 0 5 6 s _ 1 3 1 0 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.